Ráðunautafundur - 15.02.2000, Qupperneq 216
208
HLUTVERK TRÉNIS OG TRÉNISÞARFIR
Kanínur eru háðari tréni og þurfa meira tréni en aðrar jurtaætur og þola því ekki eins kraft-
mikið og trénissnautt fóður og aðrar tegundir. Vegna þess að kanínur tvímelta má vera ljóst
að ef þær fá skitu þá geta þær ekki gripið magakúlumar með munninum er þær berast úr
endaþarmi, því er mikilvægt að trénisinnihald fóðursins sé hæfilegt og má það alls ekki vera
undir 10%. (Trénisinnihald er talið hæfilegt 14-18% í heilfóðri).
Gott er að leyfa kanínum að hafa eitthvað að naga í búrum sínum, t.d. greinar af reyni, viðju eða ösp til að naga og mega blöðin gjaman fylgja. í 3. töflu sést að hlutfall þess 3. tafla. Át og útskilnaður þurrefhis hjá kanínum í vexti fóðraðar á heilfóðri með mismunandi hálminnihaldi.
Lítið trénisinnihald Mikið trénisinnihald
fóðurs sem fer í tvímeltingi helst Hlutfall hálms í blöndu 5% 20%
óbreytt þó svo að trénisinnihaldi Hrátrénisinnihald 10,8% 16,8%
fóðurskammtsins sé breytt. Kanínan nær í nægilegt magn auðmeltanlegra Daglegt þurrefnisát (g) Þurrefhis útskil sem: 60±28 67±28
fæðuagna með því að auka átið um saurkúlur 20±5 33±8
rúm 10%. magakúlur 10±4 10±5
GRÓFFÓÐUR
Tiltölulega litlar upplýsingar eru til varðandi næringargildi, meltanleika, lystugleika og fram-
leiðslugetu gróffóðurs sem gefið er kanínum. Frá efnasamsetningarlegu sjónarmiði getur gróf-
fóður, ekki síst af ætt belgjurta, fullnægt, stórum hluta orku-, prótein-, steinefna- og vítamín-
þörfum kanína.
Gott forþurrkað rúlluhey með miklu þurrefiiisinnihaldi éta kaninur vel. Tihaunir með að
nota vothey sem uppbótarfóður með heilfóðri hafa verið gerðar í Danmörku. Þar var kanínum
veittur fijáls aðgangur að rýgresisvotheyi til uppbótar með heilfóðri. Þar kom í ljós að kanínur
vildu firemur þurrefnisríkara vothey 30% þe. heldur en blautt 18% þe. I tilrauninni höfðu gæði
votheysins afgerandi þýðingu ef það átti að koma í stað hluta af heilfóðrinu.
Nota má allskonar viðbótarfóður með gróffóðri, en þó ekki mikið magn í einu, s.s. rófur,
gulrætur, kál og kartöflur ef þær eru soðnar. Soðið kartöfluhýði má vel nota, en alls ekki gefa
þeim grænt hýði. Tilraunadýr hættu að vaxa þegar þau fengu 20 g af grænu hýði til viðbótar við
venjulegan fóðurskammt.
Hægt er að
kaupa heilfóður
handa kanínum sem
inniheldur 50% gras-
mjöl, en skynsam-
legra sýnist að nota
gróffóður og svo
kjamfóður fyrir kan-
ínur sem fá að
meginhluta hey.
Efnainnihald kanínu-
köggla 2 ffá Fóður-
blöndunni er sýnt í 4.
töflu.
4. tafla. Efnainnihald Kanínuköggla 2. Fyrir kanínur sem fá að meginhluta hey.
Fóðursamsetning Efnainnihald
Maís 7,0% Fóðureiningar (FE) 90/100 kg
Hafrar 20% Prótein 18,5%
Fiskimjöl 9,4% Aska 11%
Sykurrófumjöl melassabl. 5% Fita 5%
Hveitiklíð 15% Tréni 10%
Bygg 14,35% Fosfór 1%
Sojamjöl 7,0% Kalsíum 1,5%
Grasmjöl 15,15% Magníum 0,15%
Fisklýsi, hreinsað hert 2% Natríum 0,3%
Annað 5,1% Lýsín 10 g/kg
Methionín Sg/kg
Cystein 2 g/kg
Geymsluþol frá framleiðsludegi er sagt vera 6 mánuðir.