Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 217
209
VATN
Kanínur þurfa alltaf aðgang að nægu fersku vatni. Sjálfbrynning með nipplum þarfiiast
minnstrar vinnu hirðis, en galli er þó að erfitt er að sjá hvort kerfið sé stíflað eða bilað fyrr en
kanínan er hætt að éta. Hvolpar ráða yfirleitt ekki við nipplana fyrr en á 2. mánuði ævinnar og er
þeim brynnt fyrst með öðrum hætti.
FÓÐRUN í DANMÖRKU
Rex kanínu matseðillinn í Danmörku samanstendur af heilfóðurkögglum, heyi eða bygghálmi
og vatni. Um 110 g af heilfóðri á dag er nóg. Mjög mikilvægt er að kanínumar éti upp. Hey
og hálm skulu þær hafa eftir lyst. Kynbótalæðumar skulu þó fóðrast varfæmislega, því annars
er hætta á að þær verði of feitar og þá ganga þær síður og erfiðleikar geta líka orðið um gotið.
Kanínuhvolpamir fá frjálsan aðgang að heilfóðri þar til þeir em 3ja mánaða, en eftir það fá
þeir 110 g/dag. Til að tryggja velferð kanína, styrkja tennur og tryggja eðlilegt slit þeirra rót-
opnu er gott að þær hafi eitthvað til að naga, s.s. trjágreinar eða eitthvað þess háttar.
FÓÐRUN Á ÍSLANDI
Þar sem við getum framleitt úrvals gróffóður ættu möguleikar okkar á hagkvæmu eldi kanína
að vera fyrir hendi. Við þurfum bara að komast að því hversu langt við getum gengið í fóðrun
kanínanna með heyi. Líklegt er að að hagkvæmnin standi nokkuð og falli með því. Hér er
þörf á að gera tilraunir og þurfúm við að sameinast um að byggja upp reynslu og þekkingu
svo að fóðrunin hjá bændum verði eins hagkvæm og kostur er.
PÖRUN GOT OG UPPELDI
Ekki ætti að nota högna til pörunar fyrr en 5 mánaða gamla og læður ekki fyrr en 6 mánaða.
Egglos verður hjá læðum 10-12 klst eftir pörunina og er meðgöngutíminn einungis 30-31
dagur. Gotkassinn þarf að vera hlýr, þurr, hæfilega stór og þannig útbúinn að hvolparnir
komist í hann á ný, fari þeir snemma á stjá. Þá er kostur að þak sé þannig á gotkassanum að
læðan geti stokkið þar upp og flúið undan hvolpunum og hvílt sig, gerist þeir of aðgangs-
harðir. Ekki er ráðlegt að láta gotkassa við eða í búrið of snemma, þ.e. ekki fyrr en viku fyrir
got, því að hann á ekki að vera heimili læðunnar, heldur geymslustaður fyrir hvolpana. Við
gotið þarf að huga að því að nóg hey eða hálmur sé í gotkassanum. Vel hefúr reynst að skipta
sér sem allra minnst af hvolpunum fyrstu tvær vikumar, en þó er nauðsynlegt að skoða gotið
og ljarlægja dauða hvolpa. Læðan
á einungis að fara í kassann 3-5
mín á sólarhring (nóttunni) til að
gefa þeim að drekka. Hún mjólkar
hvolpunum í um 5 vikur (alls um 7
kg af mjólk) og þarf hún mikið
kjamfóður svo hún mjólki vel.
Hæstri nyt ná læðumar um 20
dögum eftir got. Gott er að vigta
alla hvolpa reglulega, þannig gefst
samanburður milli gota. Með-
fylgjandi er vaxtarkúrfa feld-
kanínuhvolpa á tilraunastöðinni á
Foulum í Danmörku, sjá 1. mynd.
30 <0 50 60 70 80 90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 190 200 210 220 230 240
Aldur i dögum
1. mynd. Vöxtur Castor Rex feldkanínuhvolpa á tilrauna-
stöðinni Foulum í Danmörku.