Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 219
211
5. tafla. Orku-
kjöt.
og próteininnihald í kanínukjöti í samanburði við annað
KANINUKJOT
Kjöt af kanínum þykir víða
herramanns matur. Best er
það að sjálfsögðu af holda-
kynjum, en rexkanínur má
vel snæða. Kjötið er hollt
og er orku- og próteininni-
hald þess í samanburði við
annað kjöt (5. tafla) (Lebas
1986).
Þegar kjötið er orðið
kalt er tímabært að ganga frá
því í frysti eða til matreiðslu.
Sé kjötið ekki einungis til neyslu á heimilinu, þurfa bændur að fá kanínunum slátrað í
viðurkenndri aðstöðu. Þá má reikna með einhveijum tekjum af sölu kjötsins.
Orka í 100 g Hráprótein, % Hráfita, g
Kanínukjöt Venjulegt 160 21 8
Nautakjöt Magurt 195 20 12
Feitt . 380 15,5 35
Kindakjöt Magurt 210 18 14,5
Feitt 345 15 31
Svínakjöt Magurt 260 17 21
Feitt 330 15 29,5
Kjúklingur Venjulegur 200 19,5 12
SALA KYNBÓTADÝRA
Á meðan að þessi búgrein er í uppbyggingu munu brautryðjendurnir hafa nokkrar tekjur af
sölu lífdýra til þeirra sem eru að hefja búskap. Þegar fram í sækir og í ljós fer að koma munur
á árangri einstakra ræktenda munu þeir sem skara framúr hafa tækifæri á að selja kynbótadýr.
HVERSKONAR BÚSKAPUR ER ÞETTA?
Feldkanínurækt fylgir töluverð vinna, sérstaklega sé aðstaða ekki eins og best verður á kostið.
Hér þó ekki um erfiðisvinnu að ræða, sé unnið jafnt og þétt. Þetta er bindandi að því leyti að
fý’lgjast þarf vel með dýrum og fóðra þau daglega.
HEIMILISIÐNAÐUR
Skinn af feldkanínum má súta heima og nota til heimilisiðnaðar. Skiimin eru ekki slitsterk, en
henta vel í húfur og kraga svo eitthvað sé nefnt. Á Hvanneyri hefur verið haldið námskeið í
sútun kanínuskinna og er þekkingin á handverkinu því til staðar. Helsti sérfræðingurinn í
iðninni í dag er Lene Zachariassen, bóndi í Dæli í Svarfaðardal.
FRAMTÍÐ FELDKANÍNURÆKTAR Á ÍSLANDI
Sé feldkanínurækt borin saman við aðra loðdýrarækt sem stunduð er á íslandi virðist í fljótu
bragð vera um áhugaverða nýjung að ræða. Hver kanínuiæða á að geta skilað fjórum gotum,
þ.e.a.s. 20-25 hvolpum á ári, inn á feldunartímann. Standist þær forsendur að hægt sé að
fóðra dýrin að miklu leyti á gróffóðri, með kjamfóðri til viðbótar, og að hægt sé að nýta kjötið
til manneldis, þá lítur þetta alls ekki illa út. Hér þarf þó að fara varlega því feldkanínur eru
viðkvæm húsdýr sem þola illa slæmt atlæti. Sé uppbygging búgreinarinnar hæg og tryggt að
hvert skref fram á við sé stigið í ljósi þekkingar og reynslu er ástæða til nokkurrar bjartsýni.
Hér er þó ekki um neina gullnámu að ræða, enda væru þá örugglega mun fleiri framleiðendur
feldkanínuskinna í heiminum en raun ber vitni. Vonandi er feldkanínurækt komin til að vera,
því að aukin fjölbreytni íslensks landbúnaðar styrkir byggð í dreifbýlinu.
MARKAÐUR OG SALA
Á nýliðnu söluári var góður stöðugleiki á verði kanínuskinna. Mikil eftirspum var eftir
Castor- og Chinchilla Rex skinnum og svarar framleiðslan hvergi eftirspuminni. Uppboðs-