Ráðunautafundur - 15.02.2000, Qupperneq 221
213
60% af öllum kostnaði. Aðrir gjaldaliðir eru búnaðargjald, kostnaður við verkun skinna, við-
hald bústofns og tækja, rekstur bíls, ýmis útgjöld, rafmagn, hiti o.fl. og vaxtagjöld af afurða-
lánum og lausaskuldum. í allt eru gjaldaliðimir kr 1.843.428, eða 67 % af öllum tekjum
búsins. Framlegð búsins er kr 911.573 og því aðeins 33 % af brúttótekjum.
GJÖLD F ORSENDU.R:
Læður Kr.á
Hv.-Kr. FE stk. FE
Fóðurbætir fyrir líf- 100 20 26 52.000 1,89
dýr Fóðurbætir fyrir 2.000 r J,ö 26 187.200 6,79
unga Hey fyrir lífdýr 100 40 16,5 66.000 2,40
Hey fyrir unga 2.000 24 16,5 792.000 28,75
Búnaðargj. 2.755.000 2,65% 73.008 2,65
Verkun kanínu- 2.000 70 140.000 5,08
skinna 2.000
" -
Viðhald á stofni 100 160 16.000 0,58
Viðh. áhalda og 100 500 50.000 1,81
tækja Rek.bíls o.fl. 415.000 50% 207.500 7,53
Ý m i s legt/rafm ./h iti o.fl. 2.755.000 3,4% 93.670 3,40
Vextir af lausask. 900.000 8,8% 79.200 2,87
Vextir af afurðalán. 900.000 9,7% 86.850 3,15
Samt 1.843.428 66,91
Framlegð kr. 911.573 33,09
Fjármagnsliðir
Fastir fjármagnsliðir eru vextir af langtímalánum, afskriftir, opinber gjöld, tryggingar húsa og
launakostnaður. Af þessum liðum eru launakostnaður og afskriftir búra langstærstar, eða um
70%, og 20% af ljármagnsgjöldum. Svokölluð jafnaðarlaun fyrir dagvinnu og helgidagavinnu
eru 643 kr/klst, eða það sama og öðmm bændum í landinu er ætlað. Afskriftir á húsum og
búrum eru í þessu dæmi áætluð 5% og 10% á ári.
Eins og sést af niðurstöðum útreikninga er hagnaður enginn urnfram laun og því erfitt að
láta endana ná saman. í þessu tilfelli, sem hér er sýnt, verður kanínubóndinn að nota hluta af-
skrifta sinna til að greiða langtímalánin, svo að hann safni ekki skuldum á fyrstu árum bú-
skapartímans.
í kanínubúskap, eins og búskap með nautgripi, sauðfé og hross, ræðst afkoma búsins af
fóðurkaupunum og þá fyrst og fremst af gróffóðrinu og því verði sem bóndinn þarf að greiða
fyrir það. Mjög er breytilegt milli búa hver framleiðslukostnaður á heyi er, en sé staðið að
heyskapi með ekki alltof miklum tilkostnaði og dýrum tækjum má framleiða heyfóður talsvert
undir því verði sem innflutt fóður kostar. Eins og flestir bændur vita skiptist framleiðsluverð á
heyi að 2/3 hluta í fastan kostnað og að 1/3 í breytilegan kostnað. Það skiptir því miklu máli
fyrir bóndann að lækka fastakostnaðinn.
Að kúnum frátöldum veit ég ekki hver hinna áðumefndu búgreina borgar best fyrir gróf-
fóður og vinnu, engan veginn er víst að kanínubúskapur sé þar slakastur.