Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 223
215
RRÐUIMRUTFFUNDUR 2C00
Mat og samanburður á prófum sem meta streitu eða örlyndi
í hrossum (Equus caballus)
Svanhildur Hall
Landbúnadarháskólanum á Hvanneyri
Og
Cynthia A. McCall
Aublirn Un'tversiiy
INNGANGUR
Verðgildi hrossa er fyrst og fremst metið út frá byggingu og ganghæfileikum, ættemi og svo
skapgerð. Hesturinn er í eðli sínu flóttadýr og tilfinningalíf hans einkennist af stressi, í víðasta
skilningi þess orðs, vegna þess að hann er alltaf tilbúinn til, og að reyna að flýja ffá aðstæðum
sem eru honum ekki kunnugar. Tamning og þjálfun hests, sem er einn dýrasti þátturinn í að
fullgera seljanlegan reiðhest, byggir að miklu leyti á því að yfirvinna þennan ótta í hestinum
og kenna honum svo það sem hann þarf að læra til að geta nýst sem reiðhestur. Það væri því
til mikils að vinna ef hægt væri að velja úr hesta sem em með þannig skapgerð að þeir séu
fljótir að læra.
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að athuga samband milli skapferlis hrossa og náms-
hæfileika, og þá sérstaklega spennu eða örlyndis og námshæfileika (Fiske og Potter 1979,
Heird o.fl. 1981, Mal o.fl. 1994). Þessar tilraunir leiða að því rök að spenntir eða örlyndir
hestar læri hægar heldur en rólegri og afslappaðri hestar. Skapgerð getur verið erfitt að meta,
sér í lagi þegar um ótamið hross er að ræða. Þær aðferðir sem notaðar hafa verið við að meta
skapgerð í hrossum hafa ekki verið metnar eða prófaðar og því er ekki vitað hvort að þær gefi
yfirleitt rétta mynd af skaplyndi hrossa. Þessar aðferðir eru m.a. að gefa hrossunum einfald-
lega einkunn fyrir örlyndi, en þó er enginn staðlaður skali til fyrir þessa aðferð. Einangrun
hefur verið notuð til að meta róandi áhrif fæðubótaefna á örlyndi hrossa (Bagshaw o.fl. 1994).
Áhrif fitu í fóðri á örlyndi hefur verið athugað með því að koma hrossinu að óvörum með
óþekktu áreiti eins og að opna regnhlíf eða hrista blikkdósir með smásteinum í (Holland o.fl.
1996). Allar þessar aðferðir eiga það sameiginlegt að gildi þeirra hefur ekki verið athugað og
því er ekki vitað hvort að þær meti stress rétt og þá hversu nákvæmlega í hrossum. Sum
þessara prófa notast einungis við að skoða hegðun hrossanna á huglægan hátt og því vantar
hlutlægar breytur til að rökstyðja niðurstöður prófanna. Það er því brýn þörf á að meta þessi
próf, sýna fram á eða hrekja hvort að þau gefi óyggjandi niðurstöður og finna hlutlægt próf
sem gefur rétta mynd af skaplyndi hrossa. Svoleiðis próf myndi nýtast vel við val á hrossum
við kaup og sölu, til undaneldis og ekki síst við rannsóknir á skapferli hrossa og námshæfi-
leikum.
TILGANGUR TILR,-\LfNAR
Megintilgangur þessarar tilraunar vað að fmna próf sem að á hlutlægan hátt gæti metið stress
eða örlyndi í hrossum. Ekki var leitast við að finna próf sem segði til um „hversu" stressaður
hestur væri, heldur var reynt að fmna próf sem gæti raðað hrossum sem borin voru saman í
röð eftir þvi hversu stressuð þau voru. Til að ná þessu markmiði voru allar algengustu að-