Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 224
216
ferðir sem áður hafa verið notaðar til að kanna örlyndi í hrossum metnar og endurmælinga-
gildi þeirra (þ.e. hversu líkar niðurstöðumar voru ef prófið var gert oftar en einu sinni)
skoðuð.
EFNI OG AÐFERÐIR
Tilraunadýr
Fjörtíu hross á aldrinum eins til tuttugu og fimm vetra voru notuð í tilrauninni, 14 geldingar
og 26 hryssur. Hrossin voru af Quarter Horse, Thoroughbred, Hanoverian og Percheron
kynjum og höfðu fengið mismikla meðhöndlun áður. Sum hrossin voru reiðfær og önnur ekki,
en öll voru þau vön hefðbundinni umgengni svo sem að taka upp fætur, teymast og öll voru
vanin við að hafa gjörð utan um kviðinn til að festa hjartsláttarmæli á. Eilefu hryssnanna voru
fylfullar. Öll hrossin höfðu aðgang að ótakmarkaðri beit og drykkjarvatni og var skipt niður í
5 hólf eftir fóðurþörfum, aldri, og holdafari. Hrossin með hæstu næringarþarfimar fengu að
auki fóðurblöndu til að uppfylla fóðurþörfum sínum.
Skipnlag tilraunar
I þessari tilraun voru 3 próf metin og borin saman sem áður höfðu verið notuð til að meta
stress í hrossum. Hrossin vom ýmist sprautuð með róandi lyfi, acepromazine maleate eða salt-
lausn, til að athuga hvort að viðkomandi prófi tækist að nema áhrifm að róandi lyfinu.
Acepromazine maleate er af flokki phenothiazine lyfja sem mikið er notað af dýralæknum til
að róa hesta, hunda og ketti. Lyfið er mikið notað bæði með öðrum deyfilyfjum við svæfmgar
og einnig við að róa dýr sem em æst, reið og/eða spennt og þar af leiðandi illviðráðanleg við
margs konar meðhöndlun. Dýrin sýna minni viðbrögð við utanaðkomandi áreitum og em að
öllu leyti rólegri og auðveldari í umgengni. Lyfið hefur marga kosti, m.a. þá að það hefur fáar
og mildar aukaverkanir og er fljótt að virka.
Asamt prófunum þremur var metin sú aðferð að maður kunnugur hrossunum gæfi þeim
skaplyndiseinlcunn og var sú einkunn borin saman við niðurstöður úr fýrmefndum prófum.
Prófm sem metin voru voru: (I) óþekkt áreiti, (2) einangrun og (3) að koma hrossunum að
óvömm með óþekktu áreiti (hér kallað gangur). í þriðja prófinu var þó ákveðið að maðurinn
kæmi hvergi nálægt hrossinu (ólíkt öðrum tilraunum sem hafa verið gerðar) með því að opna
regnhlíf eða annað þess háttar heldur þurfti hrossið að nálgast áreitið sjálft og komast ffam hjá
því til að ná sér í verðlaun.
Huglœgt mat hiróis á geóslagi hrossanna
I byrjun tilraunarinnar var öllum dýrunum gefin einkunn á bilinu 1-5 fyrir skaplyndi sam-
kvæmt eftirfarandi skala:
1. Hesturinn er mjög rólegur og djarfur. Laus í haga gengur hann sjálfviljugur alla leið að
manninum og stendur nálægt honum. Hestinum finnst gott og vill vera snertur. Hesturinn er
ekki auðveldlega hræddur vegna utanaðkomandi áreita, og nálgast óþekkta hluti óttalaust og af
áhuga. Ottaviðbrögð eru í algeru lágmarki þegar hesturinn er teymdur af manni.
2. Hesturinn er rólegur og fremur djarfur. Laus í haga gengur hann í humátt að manni, en ekki alla
leið. Maður getur samt sem áður auðveldlega náð hestinum með því að ganga til hans. Hestur-
inn sýnir lítil óttaviðbrögð gagnvart óþekktum áreitum og er fljótur að jafna sig og nálgast hið
óþekkta tii að skoða það. Óttaviðbrögð eru greinileg þegar hesturinn er teymdur, en auðvelt er
að halda hestinum undir stjórn.
3. Hesturinn er í meðallagi djarfur, ekki rólegur eða styggur. Hesturinn er forvitinn og heldur at-
hygli sinni á manninum. Hestinum bregður við ókunn áreiti, en nálgast þau samt sem áður hik-
andi til að skoða þau. Hesturinn sýnir greinileg hræðslumerki gagnvart óþekktum áreitum þegar
hann er teymdur, og reynir að losna í burtu frá því sem hann er hræddur við. Reyndur maður
getur þó haldið hestinum undir stjórn.