Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 225
217
4. Hesturinn er styggur. Hann heldur öruggri Qarlægð frá manninum og forðast að láta ná sér.
Maður verður að vanda vel meðhöndlun til að hræða ekki hestinn. annars reynir hesturinn að
slíta sig lausan. Oþekkt áreiti kalla fram sterk hræðsluviðbrögð sem jafnvel reyndur hestamaður
getur átt í erfiðleikum með að halda undir stjórn.
5. Hesturinn er mjög styggur og sýnir mikil óttaviðbrögð gagnvart utanaðkomandi áreitum.
Hesturinn hleypur í áttina burtu frá manninum þegar reynt er að náigast hann. Reyndur hesta-
maður á mjög erfitt með að stjórna hestinum þegar búið er að ná honum. Óþekkt áreiti kalla
fram svo stór hræðsluviðbrögð að hesturinn er alls ekki undir stjórn og getur skaðað sjálfan sig.
Hirðamir höfðu báðir unnið við Aubum háskólann að umönnun hrossanna í a.m.k. 2 ár
og þekktu þar af leiðandi hvem einstakling vel. Þeir unnu sitt í hvom lagi við að gefa
einkuimirnar. Aðaleinkunn hvers dýrs var svo meðaltal talnanna tveggja sem hirðamir höfðu
gefið.
Tilraunin var sett upp sem víxltilraun samkvæmt Sanders og Gaynor (1987). Hvert dýr
fór í gegnum hvert próf (óþekkt áreiti, einangmn í stíu og gangur) þrisvar á þremur mismun-
andi dögum. Prófaröð á hverjum degi var valin handahófskennt íyrir hvem hest en hélst sú
sama alla dagana. Hver hestur var settur í einn af tveimur tilraunaliðum með þremur lotum,
(1) róandi lyf - saltlausn - róandi lyf eða (2) saltlausn - róandi lyf — saltlausn og var sam-
kvæmt því sprautaður með 0,04 mg/kg líkamsþunga af lyfinu, acepromazine maleate, eða
0,9% saltlausn í vöðva á hverjum prófdegi. Það liðu ailtaf a.m.k. 3 dagar á milli prófdaga til
að leyfa lyfínu örugglega að skolast út úr líkamanum. Hrossin fengu einnig 30 mínútna hvíld
á milli prófa til að hindra áhrif frá einu prófi á það næsta. Hjartsláttur var mældur á 5 sek
fresti í öllum prófunum allan tímann og síðan reiknuð út meðaltöl, miðgildi, kryppugildi, há-
og lággildi til nota við tölfræðiútreikninga. Hegðun í prófunum var tekin upp á myndband og
seinna greind niður í fjölda skrefa á hverri gangtegund, fjöldi hneggja og annarra hljóða,
fjöldi saur- og þvagláta, ausur, pijóna, krafs og hvers kyns athygli sem veitt var áreitunum í
viðeigandi prófum.
Framkvasindprófs i: óþekkl. úreili
Þetta próf fór fram þannig að hestinum var sleppt inn í gerði, 19,1 m sinnum 14,3 m.
Girðingin umhverfís gerðið var úr jámneti og var hún lægst 1,4 m á hæð upp í 2,2 m. Óþekkta
áreitið var skærblátt og appelsínugult bamaþríhjól sem komið var fyrir í miðju gerðisins.
Hrossið var þarna inni í 15 mín og var hjartsláttur mældur á 5 sek fresti og hegðun tekin upp á
myndband. Sérstaklega var athugað hversu nálægt þríhjólinu hrossið fór.
Framkvæmd prófs 2: eincmgnmarsiía
Hrossið var lokað inni í viðarklæddri stíu, 3,6 m x 3,5 m á kant í 15 mín. Veggir stíunnar vom
það háir að hrossið sá ekki út úr henni. Hjartsláttur var mældur á 5 sek fresti og hegðun tekin
upp á myndband.
Framfa'œmd prófs 3: Gcmgnr
Gangurinn var 43,5 m langur og 3,7 m breiður. Nálægt miðju gangsins var komið fyrir bláum
segldúk sem hrossin þurftu að ganga yfir til að komast á leiðarenda. Aður en hrossin þreyttu
þetta próf voru þeim kennt og þau þjálfuð í að fara eftir ganginum. Öll hrossin fengu 2ja daga
þjálfun. Fyrri daginn voru þau látin fara eftir ganginum 10 sinnum til að komast í fóðurbæti
og í samvistir við önnur liross. Seinni dag þjálfunarinnar var tekiim tíminn sem það tók
hrossið að ferðast eftir ganginum að fóðurbætinum og hinum hrossunum, og hrossið látið fara
þessa leið þar til það fór 5 ferðir í röð á tíma sem sveiflaðist um minna en 5 sek. Enginn segl-
dúkur var til staðar meðan þjálfunin fór fram því hann átti að vera óþekkt áreiti í próftnu
sjálfu. Prófíð sjálft fór svo þannig fram að fyrst var tekinn tíminn á því hvað hesturinn var