Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 229
221
RRÐUNflUTAfUNDUR 2000
Evrópuverkefni um lambakjöt
I - Framleiðsiukerfi, neytendur, sýnataka, mælingar
Guðjón Þorkelsson' ’
Stefán Sch. Thorsteinsson2)
og
Þyrí Valdimarsdóttir1)
Rannsóknastofimn fiskidnadarins
Rannsóknastofmm landbimaðarins
INNGANGUR
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins eru þátttakendur í stóru verkefni um áhrif framleiðslukerfa á bragðgæði, sam-
setningu og viðhorf neytenda til gæða lambakjöts í sex Evrópulöndum. Auk þeirra hafa tvö
sauðíjárbú og tvö sauðfjársláturhús komið að verkefninu. Fjórða rammaáæltun Evrópusam-
bandsins (Fair CT96 1768 OVAX), Framleiðnisjóður og Landssamtök sauðfjárbænda (Fram-
kvæmdanefnd búvörusamninga) hafa styrkt það.
Eiginleikar íslensks lambakjöts voru bomir saman við lambakjöt frá öðrum svæðum í
Evrópu og kostir þess og gallar dregnir fram. Þá voru þróaðar aðferðir til að greina í sundur
lambakjöt eftir fóðmn. Meiri þekking á eiginleikum og gæðum kjötsins nýtist við stefhu-
mótun á ræktunarstarfi, kennslu og rannsóknum í sauðfjárrækt, m.a. í umræðunni um inn-
flutning bæði á kjöti og nýjum stofnum.
Verkefnið tók á mismunandi aðferðum við framleiðslu á lambakjöti út frá svæðis-
bundnum aðstæðum í Evrópu. Það var einnig um viðhorf neytenda á þessum svæðum til mis-
munandi lambakjöts. Loks var það um hollustu og næringargildi. Það er um tengingu ffarn-
leiðenda við markaðinn. Notaðar vom ýmsar mæliaðferðir og mælingar til að reyna að skýra
út áhrif framleiðsluaðferða á viðhorf neytenda. Því var bæði um grunnrannsóknir og hagnýtar
rannsóknir að ræða.
Verkefnið hófst árið 1997 og því lýkur formlega á þessu ári. Rannsóknastofnanir í Eng-
landi, Spáni, Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og íslandi em þátttakendur. Þær em taldar upp í 1.
töflu.
Verkefnið skiptist í tvo hluta. í fyrri hlutanum vom bornar saman hefðbundnar fram-
leiðsluaðferðir, samsetning, bragðgæði og viðhorf neytenda. í seinni hlutanum var reynt að
hafa áhrif á eiginleika kjötsins með breytingum á fóðmn og/eða aldri við slátrun til að nálgast
viðhorf neytenda í öðrum löndum til að auðvelda viðskipti með kjöt á milli Evrópulanda.
FRAMLEIÐSLUKERFI
Með framleiðslukerfi er átt við sauðfjárkyn, afurðir, fóðurmeðferð, kynferði lamba og aldur
við slátmn. Afurðir sauðfjár eru kjöt, innmatur, ull, gæmr og mjólk. Hefðir og aðstæður á
hverjum stað ráða því á hvaða afurðir er lögð mest áhersla. Skráð sauðfjárkyn í heiminum em
um 800. í aldanna rás hafa þau þróast og aðlagast alls konar loftslagi, landslagi og fóðurmeð-
ferð. Með kynbótum hafa svo verið ræktuð kyn með áherslu á ákveðnar afurðir, frjósemi og
fleiri eiginleika. Oft er sauðfjárrækt á svæðum þar sem erfitt er að stunda annan landbúnað
vegna kulda, hita, þurrka, ófrjósemi jarðvegs eða annarra aðstæðna. Hún er oft undirstaða at-
vinnu og menningar viðkomandi svæða.