Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 230
222
1. tafla. Þátttakendur í Evrópuverkefni um lambakjöt.
Aðilar Heimilisfang Verkefiiisstjóri
Division of Food Animal Science, School of Veterinary Science University of Bristot, Langford, Bristol BS40 5DU, Great Britain Dr. Alan Fisher
Station de Recherches sur la Viande, INRA Theix, St.-Génes-Champanelle, France Dr. Philippe Berge
Departamento de Produccion Animal y Ciencia de Ios Alimentos Universidad de Zaragoza, 50013 Zaragoza, Spain Dr. Carlos Sanudo
Dipartimento di Scienze della Produzione Animale Universita di Udine, 22010 Pagnacco (Udine), Italy Dr. Edi Piasantier
Department of Animal Health and Husbandry, Faculty of Veterinary Medicine Aristotelian University, 54006 Thessaloniki, Greece Dr.Costas Stamataris
Rannsóknastofnun landbúnaðarins Keldnaholt, 112 Reykjavík Guðjón Þorkelsson
Ástæður til sauðfjárræktar í Evrópu eru mjög fjölbreyttar. Loftslag, landslag og frjósemi
jarðvegs hafa ráðið því hvemig staðið er að framleiðslunni á hverju svæði.
Við Miðjarðarhafið er mikil áhersla á mjólkurffamleiðslu. Kjöt og ull em aukafurðir.
Lömbunum er oft slátrað 5-12 vikna gömlum. Oft fá þau eingöngu mjólk, en stundum eirrnig
annað fóður. Þrenns konar hefðbundin framleiðslukerfi em í Suður-Evrópu, þ.e. hjarð-
mennska þar sem smali fylgir fénu á milli beitarsvæða, beit út frá bæjum og loks sumarbeit á
hálendi og vetrarfóðrun/beit á láglendi.
í Mið- og Norður-Evrópu er áherslan á kjöt. Ull og mjólk em aukafurðir. Stofnamir em
stórir og meðalstórir og flestir þeirra hafa góða eiginleika til kjötsöfnunar. Lömbunum er
slátrað 4-12 mánaða gömlum og skrokkar þeirra eru meðalþungir og þungir. Beit á graslendi
og úthaga er algengasta fóðurmeðferðin. Þá em lömbin oft bötuð á káli og kjamfóðri eftir að-
stæðum á hverjum stað.
Aðstæður til sauðfjáræktar á íslandi em sérstakar. íslenska sauðfjárkynið hefur að mestu
verið einangrað í 1000 ár og er talið frekar frumstætt miðað við mörg önnur kyn. Það gæti
haft eiginleika sem ræktaðir hafa verið úr öðrum stofnum. Kjamgóður úthagi og hey minnka
þörfina fyrir kjamfóður og fjölbreytni beitargróðurs er mikil. Lömbin vaxa hratt og þeim er
slátrað tiltölulega ungum.
FRAMLEIÐSLA. INNFLUTNINGUR OG NEYSLA Á LAMBAKJÖTI í EVRÓPU
Sauðfjárræktin hefúr á síðustu öldum og áratugum þróast úr sjálfsþurfarbúskap í framleiðslu-
búskap. Það til á síðustu áratugum var stefot að aukinni framleiðslu vegna fólksijölgunar og
aukins þéttbýlis. Áherslan á kindakjöt fór eftir svæðum. Sum staðar eins og í Danmörku og á
Italíu var hún nánast engin, en mikil í Bretlandi og Frakklandi. Sumar þjóðir vom sjálfum sér
nógar um kindakjöt, en aðrar, t.d. Bretar og Frakkar, fluttu inn mikið magn frá öðrum
löndum. Viðskipti með kindakjöt á milli Evrópulanda em töluverð. Enn er flutt inn mikið
magn frá Nýja Sjálandi. Framleiðsla og neysla á kindakjöti eftir Evrópulöndum í tonnum á ári
er sýnd á 1. mynd.
Mikilvægi sauðíjárræktar og viðskipta með kindakjöt í löndum Evrópu sést betur ef
neyslan er reiknuð á hvem íbúa (2. mynd). Neysia á kindakjöti er alls staðar frekar lítil nema í
Frakklandi, Noregi, Bretlandi, Spáni og írlandi. Og í Grikklandi og á íslandi er neyslan mjög
mikil þrátt fyrir samdrátt síðustu áratugina. Neysla íbúa í heilu landi segir þó ekki alla söguna.
Hún er oft meiri á ákveðnum svæðum, t.d. Wales, Aragon á Spáni, ijöllum Norður-Ítalíu og
Auverne í Frakklandi,en þessi svæði leggja til lömb og kjöt til verkefnisins.