Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 232
224
EFNI OG AÐFERÐIR
Gerdir lamha og framleidslukerfi
Hver þátttakandi lagði til fjórar gerðir lambakjöts. I fyrri hlutanum voru hefðbundnar gerðir
sem eru mikilvægar í hverju landi. í seinni hlutanum voru einnig tvær gerðir frá hverju landi,
nema Frakklandi. Alls þurfti 120 lömb af hverri gerð til að fá nógu mörg sýni til mælinga,
skynmats og neytendaprófa. I 2. töflu er lýst þeim gerðum sem voru í fyrri hlutanum. Mjög
mikill munur var á lömbunum. Tvær gerðir voru af mjólkurlömbum sem slátrað var innan við
sjö vikna gömlum. Fjórar gerðir eru á kjamfóðri, en þeim var slátrað frekar ungum eða 10-18
vikna gömlum. í kjamfóðrinu var bygg, maís, sojamjöl og stundum hveitiklíð og ávaxtahrat.
Fimm gerðir voru á grasi eða úthaga. Þeim var slátrað 18-50 vikna gömlum. Sjö gerðanna
voru hrútlömb. I tveimur gerðum voru geldingar og í þremur gerðum vom gimbrar. íslensku
lömbin voru venjuleg haustlömb, hrútar og gimbrar.
2. tafla. Gerðir lamba i fyrri hluta Evrópuverkefnis um lambakjöt.
Nr í vikum Merki Stofn Kyn Fóður Nánari Iýsing Aldur
1 GB-1 SuffolkxMule Ge Gras Rýgresi og hvítsmári. Gengur undir 18
2 GB-2 Welsh Mountain H Gras Gengu undir í 21 viku á úthaga og síðan 10 vikur á rýgresi 31
3 SP-1 Aragonesa H Kjam- fóður Gengu undir í 8 vikur og síðan maís/bygg/soja í 5 vikur (inni) 13
4 SP-2 Churra H Mjólk Gengu undir í 4 vikur 4
5 FR-1 Blanda (Texel, Ile de France, Suffolk) G Gras Gengu undir í 11 vikur á graslendi og síðan áffam á graslendi í 19 vikur 28
6 FR-2 Lacaune G Kjam- fóður Gengu undir í 4 vikur og síðan bygg, sítrushrat, hveiti, maís, soja 14
7 GR-1 Karaguniko H Mjólk Gengu undir í 7 vikur 7
8 GR-2 Karaguniko H Kjam- fóður Gengu undir í 7 vikur og svo bygg/soja/mais/hveitiklíð 18
9 IS-1 íslenski H Gras Gengu undir í 19 vikur á úthaga 19
10 IS-2 íslenski G Gras Gengu undir í 19 vikur á úthaga 19
n IT-1 Bergamasca Ge Gras Gengu undir í 14 vikur á úthaga/jurtaleifum síðan 36 vikur á úthaga/jurtaleifúm 51
12 IT-2 Appeninica H Kjam- fóður Gengu undir á nóttinni í 10 vikur og á mais/soja'hveitiklíði 10
Minni munur var á milli framleiðslukerfa í seinni hlutanum (3. tafla). Frakkamir voru
ekki með lömb í þessum hluta. Þá vom engin mjólkurlömb. Helmingur gerðanna var á kjam-
fóðri og hinn á grasi. Uppistaðan í kjamfóðrinu var bygg, maís og soja, en munur var á öðrum
þáttum eins og sykurrófum, mjólkurdufti og lúsemu. í grasflokknum er beitt á ræktað land,
oftast rýgresi og hvítsmára, eða blandaðan óræktaðan úthaga, eða innifóðrun með þurrkuðu
heyi. Meðalaldur lambanna við slátrun var 11-32 vikur. Yngsti lömbin (11-13 vikna) vom frá
Islandi, Spáni og Grikklandi. Þá komu 22-26 vikna lömb frá Bretlandi, Grikklandi og Ítalíu.
Elst voru 30-31. vikna gömul lömb frá íslandi og Bretlandi. í öllum gerðum em ógeltir
hrútar, nema að í SuffolkxMule gerðinni vom geldingar og að helmingurinn af íslensku
sumarlömbunum vom gimbrar.