Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 236
228
ræktarsambands Evrópu. Litur (L*, a*, b*) var mældur á yfirborði langa hryggvöðva eftir 1
klst frá skurði sneiðar í skrokknum. Það var einnig gert 24-36 tímum eftir slátrun. Önnur sýni
voru tekin á öðrum og þriðja degi frá slátrun. Sýnum til neytendaprófa, áferðamælinga og
skynmats var öllum pakkað í loftdregnar umbúðir og þau látin meyma í 6 daga við 2°C. Þá
voru þau fryst og geymd við -25°C. Öðrum sýnum var einnig pakkað í loftdregnar umbúðir,
en þau vom fryst um leið og búið var að ganga frá þeim. I 7. töflu er nákvæmari lýsing á
sýnatöku og skiptingu sýna á mismunandi hluta skrokksins. I töflunni er einnig sýnt hvert
sýnin voru send til mælinga.
Sams konar sýnataka var í hinum löndunum fimm. Skipst var á sýnum í Clermont-
Ferrand í Frakklandi. Sýnin vom flutt þangað frá hverju landi og þaðan vora síðan flutt til
baka sýni frá hinum löndunum.
Nákvœmari Lýsing á aðferdum
Nákvæmari lýsing á aðferðum er að fmna í næstu erindum þar sem gerð er grein fyrir
krufhingum og skrokkmálum (Stefán Sch. Thorsteinsson o.fl. 2000), skynmati og neytenda-
prófunum (Þyrí Valdimarsdóttir o.fl. 2000) og eðlis- og efnamælingum (Guðjón Þorkelsson
o.fl. 2000).
KYNNING OG BIRTING Á NIÐURSTÖÐUM
Verkefnið og niðurstöður þess hafa verið kynntar í öllum löndunum. Það hefur líka verið
kynnt á alþjóðlegum ráðstefnum um landbúnaðar- og kjötrannsóknir. Einnig hafa og munu
birtast greinar í alþjóðlegum vísindaritum um einstaka þætti verkefnisins. I heimildakaflanum
er m.a að finna þær alþjóðlegu greinar sem þegar hafa verið birtar.
ÞAKKIR
Evrópuverkefni um lambakjöt er eitt stærsta verkefni um framleiðslu og gæði lambakjöts sem unnið hefur verið
að í heiminum. Fjölmargir aðilar hafa komið beint og óbeint að íslenska hlutanum í þau fjögur ár sem það hefur
staðið. Framlag þeirra og aðstoð varð til þess að okkur tókst að ljúka öllum þeim skuldbindingum sem voru I
samningum við Evrópusambandið. Fyrir það viljum við þakka kærlega. Auk starfsfólks rannsóknastofhananna
eru það bændur á Gunnarsstöðum og Þóroddsstöðum, starfsfólk sláturhúsanna á Hvammstanga og Húsavík,
Landssamtök sauðQárbænda, yfirdýralæknir og starfsfólk hans, Erlendur Á. Garðarsson, embættismenn í land-
búnaðar- og fjármálaráðuneytum, starfsfólk Bændasamtaka íslands og Framleiðsluráðs og Ioks íslensku neytend-
urnir.
Þá viljum við þakka 4. rammaáætlun Evrópusambandsins, Framkvæmdanefnd búvörusamninga, Fram-
leiðnisjóði, Háskóla íslands og Tæknisjóði RANNÍS fyrir veittan fjárstuðning.
HEIMILDIR
Alfonso, M., Sanudo, C., Berge, P., Fisher, A., Zygoyiannis D., Thorkelsson G. & Piasantier, E. 1999. Influent-
ial factors in sheep quality, acceptability of specific designations. í: Proceedings of a Seminar "Production syst-
ems andproduct qualily". FAO-CIHEAM Network on Sheep and Goats- Subnetwork Production Systems.
Berge, P., Sanchez, A., Sebastian, I., Alfonso, M. & Sanudo, C. 1998. Lamb meat texture as influenced by ani-
mal age and collagen characteristics. í: Proceedings 44th ICoMST in Barcelona. Vol. I, 304-305.
Berge, P., Sanchez, A., Dransfield, E., Sebastian, I., Safiudo, C. & Bayle, M.C. 1999. Variations of meat com-
position and quality in different commercial lamb types. Posterproceedings of the 45th lCoMSTin Yokohama.
Dransfield, E., Nute, G., Alfonso, M. & Martin, J.F. 1999. Family ties in consumer testing of lamb. í: Pro-
ceedings of the 45th ICoMST in Yokohama. Vol II, 500-501.
Dransfield, E., Martin, J.F., Fisher, A., Nute, G.R., Zygiyiannis, D., Stamataris, C., Thorkelsson, G., Valdimars-
dottir, T., Piasantier, E., Mills, C., Sanudo, C. & Alfonsa, M. 2000. Household associations in home placement
tests. Journal ofSensoiy Studies, ( í prentun).
Fisher A & de Boer H., 1994. The EAAP standard method for sheep carcass asessment. Carcass measurements
and dissection procedures. Livestock Prod. Sci.: 38. 149-159