Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 239
231
RflÐJIMfiUTRFUNDUR 2303
Evrópuverkefni um lambakjöt
II- Skrokkmál og krufningar
Stefán Sch. Thorsteinsson1’
Guðjón Þorkelsson2)
°g
Óli Þór Hilmarsson1’
"Rannsóknarstofmin landbúnaóarins
2> Rannsóknarstofnnn fiskiónaóarins
Til verkefnisins voru keypt lömb ffá þremur bæjum. Þóroddsstöðum í Hrútafirði, Gunnars-
stöðum í Þistilfirði og frá Tilraunabúi Rala að Hesti í Borgarfirði, 160 talsins frá hverju búi
eða alls 480 lömb. Lömbunum var slátrað á þremur mismunandi sláturtímum, að hausti í
hefðbundinni sláturtíð 1997, að sumri í júlí og ágúst 1998 og loks að vetri í desember 1998 og
janúar 1999. í haust- og sumarslátruninni var slátrað jafn mörgum lömbum af báðum kynjum
frá hverjum bæ, en í vetrarslátruninni var eingöngu slátrað hrútlömbum. Lömbin voru ekki
sérstaklega valin að öðru leyti en því að þau væru heilbrigð og að þungi þeirra væri sem
næstur meðalþunga viðkomandi bús. Ein undantekning er þó frá þessu, þar sem í sumar-
slátruninni frá Hesti voru ekki önnur lömb tiltæk til slátrunar svo snemma, en undan
gemlingum sem fengið höfðu við kollóttum hrútum, sem alls ekki eru sambærilegir að vaxtar-
lagi og lambafeðumir í hinum slátrununum.
í verkefninu var tilskilið að eftirtalin skrokkmál væm tekin á hverju falli eftir 24 klst kæl-
ingu frá slátrun (skammstafanir notaðar í töflunum):
• Útvortismál;
• T = Lengd langleggs + köggla í hækli.
• CB = Ummál um augnkarla, miðað við effi brún hnéskelja.
• WB = Mesta vídd um augnkarla.
• TH = Mesta dýpt brjóstkassa.
• CL = Skrokklengd, mæld frá síðasta hálslið að fyrsta rófulið.
• Þverskurðarmál aftan við aftasta rif;
• A = Vídd (breidd) bakvöðva.
• B = Dýpt (þykkt) bakvöðva.
Auk þessara tilskildu mælinga vom íslensku lömbunum gefm stig fyrir hold í læmm og
ffamparti og jafnframt mæld fituþykkt á síðu (J) og ofan á bakvöðva (C).
Útvortis skrokkmál em ömggasti mælikvarðinn á vaxtarlag, en þar sem samband þeirra
við skrokkþungann er afar sterkt er nauðsynlegt, þegar um samanburð er að ræða, að hann sé
gerður við jafhan fallþunga.
Við uppgjör á skrokkmálunum var notuð fervikagreining og bæir og kyn tekin sem fastir
þættir og skrokkmálin leiðrétt með aðhvarfi mælinga á meðalfallþunga hverrar slátrunar fyrir sig.
Þessi leiðrétting innan slátrana var gerð vegna þess að lömbin í þessum þremur slátrunum em á
mjög ólíku þroskastigi og því meiningarlaust að leiðrétta málin að meðalfalli allra slátrananna.
Prófað var hvort marktækur munu væri á aðhvarfsstuðlum innan bæja og innan kynja í 1. og 2.
slátrun og reyndist svo ekki vera. Niðurstöður skrokkmælinga úr öllum slátrununum em sýndar í
1. töflu, ásamt gæðamatseinkunn á sama skala og notaður er hjá sauðfjárræktarfélögunum.