Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 243
235
sumarslátruninni og er eðlileg skýring sú að kynjamunar í vexti vöðva og fitu sé ekki farið að
gæta að neinu ráði á svo ungum aldri eins og áður er getið.
Umtalsverður munur er á vefjasamsetningu lambanna eftir sláturtíma og kemur hann
greinilegast fram, þegar samanburður er gerður á hrútlömbunum í slátrununum, þar sem
engum gimbrum var fargað í vetrarslátruninni. Augljóst er að hrútlömbin í vetrarslátruninni
eru til muna magrari en í hinum slátrununum, og má efalaust rekja það til þess að þeim er
fargað á fengitímanum, er kynhvötin er í hámarki, og því líklegast að lífsstarfsemin fari í
annað en holdasöfnun. Athyglivert er einnig hve miklar þroskabreytingar verða í framparti
hrútanna (sjá 4. töflu) frá haustslátrun til vetrarslátnmar, þar sem vöðvaprósentan eykst um
tæplega 4,5 stig á um tveggja mánaðar bili.
í 5. töflu er sýnd vefjasamsetning lamba þátttökulandanna eftir þungaflokkum og í 6.
töflu í hverjum skrokkhluta fyrir sig. Uppgjörið var gert á sama hátt og lýst er hér að framan
þ.e.a.s. hver vefur fyrir sig var leiðréttur með aðhvarfí innan kynja á meðaltal heildarþunga
úrbeinaðra vefja innan hvers þungaflokks og hlutdeildarprósentan síðan reiknuð á leiðréttum
þunga vefjanna.
Eins og að framan segir eru kynin afar ólík í vaxtarlagi og er óhætt að segja að vaxtar-
lagið (sjá 2. töflu) endurspegli vefjasamsetningu kynjanna. Hin háfættu Miðjarðarhafskyn
skera sig úr, nær undantekningarlaust, með hæstu beinaprósentuna og í flestum tilfellum eru
þau fituminnst. Aftur á móti er vöðvamagn þeirra nokkuð breytilegra, bæði í einstökum
stykkjum og í heild og því ekki eins einkennandi fýrir þessi kyn eins og beinin og fitan.
5. tafla. Hundraðshluti (%) vöðva, fitu- og beina eftir sauðfjárkynjum þátttökulanda og þungaflokkum.
Stofnar Land Kyn Aldur Fjöldi Úrbeinað kg Vöðvi Vefir, % Fita Bein
Þungaflokkur1
Aragonesa SP 1 H 90 10 4,671 61,02 20,00 17,11
Appeninica IT 2 H 70 10 5,077 56,23 17,27 21,77
Welsh Mountain GB 3 H 145 11 4,636 61,20 19.18 18,55
Merino SP 3 H 95 10 6,518 65,57 9.66 22,31
Manchego SP4 H 90 10 5,834 58,90 13,76 24,12
karagouniko GR3 H 168 10 6,193 63,14 10,70 23,85
Karagouniko GR4 H 84 10 5,094 56,61 21,62 19,86
íslenskur 1S 3 H/G 83 10 6,494 62,04 19,37 17,63
Meðaltal 103 81 5,559 60,59 16,44 20,65
Þungaflokkur 2
SuffolkxMule GB 1 GE 128 15 8,345 60,85 17,10 19,27
Welsh Mountain GB 2 H 223 11 7,130 56,51 25,87 15,36
Blandað fé FR 1 G 211 10 7,492 59,79 21,76 17,15
Lacaune FR 2 G 99 10 7.486 55,34 25,08 18,24
Karagouniko GR2 H 128 10 7,022 62,06 15,52 20,80
Islenskur IS 1 H 130 10 7,454 62,99 19,97 16,18
íslenskur IS 2 G 130 10 7,308 59,53 24,10 15,66
Meóaltal 150 76 7,515 59,59 21,34 17,52
Þungaflokkur 3
SuffoikxMule GB 4 G 214 10 9.438 59,58 22,49 16,58
íslenskur IS 4 H 211 10 7,970 64,49 19,58 14,96
Bergamasca IT 3 H 180 12 9,005 62,43 6,35 23.46
Bergamasca IT 4 H 150 10 9,598 60,25 10,89 20.75
Meóaltal 189 42 9,003 61,69 14,83 18,97
Flokkur 4, óleiðr. þungi
Churra SP 2 H 30 10 2.485 58,78 16,51 22,54
Karagouniko GR 1 H 50 10 3,830 55,45 17,55 27,74
Bergamasca IT 2 H 350 10 13,830 61.80 13,62 19,80