Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 246
238
1. tafla. Stutt lýsing á lömbum úr fyrri hluta (1-12) og seinni hluta (13-22) tilraunar. ítarlegri upplýsingar um
lömbin eru í erindunum hér á undan.
Lambs- númer Uppruni Stofn Kyn Aldur í vikum Flokkun lamba eftir fóðurgerð
i Bretland SuffolkxMule Geldingar 18 Gras
2 Bretland Welsh Mountain Hrútar 31 Gras
3 Spánn Rasa Aragonesa Hrútar 12 Kjamfóður
4 Spánn Churra Hrútar 4 Mjólk
5 Frakkland Texel Gimbrur 28 Gras
6 Frakkland Lacaune Gimbrar 14 Kjamfóður
7 Grikkland Karagouniko Hrútar 7 Mjólk
8 Grikkland Karagouniko Hrútar 18 Kjamfóður
9 ísland íslenskur Hrútar 19 Gras
10 ísland íslenskur Gimbrar 19 Gras
11 Ítalíu Bergamasca Geldingar 51 Gras/jurtaleifar
12 Ítalíu Appenninica Hrútar 10 Kjamfóður
13 Bretland Welsh Mountain Hrútar 21 Gras
14 Bretland Suffolk*Mule Geldingar 31 Kjamfóður
15 Spánn Merino Hrútar 13 Kjamfóður
16 Spánn Manchega Hrútar 13 Kjamfóður
17 Grikkland Karagouniko Geldingar 24 Gras
18 Grikkland Karagouniko Geldingar 12 Kjamfóður
19 Ísland íslenskur Hrútar/gimbrar 11 Gras
20 ísland íslenskur Hrútar 30 Gras
21 Ítalíu Bergamasca Hrútar 26 Gras/jurtaleifar
22 Ítalíu Bergamasca Hrútar 21 Kjamfóður
Skynmat
í hverju landi var notaður 10 manna þjálfaður skynmatshópur til að meta hryggvöðva af
lambakjöti. Á íslandi voru starfsmenn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins fengnir til að meta
kjötið, en flestir þeirra höfðu víðtæka reynslu í skynmati. Ellefu bragð- og áferðareiginleikar
kjötsins voru metnir, en kjötið var matreitt á sama hátt í öllum löndunum, þ.e. grillað í ofni
eða í samlokugrilli án krydds. Aðferð við matreiðslu og framsetningu kjötsins til dómara
hefur verið lýst áður (Þyrí Valdimarsdóttir o.fl. 1999). Dómaramir gáfu sýnunum einkunn á
óstikaða kvarðanum 0-100 fyrir lykt af fitu, aukalykt af fitu, lykt af kjöti, aukalykt af kjöti,
safa, meyrni, lambakjötsbragði, liffarbragði, þráabragði, fitubragði og mjólkurbragði og var 0
lægsta einkunn og 100 hæsta einkunn. Þar að auki var metinn einn bragðþáttur aukalega hjá
íslenska skynmatshópnum í fyrri hluta tilraunarinnar, þ.e. aukabragð af kjöti og í seinni hluta
voru þrír þættir aukalega metnir, þ.e. aukabragð af kjöti, súrt bragð og heildaráhrif. Sýnin
vom númemð með handahófskenndum númerum til að dómaramir höfðu enga vitneskju um
uppruna þeirra.
Neytendapróf
I hveiju landi vom fengnar 36 fjölskyldur með a.m.k. 3 einstaklingum til að taka þátt í
neytendaprófi. Bæði í fyrri og seinni hluta tilraunar tóku 124 islenskir neytendur á aldrinum
14 til 84 þátt í neytendakönnuninni. í fyrri hlutanum voru 57 karlmenn og 67 konur en í
seinna hlutanum 51 karlmaður og 71 kona. íslensku fjölskyldumar vora flestir starfsmenn
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Hafrannsóknastofnunar og Iðntæknistofnunar íslands og
var helmingur þeirra bæði í fyrri og seinni hluta tilraimar. Hver fjölskylda var beðin að mat-