Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 249
241
báðir íslensku lambahóparnir, hrútlömb (9) og gimbralömb (10) fengu hæstu einkunn fyrir
meyrni hjá öllum skynmatshópum (3. tafla). Þessi niðurstaða kom nokkuð á óvart því mörg
lömb í tilrauninni (lömb nr 1, 3, 4, 6, 7 og 12) voru yngri eða á svipuðum aldri og þau ís-
lensku við slátnm, en vitað er að aldur lambanna ræður miklu um mýkt kjötsins, þar sem
yngri lömb eru yfirleitt meyrari. Hér skal tekið fram að aðstæður fyrir og eftir slátrun voru
hafðar eins hjá öllum þátttakendum í verkefninu. Annað sem vakti athygli var að íslenska
kjötið var oft á tíðum metið þurrt miðað við annað kjöt og þá sérstaklega lamb nr 10, gimbur.
Þó var erfitt að finna kjöt sem allir skynmatshópamir voru sammála um að væri safaríkt, eins
og sjá má í 3. töflu. Sumt kjöt er að fá hæstu einkunn fyrir safa frá einum skynmatshópi á
sama tíma og það fær lægstu einkunn fyrir safa frá öðrum, dæmi lambahópar nr 2, 3, 4 og 11.
Gríska kjötið (8) var að oftast metið safaríkast af öllu kjöti. Lifrarbragð var sterkast í kjöti af
íslenskum lömbum, en báðir hópamir röðuðu sér í þrjú efstu sætin með mesta styrk lifrar-
bragðs, ásamt kjöti af öðmm lömbum sem höfðu verið fóðmð á grasi (1, 2 og 5). Aukalykt
var mest áberandi í kjöti af lömbum sem höfðu verið alin á úthaga með grasi (9, 10, 1,2 og
5). Minni aukalykt greindist í kjöti lamba sem fengu kjamfóður (6 og 12) og mjólk (4).
Islenskir neytendur
Niðurstöður skynmats með þjálfuðum skynmatsdómurum segja eingöngu til um styrkleika
bragðs og áferðar í lambakjöti, en ekki hvort að þeim finnst kjötið gott né vont. Það er því
erfitt að yfirfæra skvnmatsniðurstöður á smekk neytendanna fyrir kjötinu. Þó er hægt að gefa
sér það fyrirfram að sumir eiginleikar kjötsins lýsa kostum kjötsins, eins og t.d. meymi þar
sem hár styrkur er ákjósanlegur. Aftur á móti er smekkur fyrir lambakjötsbragði persónu-
bundinn þar sem sumir vilja bragðsterkt kjöt en aðrir bragðlítið. Einnig er mjög líklegt að
smekkur fólks milli landa sé mismunandi og því erfítt að draga mörkin fyrir því sem er gott
og vont. í þessu verkefni var því ákveðið að gera neytendakönnun í öllum löndum samhliða
skynmatinu til að tengja þær niðurstöður saman.
4. tafla. Meðaltalsgildi fyrir geðjun á lambakjöti metið af íslenskum neytendum. Lambasýni frá íslandi,
Bretlandi, Frakklandi, Spáni, Grikklandi og ítaliu úr fyrri hluta tilraunar.
Númer, fóðrun og uppruni iambanna
ísland Bretland Frakkland Spánn Grikkland Ítalía
Skynmats- eiginleikara') 9 g2) 10 G 1 G 2 G 5 G 6 k3) 3 K 4 m4) 7 M 8 K 11 G/JS) 12 K
Lvkt við matreiðslu 73ab 74ab 75ab 78a 69ab IT 73ab 66ab 61b 74ab 74ab IT
Bragð 71ab 67abc 7,ab 74ab 68abc 62c 55d 75a 65bc 75a
Meyrni 76ab 73b 71b 72b 70b <y»yab 77ab 81a 69b 75lb 54c 76ab
Safi 67abc ólhh 66abc 66abc 64bc 67abc 69abc 74a 60c 73“ 55d 'y^ab
Heildaráhrif 69ab 73,b 71ab 68ab 75ab 70ab 66bc 57“ IT 61cd IT
Bókstafirnir a,b,c,d gefatil kynna marktækan mun á meðaltölum innan hvers eiginleika (P<0,05).
1) Einkunnir fyrir matið: 0 finnst mjög vont og 100 fmnst mjög gott.
2) Lömb fóðruð á grasi. 3) Lömb fóðruð á kjamfóðri. 4) Lömb fóðruð á mjólk. 5) Lömb fóðruð á grasi og
jurtaleifum.
Niðurstöður úr íslensku neytendakönnuninni voru gerð upp með einþátta fervika-
greiningu þar sem gerð lamba var fastur þáttur. Aðeins sá sem eldaði kjötið úr hverri fjöl-
skyldu mat lyktina sem kom frá steikinni við matreiðslu og þegar meðaltöl fyrir lyktina eru
skoðuð kemur fram að kjöt frá Grikklandi (7) hafði marktækt verri lykt en kjöt ffá Bretlandi
(2), Frakklandi (6) og Ítalíu (12). Bragð var metið marktækt verst af kjöti mjólkurlambanna,
þ.e. frá Spáni (4) og Grikklandi (7) borið saman við kjöt frá íslandi (9), Bretlandi (1 og 2),