Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 250
242
Frakklandi (5 og 6), Grikklandi (8) og Ítalíu (12). Meymi var metin marktækt best af kjöti frá
Spáni (4) miðað við kjöt frá íslandi (10), Bretlandi (1 og 2), Frakklandi (5), Grikklandi (7) og
Ítalíu (11). Safí var metinn marktækt bestur í kjöti frá Spáni (4) og Grikklandi (8) borið
saman við kjöt frá íslandi (10), Frakklandi (5), Grikklandi (7) og Ítalíu (11). Að lokum voru
heildaráhrif metin marktækt verst af kjöti frá Grikklandi (7), en kjöt frá Spáni (4) og Ítalíu
(11) fylgdi fast þar á eftir. Samkvæmt þessum niðurstöður gera íslenskir neytendur ekki upp á
milli kjöts af lömbum sem höfðu verið fóðmð á kjamfóðri og grasi, en þeim fannst aftur á
móti kjöt af mjólkurlömbum síst, ásamt gömlum ítölsku lömbum (50 vikna). Bragðþáttur er
sá eiginleiki sem stjómar mest hvað neytendum fínnst, þ.e. heildaráhrif kjötsins, en samhengi
milli bragðs og heildaráhrifa var 0,95, sem er mjög hátt. Aftur á móti hefur góð meymi minna
að segja um heildarútkomu kjötsins, samanber spænska kjötið (4) sem fær gott fyrir meymi
en heildaráhrifin eru slæm. Til gamans má geta þess að íslenskir neytendur mátu kjöt af
báðum íslensku lambahópunum (9 og 10) álíka gott þar sem enginn marktækur munur var
milli þessara lambahópa.
Neytendur allra landa
í 5. töflu er mat neytenda allra landa á heildaráhrifum kjötsins í fyrri hluta tilraunarinnar.
Besta kjötið hefur tölugildið 1 og næst besta 2 og svo koll af kolli og lambið með lægstu ein-
kunn fyrir heildaráhrif kjöts fær 12. Með því að setja þessar niðurstöður svona fram er verið
að einfalda túlkunina sem mest, en aftur á móti verða niðurstöðumar ekki gerðar upp með
tölfræðilegum aðferðum. Það ber því að líta á þessa túlkun sem vísbendingu á niðurstöðum.
Niðurstöður neytendaprófsins sýna að spænskir, grískir og að nokkm leyti ítalskir neytendur
em oftast sammála og vilja frekar kjöt af lömbum alin á mjólk eða kjamfóðri heldur en á
grasi. Breskir neytendur vilja eins og íslenskir neytendur lömb alin á grasi eða kjamfóðri. En
franskir neytendur vilja sitt og hvað, en þeim líkar best við sín lömb. Spænskir, grískir og
ítalskir neytendur em allir hrifnastir af spænskum lömbum (3 og 4). Öllum neytendum
þessara landa líkar betur við islensku hrútlömbin (9) en gimbralömbin (10). Kjöt af grískum
lömbum (8), sem era 18 vikna gamlir hrútar af Karagouniko stofni fóðmð á kjamfóðri, kemur
að jafnaði best út hjá öllum þjóðum.
5. tafla. Röð lambasvna úr fyrri hluta tilraunar eftir minnkandi heildaráhrif frá neytendum allra landa. Tölu-
gildið segir til um sætaröð sýnis, þ.e. lægsta talan er sýnið sem lenti i fyrsta sæti fyrir heildaráhrif.
Númer, fóðrun og uppruni lambanna
ísland Bretland Frakkland Spánn Grikkland Ítalía
Neytendur 9 G0 10 G 1 G 2 G 5 G 6 k2) 3 K 4 m3) 7 M 8 K ii g/j4) 12 K
íslenskir 5 8 4 6 9 3 7 10 12 2 11 1
Breskir 4 8 6 5 1 3 9 11 12 2 10 7
Franskir 5 8 10 4 3 i 6 7 9 2 12 11
Spænskir 7 8 11 9 10 5 2 1 3 4 12 6
Grískir 8 11 10 9 7 6 i 2 5 4 12 3
Italskir 6 10 11 9 4 8 i 2 7 3 12 5
I) Lömb fóðruð á grasi. 2) Lömb fóðruð á kjamfóðri. 3) Lömb fóðruð á mjólk. 4) Lömb fóðruð á grasi og
jurtaleifum.
NIÐURSTÖÐUR ÚR SEINNIITLUTA TILRAUNAR
Skynmat hjá íslemkum skynmatsdómurum
Grísku lömbin (17 og 18) fengu meðal hæstu einkunn fyrir bæði aukalykt af fítu og kjöti. Kjöt
af 13 vikna, spænskum hrútum á kjamfóðri af Merino stofni (15) fengu marktæk hæstu