Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 252
244
síðan kjötið írá Bretlandi (13). Kjötið af íslensku hrútunum var metið sem fjórða meyrast hjá
spænskum og ítölskum skynmatsdómurum. Seigasta kjötið var af ítölskum hrútum af Berga-
masca stofni (21 og 22). Safaríkasta kjötið var af spænsku Merino lömbunum (14), en það
fékk hæstu einkunn í safa frá Frökkum, Spánverjum og ítölum. Þurrasta kjötið var af ítölskum
hrútum (21) og einnig fékk íslenska kjötið frekar lága einkunn íyrir safa. Reyndar var kjötið
af lömbum sem höfðu grasbeit heldur þurrara en önnur lömb sem voru alin á kjamfóðri og
mjólk. Lifrarbragð var hátt í íslensku kjöti (19 og 20) og bresku kjöti (13 og 14). Lítið eða
ekkert lifrarbragðið fannst í gríska kjötinu (18). Aukalykt af kjöti var mest í grisku kjöti (17),
en þar gáfu 3 skynmatshópar því kjöti hæstu einkunn fyrir aukalykt. ítalskt (21 og 22) og
breskt kjöt (14) fékk frekar háa einkunn fyrir aukalykt af nokkrum skynmatshópum. íslenska
hrútakjötið (20) var einnig gefið háa einkunn miðað við kjöt af íslensku sumarlömbunum
(19). Annars voru skynmatshópamir ekki ýkja sammála um hvaða kjöt hefði mesta aukalykt
eða ekki, því sjá má að sýni fá bæði hæstu og lægstu einkunn.
7. tafla. Röð lambasýna úr seinni hluta tilraunar eftir minnkandi meymi, safa, iifrarbragð og aukalykt af kjöti ffá
skynmatsdómurum allra landa, nema Islands. Tölugildið segir tii um sætaröð sýnis, þ.e. iægsta talan er það sýni
sem fékk hæstu einkunn fyrir meymi, safa, lifrarbragð eða aukalykt af kjöti.
Númer, fóðrun og uppmni lambanna
ísland Bretland Spánn Grikkland Ítalía
Skynmats- dómarar 19 G° 20 G 13 G 14 k2) 15 K 16 K 17 G 18 K 21 g/j3) 22 K
Meymi
Breskir 3 6 2 7 1 5 4 8 10 9
Franskir 2 7 3 6 1 8 5 4 10 9
Spænskir 2 4 3 8 1 6 7 5 10 9
Grískir 2 5 3 7 1 6 8 4 10 9
Italskir 2 4 3 8 1 6 8 5 10 9
Safi
Breskir 9 8 i 6 2 7 5 4 10 3
Franskir 4 9 10 3 i 7 6 2 8 5
Spænskir 10 8 7 5 i 2 4 3 9 6
Grískir 7 9 3 6 i 5 4 2 10 8
ítalskir 9 7 8 10 5 6 4 2 3 1
Lifrarbragð
Breskir 1 2 3 5 4 8 7 10 9 6
Franskir 2 1 3 4 7 9 8 10 5 6
Spænskir 3 2 4 1 6 10 7 9 5 8
Grískir i 2 4 3 5 8 9 10 6 7
ítalskir 4 2 3 i 7 9 6 10 5 8
Aukalykt af kjöti
Breskir 10 7 9 8 5 3 1 4 6 2
Franskir 6 2 8 7 5 3 9 10 1 4
Spænskir 6 4 2 9 10 8 1 7 3 5
Grískir 9 6 1 4 7 10 5 3 8 2
ítalskir 4 3 2 6 10 9 1 7 5 8
1) Lömb fóðruð á grasi. 2) Lömb fóðruð á kjamfóðri. 3) Lömb fóðruð á grasi og jurtaleifúm.
Islenskir neytendur
Heildaráhrif vom marktækt best af kjöti frá íslandi (19 og 20), Bretlandi (13), Spáni (15) og
Grikklandi (18) miðað við kjöt frá Grikklandi (17) og Ítalíu (21 og 22). Hér eins og í fyrra
neytendaprófmu var samhengi (r2) milli bragðs og heildaráhrifa mjög hátt, eða 0,94. Neytend-
urnir sem matreiddu kjötið fundu engan mun á þeim 10 lambahópum þegar lyktin var metin.
Kjöt frá Bretlandi (13) var metið marktækt best á bragðið miðað við kjötið frá Grikklandi (17)