Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 261
253
kollageni. íslensku gimbrarlömbin (IS 2), sem voru jafngömul hrútlömbunum (IS 1), höfðu
mun lægra magna af leysanlegu kollageni.
Fita og fitusýmr
Fita i vöðva var frá 1,5-3,5%. Hún var minnst í ungu lömbunum frá Spáni og Ítalíu og mest í
elstu graslömbunum. Vöðvamir í íslensku haustgimbrunum voru með háa fitu, haust- og
vetrarhrútamir voru með meðalfitu, en sumarlömbin frekar litla fitu.
Fitusýrur voru mældar í vöðvum lambanna með gasskilju. Eingöngu verða birtar niður-
stöður úr fyrri hluta verkefnisins, því seinni hlutanum er enn ólokið. Fitusýrur vora mældar
bæði í fosfólípíðum, sem finnast í himnum vöðvafrumna, og í þríglýseríðum, sem eru í fitu-
forða vöðvans. Þegar niðurstöður eru túlkaðar þarf að hafa í huga að heildarmagn fitu í
vöðvum var einungis 1,5-3,5%. Fosfólípíðarnir era einungis um 1,0% afþyngd vöðvans og er
það hlutfall mjög stöðugt milli lamba. Forðafitan er mismunurinn á heildarfitu vöðvans og
fitu í fosfólípíðum og það getur verið breytilegt milli lamba. Þegar prósenta fosfólípíða er
reiknuð út er það af frekar lítilli fitu. Niðurstöður sýna að fóðurmeðferð og hugsanlega lofts-
lag höfðu áhrif á hlutfall omega-3 fitusýra, bæði í þríglyseríðum og fosfólípíðum. Það var
hæst í graslömbunum og virtist hækka eftír því sem norðar dró eða loftslagið varð kaldara.
Hlutfall omega-3 fitusýra í íslensku lömbunum var 16% í fosfólípíðum og 1,6% í þríglyser-
íðum, þ.e. hæsta hlutfallið í forðafitu allra lambanna í tilrauninni, en samt sem áður í frekar
litlu magni. Magn mismunandi omega-3 fitusýra í fosfólípíðum er sýnt í 6. mynd.
GGGGMKGELMKKK
IS2 Œ1 IS1 GB2 E2 IT2 FR1 IT1 GR1 FR2 ES1 G32
6. mynd. Magn omega-3-fitusýra í fosfólípíðum lamba úr fyrri hluta tilraunar.
Mest er af fitusýrunni C18:3n-3 (línólensýra), en hún er upprannin úr grasi. Svokallaðar
sjávarfangsfitusýrur (C20:5n-3, C22:5n-3 og C22:6n-3) eru einnig til staðar í öllum sýnum,
en.í meira magni í kjöti af graslömbum í köldu loftslagi en öðram lömbum. Þær virðast því
myndast úr C18:3n-3, en ekki koma úr sjávarfangi. Þær eru ekki bundnar við íslenskar að-
stæður heldur finnast þær í öllum lömbum. Þegar omega-3 fitusýrur í fosfólípíðum era bomar
saman við omega-3 fitusýrar í þríglyseríðum kemur í ljós að nánast ekkert er af sjávarfangs-
fitusýranum í þríglýseríðum heldur nær eingöngu um línólensýru (18:3n-3) að ræða og hún er
mest í graslömbunum. Það er einnig munur í magni transfitusýra, en þar virðist fóður hafa
áhrif. Minnst er í mjólkurlömbunum, en mest er í elstu graslömbunum og kjarnfóður-
lömbunum. Hlutfallið af transfitusýrum í þríglyseríðum er 1,0-11%. I kjöti íslensku lambanna
var hlutfallið 4%, eða mjög svipað og í TRANSFAIR-verkefninu (Aro o.fl. 1998).