Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 264
256
vélum og tækjum, landi og ómetnum íiramkvæmdum. Á móti kemur minnkuð bókfærð eign í
útihúsum, hlunnindum og framleiðslurétti.
Heildarskuldir búanna aukast að meðaltali um 803.000 krónur á tímabilinu, eða úr
2.337.000 kr í 3.140.000 kr. Hækkunin nemur 34,4%. Skuldir skiptast nánast til helminga á
milli langtíma- og skammtímaskulda. Metnar sem hlutfall af búgreinatekjum hækka skuldir
búanna úr 81% (1994) í 108% (1998).
Höfuðstóll var 4.792.000 kr við upphaf tímabils (1994), en 4.039.0000 kr við lok þess
(1998). Rýmun hans nemur 753.000 kr, eða 15,7%.
Veltufjárhlutfall rýmar á tímabilinu úr 0,85 (1994) í 0,53 (1998), eða um 0,32. Þá rýmar
eiginijárhlutfall úr 0,67 (1994) í 0,56 (1998), eða um 0,11.
NIÐURSTAÐA
Það er einkum á þrennan hátt sem búin halda uppi tekjum á tímabilinu:
1. Með auknum umsvifum (þ.e. fjölgun vetrarfóðraðra kinda).
2. Með auknu tekjuvægi annarra búgreina.
3. Með því að efla þátt annarra tekna (einkum 1998). Veruleg hækkun annarra tekna skiptir miklu
um afkomu ársins 1998 (sem var lakari en ella vegna verðfalls á gærum).
Sumpart má segja að fram komi að aðhalds hafi verið gætt í rekstrinum. Það kemur m.a.
fram í breytilegum kostnaði sem skilar sér í óbreyttu framlegðarstigi í lok tímabils. Á sama
hátt eru teknar rekstrarlegar ákvarðanir sem skila söluhagnaði til búsins. Hins vegar vakna
spumingar hvað varðar fjárfestingar, aukningu skulda (34%) og aukna vaxtabyrði (34%), sem
valda rýmun höfuðstóls og rýmun eiginfjárhlutfalls.
Rekstrar- og efnahagsyfirlit tímabilsins sýna að það hallar smám saman undan fæti hjá
búunum. Þau þurfa meira fé til rek.strarins en tekjur af reglulegri starfsemi leyfa. Meðal
annars þess vegna aukast skuldir, vaxtabyrðar og hæfni búanna til þess að skila viðunandi
rekstrarafgangi.