Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 267
259
FiRÐUNflUTflfUMDUR 2000
Tilraunir með að snemmrýja ungar ær að hausti
Sveinn Hallgrímsson
Sigbjörn Oli Sævarsson
°g _
Helgi Bjöm Olafsson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
FORMÁLI
Eítir ábendingu frá Guðmundi Steinari Björgmundssyni, bónda á Kirkjubóli í Valþjófsdal í
Önundarfirði, varð að ráði að skipuleggja tilraun með að rýja ær snemma að hausti. Hug-
myndin var sú að rýja það snemma að hægt væri að setja æmar út afhir til að spara fóður.
Jafnframt var hugsunin hjá Guðmundi Steinari sú að létta vinnuálagi af rúningstímanum sem
oftast er í síðari hluta nóvember. í þriðja lagi var hugsunin sú að létta þeirri pressu sem er á
bóndanum að ná að rýja allar æmar áður en ullin skemmist af húsvist. Oít hefur bóndinn mjög
skamman tíma til að rýja æmar ef veður versna og taka þarf æmar inn snögglega.
SKIPULAG OG R.4NNSÓKNARAÐFERÐIR
Haustið 1995 var ákveðið að hefja tilraunina. Vora þá teknar frá 76 ær, 40 tveggja vetra og 36
þriggja vetra ær. Þeim var skipt í tvo jafha hópa eftir aldri, þunga, faðemi og holdastigi.
Annar hópurinn, innihópurinn, var rúinn hinn 5. október, en hinn um leið og æmar vora al-
mennt teknar á hús og rúnar, eða 15. nóvember. Upphaflega var áætlað að rýja snemmrúnu
æmar um 20. september eða strax eftir fýrstu slátran. Tími er þá oft knappur hjá bóndanum
og einnig reyndist þelvöxtur varla nægur til að ullin gæti talist fyrsta flokks ull. Fyrstu dagana
eftir rúning var kalt í veðri og var því tjaldað yfir króna og ánum gefið rúlluhey eins og þær
gátu í sig látið. Tekin vora sýni úr heyi og moði og þau efnagreind. Eftir 2 daga, eða 7. októ-
ber, var ánum hleypt út, enda hafði þá hlýnað og vora þær á beit í 15 mínútur á 3. degi og í 4
klst á dag á 7. degi. Frá þeim degi ákvarðaðist lengd daglegs beitartíma af veðri og hitastigi.
Á 13. degi vora dyr á fjárhúsi opnaðar og ánum leyft að rápa út og inn eftir geðþótta. Aðstaða
til að láta æmar liggja við opið er hins vegar ekki ákjósanleg á Hvanneyri, aðeins aðgangur að
túnhólfi rétt við fjárhús, en ekki aðgangur að úthaga. Ánum var haldið til beitar þar til hinn
hópurinn var tekinn á hús. Ullin var vigtuð og hún metin af ullarmatsmanni við móttöku.
Hinn hópurinn, útihópurinn, var hafður á beit með öðram ám „suður í landi“, en tekinn á
hús á venjulegum tíma, sem í þessu tilfelli reyndist vera 15. nóvember 1995. Sá hópur var
meðhöndlaður á sama hátt og innihópurinn, nema að honum var ekki beitt eftir rúning. Eftir
þetta fengu báðir hópar sömu meðferð. Hugsanlegt hefði verið að hafa snemmrúnu æmar á
beit lengur, en það var ekki gert, m.a. vegna aðstæðna á Hvanneyri. Það ætti að vera hægt og
er raunar forsenda þess að þetta fyrirkomulag þjóni tilgangi sínum. Snoðið var klippt 6. mars
1996.
Haustið 1998 var tilraunin endurtekin eftir sama tilraunaplani að öðra leyti en því að
bæði snemmrúnu ánum og þeim síðrúnu var skipt í undirhópa til að mæla fóðurapptöku og
breytileika í fóðurapptöku. Snemmrúnu æmar vora rúnar 1. október. Frá þeim tíma þar til
síðrúnu ærnar voru teknar inn og rúnar 12. nóvember 1998 vora þær hafðar í Grásteinsmýri,
svo hægt væri að reka þær heim og vigta þær. Snoð var rúið 10.-16. mars. Teknar voru