Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 272
264
7. mynd. Fæðingarþungi lamba 1996.
6,00
5,00 4 00 j ’S'ÍTTjiLLÍLlÍÍ' fízHiTí
T FT T |„V"
% T ;• ó 1 :T n íj F.V: ;| □ Einlembingar
.iiTífu'. g Tvílembingar
2,00 □ Þrílembingar
1,00 | 1 ; : : ■! 1.m ■
awi in§ :
0,00 Sm— """
2. \etra 2. \etra 3. \etra 3. \etra
snemmrúðar síðrúðar snemmrúðar síðrúðar
8. mynd. Fæðingarþungi lamba 1999.
UMRÆÐUR
Meginmarkmið þessarar tilraunar var, eins og kemur fram í formála, að kanna áhrif rúnings
snemma að hausti, til að koma á vinnuhagræðingu og til að geta náð ull óskemmdri af húsvist.
Jafnframt að kanna hugsanlega fóðureyðslu umfram rúning á venjulegum rúningstíma að
hausti. Líta verður á skipulag og tilhögun árið 1995-1996 fremur sem athugun en tilraun, þar
sem fyrst og fremst var verið að kanna viðbrögð nýrúinna áa við útiveru og beit. Segja má að
nýrúnar ærnar hafi sýnt og sannað að það tekur þær ótrúlega skamman tíma, á þessum árs-
tíma, að fá á sig ull sem nægir til að halda á þeim hita. Annað sem vekur athygli er að ullar-
vöxtur, g á dag, frá haustrúningi fram að vetrarrúningi, er mun meiri hjá snemmrúnu ánum en
hjá síðrúnu ánum, samanber efdrfarandi tölur:
Snemmrúnar: 1995 vöxtur 9,4 g/dag; 1998 vöxtur 8,3 g/dag
Síðrúnar: 1995 vöxtur 4,3 g/dag; 1998 vöxtur 4,9 g/dag
Hér er um verulegan mun að ræða. Hugsanlega er hér um að ræða áhrif betra fóðurs hjá
snemmrúnu ánum, en gæti líka verið að um sé að ræða að vöxtur þels örvist og vaxi „tvisvar“.
Bent hefur verið á að þelið hjá íslensku fé virðist vaxa mjög mikið ffá miðjum september til
miðs októbers. Þetta hefur komið fram í gögnum um feldfé sem skoðað hefur verið um
miðjan september og aftur um 10.-15. október (Sveinn Hallgrímsson 1983). í ritgerð um ull