Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 277
269
1. tafla. Grunnflokkar kindakjöts í Noregi.
Grunnflokkur Nánari lýsing.
Ung sau 12-30 mánaða. Ær með lambaeinkenni. Geldingar I mánuði frá geldingu. Á fengitima ffá 1. nóv. -31. mars flokkast ungir hrútar sem „vVær“. Geta flokkast sem „ungsau'1 eftir 31. mars. Ekkert óbragð og -lykt. Engin brún flta
Sau Ær eldri en 12 mánaða með æreinkenni
Dielam Bæði kyn, yngri en 5 mánaða. Með ljósan lit af lömbum hafa haft aðgang að mjólk, kjam- fóðri og/eða beitargrasi
Lam Seint borin lömb yngri en 7 mánaða og seinþroska lömb með lambaeinkenni. Gimbrar yngri en 12 mánaða. Hrútar almennt fyrir 1. nóv. Með sem minnstum unghrútaeinkennum og engri ólykt og bragði. Hrútar flokkaðir sem lömb eftir 1. nóv. ef einkenni eru í lágmarki.
Vær Hrútar með greinieg einkenni þar sem hætta er á hrútabragði. Ungir og gamlir hrútar með brúna fitu. 7 mánaða og eldri. Viðmiðun 1. nóvember á 1.-3. ári frá fæðingu. Allir hrútar eftir 3. ár frá fæðingu
Úr gæöahandbók Norska yfirkjötmatsins ffá Norsk Kjött 1996.
í Noregi er hrútadagurinn 1. nóvember, en hann er sveigjanlegur. Fram að 12 mánaða
aldri eru hrútlömb með lítil hrútaeinkenni enn flokkuð sem lömb. Svo er aukaflokkur fyrir
sérstaklega fóðruð lömb sem eru yngri en fimm mánaða, sem er áhugavert í ljósi niðurstaðna í
Evrópuverkefninu um lambakjöt.
Þótt margt bendi til þess að leggja eigi hrútadaginn niður þá eru líka rök fyrir því að tak-
marka slátrun hrútlamba yfir fengitímann, vegna þess að lömbin leggja af, þau flokkast illa og
hættan á óþrifum og streitu vex. En á meðan bændur og sláturleyfishafar eru enn að ná tökum
á vetrarslátrun og gæðastýringu sem henni tengist er rétt að vera með mjög ákveðnar tak-
markanir. Því er mjög eðlilegt að taka upp norsku reglumar. Miða skal almennt við 1. nóv-
ember til að gefa bændum og sláturleyfishöfum meira svigrúm í skipulagningu og dreifmgu
haustslátrunar. Þá mætti vera með sveigjanleika eftir 1. nóvember, en harðar fellingar fyrir
hrútaeinkenni, lömb i greinilegri og mikilli aflögn og grútskítug lömb, svo aðeins komi til
slátmnar hrútlömb sem eru jafnhæf til slátrunar og gimbrarlömb.
HEIMILDIR
Þyrí Valdimarsdóttir & Guðjón Þorkelsson 1996. Bragðgæði í iambakjöti. í: Rádunautafundur 1996, 194-205.
Þyrí Valdimarsdóttir, Stefán Sch. Thorsteinsson, Rósa Jónsdóttir & Guðjón Þorkelsson 1999. Skynmat á kjöti af
haustfóðruðum hrútlömbum og geldingum. í: Ráóunautafundur 1999, 121-130.
Guðjón Þorkelsson, Stefán Sch. Thorsteinsson & Þyrí Valdimarsdóttir 2000. Evrópuverkefni um lambakjöt. I -
Framleiðslukerfi, neytendur, sýnataka, mælingar. í: Ráðunautafundur 2000, (í þessu riti).
Þyrí Valdimarsdóttir, Sofía Jóhannsdóttir, Óli Þór Hilmarsson & Guðjón Þorkelsson 2000. Evrópuverkefni um
lambakjöt. III - Skynmat og viðhorf neytenda. í: Ráöunautafundur 2000, (í þessu riti).