Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 282
274
RRÐUNflUTRFUNDUR 2C00
Nýjungar í hefðbundinni mjaltatækni
SnoiTÍ Sigurðsson
Lcmdssambandi kúabœnda
INNGANGUR
Á komandi árum munu kröíur umhverfísins um bætt mjólkurgæði og aukna velferð dýranna ýta
íslenskum bændum lengra í átt að endumýjun tækja og ekki síst aukna tæknivæðingu við
mjaltir, sem þýðir í raun léttari vinnu, staðlaðari vinnubrögð og þ.a.l. minni hættu á mistökum.
Aukin áhersla á sjálfvirkni við mjaltir og undirbúning þeirra er nokkuð sem allir fram-
leiðendur mjaltatækja vinna að um þessar mundir. Þrátt fyrir að allir stærstu mjaltatækja-
framleiðendumir leggi mikla áherslu á alsjálfvirkar mjaltir, er einnig nokkur þróun í hefð-
bundnum mjaltatækjum og umhverfí slíkra mjalta. Þaimig eru langflestir framleiðendur að
vinna að heildarlausnum fyrir mjólkurframleiðandann, þ.e. bóndinn getur keypt á einum stað
allt sem hann þarf sem tengja má mjöltum. Hér á eftir verður farið yfir þær helstu nýjungar
sem era á markaði í dag.
TÖLVUKERFI
Síðustu misseri virðist mest áhersla vera lögð á heildarkerfí, þ.e. mjaltatækjaffamleiðandinn
býður bóndanum upp á sjálfvirka skráningu á sem mestu er varðar kýmar. Tölvukerfið byggir
þá á því að hver kýr hefur einstaklingsmerki sem tölvan greinir. Kerfí sem þessi, sem láta
bóndann jafnvel vita hvenær kýrin'er yxna, fást í ótal útgáfum - en eru meira eða minna eins.
INNRÉTTINGAR
Hvað varðar ytri umgjörð mjalta eru helstu breytingarnar þær að nú bjóða flest fyrirtæki upp á
„forflokkunarklefa". Þetta er klefí sem les af einstaklingsmerki kýrinnar og ákveður tölvan
hvort mjólka skuli viðkomandi grip eða ekki. Ef ekki á að mjólka kúna þá er hún send beint
framhjá biðsvæði. Þetta sparar tíma og eykur nýtingu viimuafls þar með.
Framboð á smalagrindum (sjálfvirkar) er einnig að stóraukast, en þá þarf sá er mjólkar
varla upp úr gryfju til að sækja kýrnar. Grindur þessar era bæði til úr jámi, plast/trefja
strimlum og úr „rafgirðingavíram“.
Hækkanlegt gólf er einnig nokkuð sem fyrirtæki N-Evrópu hafa sett á markað, en slíkt
hefur ekki verið boðið upp á annarsstaðar. Stillanlegt gólf er í dag á okkar slóðum talið til
grandvallaratriða við uppbyggingu á starfsumhverfi, enda álag á herðar og axlir mikið ef gólf-
hæðin er röng.
Undanfarið hefur verið sókn í notkun á hraðmjaltabásum, en þá era kýmar mjólkaðar
aftanfrá og ganga úr básnum beint til hliðar. Nokkuð hefur verið byggt af upphækkuðum
mjaltabásum í Danmörku síðastliðin misseri, en slíkir básar búa mjaltamanninum mun betri
vinnuaðstöðu, þar sem hann gengur sléttu gólfi frá gryfju og inn í skrifstofu/mjólkurhús. Þetta
krefst meira pláss í fjósi þar sem nota þarf tvo ganga frá mjaltabásnum. Afköst í þessum
básum eru oftast miðuð við að einn maður sinni 16 tækjum (u.þ.b. 100 kýr á hvem mann á
klst). Til gamans má geta þess að sumarið 1999 mældust mestu afköst í mjaltakerfi í
heiminum, 450 kýr á klst. fyrir tvo menn. Þessi gríðarlegu afköst vora mæld í Milka-Ware
hringmjaltabás, sem tekur 108 kýr.