Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 286
278
flHBUIVRUTRfUNDUR 20GR
Niðurfelling búfjáráburðar með DGI-tækni
Grétai' Einarsson
°g
Lárus Pétursson
Rannsóknastofnun landbúnaóarins. bútœknideild
TILDRÖG
Ýmsar ástæður eru íyrir því að umrædd tækni var tekin til sérstakrar skoðunar hjá bútækni-
deild RALA á undafömum tveimur árum. Fyrst er til að taka að meðhöndlun og meðferð bú-
ijáráburðar hefur breyst mjög mikið á umliðnum áratugum. Breytt framleiðslutækni við bú-
skapinn hefur leitt til þess að búfjáráburðurinn er einsleitari gagnvart geymslu og með-
höndlun. Ástæður fyrir þeirri framvindu eru af ýmsum toga. Má þar nefna að þróunin hefur
verið yfir í stærri rekstrareiningar og notað er kjammeira fóður, en það leiðir oft til að þurr-
efnisinnihald áburðarins er minna en áður var. Samtímis þessu hefur verið leitast við að hag-
ræða við reksturinn, reisa byggingamar með öðmm hætti og gjaman í þá vem að nota megi
sameiginlegan geymslustað og tækni fyrir allan búíjáráburð. Má í því sambandi nefna notkun
opinna geymslutanka í þeirri viðleitni að draga úr tilkostnaði.
í annan stað er víða erlendis lagt mikið kapp á að þróa tækni sem nýtir lífrænan úrgang
sem best, hvort sem það er búfjárburður, úrgangur frá heimilishaldi eða iðnaði. Lögð hefur
verið mikil vinna í að þróa tækni sem byggir á þeirri hugsun að framleiðslukerfin (búin) séu
sem mest lokaðar einingar. Það er gert til að draga sem kostur er úr mengun umhverfisins,
leggja áherslu á sjálfbæra framleiðslu og jafhframt draga sem kostur er úr óþægindum sem
fólk í næsta nágrenni við reksturinn verður fyrir, t.d. lyktarmengun. Með þessi viðhorf að
leiðarljósi hefúr DGI-tæknin verið í þróun í Noregi síðastliðinn áratug.
í þriðja lagi má bæta við að almenn reynsla og tilraunir hafa í flestum tilvikum sýnt að
rétt nýting búfjárburðar hefur ræktunarlega séð bætandi áhrif á jarðveginn. Eldri niður-
fellingartækni hefur á hinn bóginn ekki þótt sérlega aðgengileg, hvorki hvað snertir vinnslu,
afköst eða kostnað.
TÆKJABÚNAÐURINN - „DGI“
Tækjabúnaðurinn er hannaður af norska fyrirtækinu MOI, A/S í samvinnu við Landbúnaðar-
háskólann að Asi í Noregi og hefúr hann verið í þróun í nær áratug. Aðferðin byggir á að með
háþrýstingi og þar til gerðum dreifíbúnaði er áburðinum komið niður í 5-10 cm jarðvegsdýpt
án þess að rista upp svörðinn, DIRECT GROUND INJECTION, skammstafað „DGI“. Helstu
hlutar búnaðarins eru stáltankur með burðargrind sem hvílir á 2 gúmmíhjólum og mykjudæla
sem fest er á dráttarbeislið og er drifm með drifskafti frá aflúttaki dráttarvélar. Auk þess er á
tanknum aftanverðum tæki til niðurfellingar á búfjárburði, en það er tengt við burðargrind
tanksins með hraðtengi líkt og á þrítengibúnaði dráttarvéla. Tankurinn er af hefðbundinni
gerð. Ofan á honum aftanverðum er op með loki sem er stjómað af handafli framan á
tanknum við áfyllingu. Niðurfellingarbúnaðurinn samanstendur af fjómm niðurfellingar-
einingum eða sleðum. Á hverjum sleða em fimm niðurfellingargöt 12 mm í þvermál. Hver
sleði er festur á 100 mm og 150 mm prófílramma sem er þvert á ökustefnu tækisins, en þeir
eru liðtengdir þannig að þeim má lyfta upp með vökvatjökkum. Þeir fá þá lóðrétta stöðu í