Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 287
279
flutningi. Barkinn írá mykjudælunni er tengdur inn á holrými prófilanna og flyst mykjan
þannig að niðurfellingargötunum. Undir hverju gati eru 10 mm þykkir meiðar sem nema við
yfirborð jarðvegs í vinnslu. Búnaðurinn byggir á því að með háþrýstidælu, sem gefur 5-10
bör (1 bar = 1,00x10' Pa) er mykjunni þrýst um sérstaka stúta sem eru við yfirborð svarðarins
með um 30 cm bili. Mykjan fer í 5-10 cm dýpt í slögum með reglulegu millibili. Við al-
gengan ökuhraða eru oft um 10 cm á milli slaga. Þannig smýgur mykjan niður í svörðinn og
myndar þar eins konar „vasa“ án þess að skaða umtalsvert rótarkerfí planmanna. Vinnslu-
breidd tækisins er 6 m, en einnig fáanlegt með 3 m breidd.
Vökvakerfi
Vökvaúttök frá dráttarvél þurfa að vera að minnsta kosti fimm, þar af tvö bakrennsli. Eitt
þjónar lyftibúnaðinum á þrítenginu aftan á tanknum og annað til að lyfta niðurfellingar-
sleðunum upp í og úr flutningsstöðu. í kerfið eru innbyggðar þrengingar, þannig að niður-
fellingarsleðamir falla ekki mjög hratt niður. Þriðja settið sér um að veita nægilegu vökva-
streymi með þrýstingi til vökvamótorana á sleðunum. Mótoramir em samtengdir og hver
þeirra snýr fimm hnífúm sem hreinsa ffá opunum, t.d. heyrusl og því um líkt. Jafnframt loka
þeir fyrir opin með jöfnu millibili þannig að niðurfellingin verður í „slögum“ eða með
„púlsum“ sem áður var um getið. Allar dráttarvélar sem á annað borð ráða við að snúa mykju-
dælunni munu hafa nægilega afkastamikið vökvakerfi til að knýja mótorana.
Hleósla
Hleðslan og útakstur má segja að geti farið fram með tvennum hætti. Dæla má beint á
geymslustað áburðarins í tankinn, en afkastageta niðurfellingatækisins verður þá fremur lítil,
einkum ef langt er á völl. Ef tækið er í sameign eða rekið af verktaka getur komið til álita að
flytja áburðinn að tækinu með öðrum flutningatækjum. Það virðist álitlegt ef flytja þarf
áburðinn lengri leiðir til að ná betri nýtingu á niðurfellingarbúnaðinn. Einnig ef fella á niður
áburð á uppgræðslusvæðum.
Losun - nidurfelling
Við niðurfellingu áburðarins þarf að gæta þess að sleðamir hvíli af fúllum þunga á jarð-
veginum, þ.e. að vökvakerfið beri ekki að nokkru þunga sleðanna uppi. Ella er hætta á að
hluti áburðarins verði á yfirborðinu. Mykjudælan er látin vinna upp þann þrýsting sem óskað
er eftir, en getur hann þó takmarkast verulega af afli dráttarvélar. Dýpt niðurfellingarinnar
ræðst bæði af þrýstingnum og þéttleika jarðvegsins. Gerðar vom athuganir á niðurfellingar-
dýpt á fremur þéttu mýrartúni sem var nokkuð snarrótarblandað. Mykjan var vatnsblönduð
með 5-6% þurrefni. Snið sem tekin vom í jarðveginum sýndu að mykjan fór niður á um 3^4
crn dýpt miðað við að þrýstingur frá dælu væri um 5 bör, en notuð var 75 kW (100 hestafla)
dráttarvél. Ekið var á 4,7 km hraða og þá var bil milli niðurfellingastaða um 12 cm og
„vasarnir“ sem mynduðust voru 7-8 cm langir (langsnið) og um 2 cm breiðir (þversnið).
Magn áburðar svarar þá til um 45 m7ha. Við niðurfellinguna kom fram að ef yfirborðið er vel
slétt fer mest allur áburðurinn undir yfirborðið. Nái meiðamir hins vegar ekki að falla alveg
niður að sverðinum, t.d. ef mikið er um snarrótarþúfur, fer töluvert magn áburðarins á yfir-
borðið. Lauslegar athuganir sýndu að magn á yfirborði gat orðið allt að 30%. Aðeins var
kannað hvemig til tekst með niðurfellingu á smágrýttum melum. Engin vandkvæði virtust
vera á því, en greinilegt er að grjótið má ekki standa sem neinu nemur upp úr yfirborðinu.
Afkösl
Gerðar voru athuganir á afköstum við útakstur á áburði úr geymslu. Búið var að blanda
áburðinn vatni með mykjudælu. Þykkt áburðarins var um 5,2% þurrefni og áburðinum dælt úr