Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 288
280
1. tafla. Niðurstöður mælinaa við útakstur.
dælubrunni. Vegalengd á tún var
um 1 km og vinnslubreiddin 6 m.
Tankurinn tekur um 8 mJ eins og
áður kom fram. Eftirfarandi niður-
stöður fengust við vinnuathuganir
en ætla má að þær séu nokkuð
dæmigerðar (1. tafla).
í 1. töflu kemur fram að hver
ferð tekur 20 mín, eða jafngildi um
24 tonn á klst, en það svarar til um
1,25 tonn af þurrefni. Af tölunum
kemur einnig fram að nær helmingur tímans fer í akstur, sem að sjálfsögðu er breytilegur eftir
aðstæðum, og niðurfellingin tekur aðeins um 3,8 mín, eða um 0,5 mín á tonn. Nettó afköstin
við sjálfa niðurfellinguna verða því sem svarar til um 6,2 tonn af þurrefni á klst miðað við
áðumefnt þurrefnisinnihald. Fyrrgreindar afkastatölur breytast verulega ef vatnsblöndun er
minnkuð, t.d. í 8-9% þurrefni, en það á ekki að vera tæknilegum vandkvæðum bundið.
Verkþáttur Tími, mín Hlutfall, % mín/mJ
Hleðsla
Undirbúningur 1,61 7,3 0,20
Fylling 2,57 11,7 0,32
Frágangur 0,84 3,8 0,11
Akstur (2x1000 m) 9,69 44,5 1,21
Dreifing, niðurfelling 3,83 17,5 0,48
Ýmislegt, tafir 3,29 15,2 0,41
Alls 21,83 100,0 2,72
Notkun tœkisins - kostir - annmarkar
Tækið er með fostum stöðufæti og dráttarlykkju fyrir dráttarkrók á dráttarvélinni. Því er hún
auðveld í tengingu á krók eða á sveiflubeisli sem er tengt vökvalyftu dráttarvélar. Ekki eru
hæðarstillingar á beislinu, en það virðist ekki koma að sök við allar algengar gerðir dráttar-
véla. Þegar ferming tanksins fer fram þarf einfaldlega að koma honum fyrir undir dælu eða
dæla á milli tanka, t.d. frá haugsugu ef ekið er að niðurfellingartækinu vegna fjarlægðar frá
geymslustað. Þegar hækka fer í tanknum er ekki „gægjugler“ til að fylgjast með hleðslu hans,
sem verður að teljast nokkur ókostur. Fullhlaðinn vegur tankurinn um 10 tonn en nokkur hluti
af þeim þunga hvílir á dráttarvélinni. Eftir sem áður verður að gæta sérstakrar varúðar þegar
ekið er í halla, þar sem ekki er hemlakerfi beintengt dráttarvélinni. Ganga þarf því sérstaklega
úr skugga um að þungahlutföll á bremsuhjólum dráttarvélar séu í samræmi við reglugerðir.
Tækið er á belgmiklum dekkjum m.t.t. þunga á flatareiningu. Á blautum spildum var ekki
hægt að sjá að það sporaði umfram dráttarvélarnar. Við losun nær dælan á mjög skömmum
tíma fullum yfirþrýstingi. Hún er gerð til að skila allt að 10 loftþyngda þrýstingi. Til þess þarf
eftir upplýsingum framleiðenda um 90 kW dráttarvél, en á minni hraða dælunnar nægir um 75
kW. Yfirleitt gekk viðstöðulaust að fella mykjuna niður, þar sem hnífamir sem hreinsa frá
götunum á niðurfellingarmeiðunum gátu að jafnaði hreinsað frá þó að t.d. heyrusl væri í
áburðinum. Hnífunum er þrýst að götunum með fjöðrum og gefa því eftir ef of mikið safnast
fyrir eða fastir aðskotahlutir em á áburðinum. Stíflist götin alveg verður að losa viðkomandi
meið frá og fjarlægja hindrunina, en einnig fasta hluti sem safnast kunna fyrir í prófílunum.
Hreinsunin er að jafnaði ekki vandkvæðum bundin.
TILRAUNIR MEÐ NIÐURFELLINGU BÚFJÁRÁBURÐAR
Árleg uppgufun af ammoníaki árið 1994 í Vestur-Evrópu er talin hafa verið um 8,4 Mt
(Morken 1998). Um 90% af þessu magni má rekja til framleiðslu á landbúnaðarvörum. Megin
hluti þess stafar frá gripahaldi og ennfremur að um 50% af uppgufuninni verður við dreifingu
á búíjáráburði. Einnig er álitið að köfnunarefnishluti ammoníaksins geti í mörgum tilvikum
gengið í samband við NOx sambönd. Það getur leitt til sýringar í jarðvegi, breytinga á sam-
setningu gróðurþekjunnar og ótímabærum skemmdum á mannvirkjum. Því er talið að stjóm-
völd muni leggja auknar áherslur á að þróa aðferðir til að draga eftir því sem kostur er úr
þessum áhrifum.