Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 290
282
gróið land var greinilegt að það hafði spírað því rendur voru greinilegar. Hinsvegar voru
plönturnar mjög ljósar og veiklulegar og höfðu greinilega orðið undir í samkeppni við grasið
og hlutdeild þess í uppskeru var óverulegt. Mikið var af vallarsveifgrasi í túninu og endur-
vöxtur þess (og þar með samkeppnishæfni) var góður. Hugsanlega hefði rýgresið staðið sig
betur í síðslegnu vallarfoxgrasi. Þar sem vallarfoxgrasi hafði verið sáð í kalbletti hafði það
spírað vel og var kröftugt. Má segja að það hafi lokað landinu enda ekki búið að slá það. Má
telja líklegt að að vori reynist sáningin of gisin þannig að aðrar tegundir eigi greiða leið inn í
túnið. Bráðabirgðaniðurstaða er því sú að við umrædd skilyrði virðist sáning með mykjunni
takast vel í kalblettum þar sem fræplöntumar búa ekki við samkeppni. Sáning í gróið land gaf
hinsvegar ekki þann árangur sem til var ætlast“ (Rikharð Brynjólfsson 1999).
ÖNNUR ATRIÐI
Þar sem búfjáráburðurinn er felldur niður og situr í eins konar „vösum“ í jarðveginum er
fremur lítil hætta á útskolun. Það kemur ekki síst til góða á hæðóttu landi, þar sem við
hefðbundna niðurfellingu er hætta á rennsli eftir rásunum og útskolun. Þá sýnir reynslan að
nota má tækið á malarborinn jarðveg, jafnvel þótt hann sé smágrýttur og að öll ummerki bæði
á jarðvegsyfirborði og plönturótum em tiltölulega lítil. Það virðist gefa ýmsa möguleika til
uppgræðslu á ógrónu landi, en ekki vannst tími til að gera athuganir á þeim vettvangi. Þess
ber þó að geta að erlendis hefur komið ffam að þar sem jarðvegur er mjög leirborinn og þurr
geta skapast þær aðstæður að mótstaðan í jarðveginum verði búnaðinum ofviða og hann nái
ekki að þrýsta áburðinum niður. I athugunum kemur fram að stjóma má áburðarskömmtum
nokkuð nákvæmlega og við bestu aðstæður fella niður allt að 80 m7ha án þess að teljandi
magn sé á yfirborði jarðvegsins, en búnaðurinn vinnur best ef skammtamir em ekki meiri en
45 m7ha (Morken 1998). Þá er einnig talið að útskolun bæði á yfirborði og niður í gmnn-
vatnið sé í mjög litlum mæli. í Noregi hafa verið gerðar umfangsmiklar athuganir á að blanda
ýmissi sáðvöru saman við áburðinn í tanknum. Það á við bæði um korn, grænfóður og gras-
fræ. Niðurstöðumar virðast lofa mjög góðu um árangur (Morken, 1998). Önnur atriði sem
áhugavert væri að kanna við okkar aðstæður em t.d. hvort niðurfelling að hausti, meðan tún
em þokkalega yfirferðar, gefi svipaðan árangur og niðurfelling að vori, þegar tún em hvað
viðkvæmust gagnvart umferð og svigrúm til útaksturs takmarkað. Einnig þarf að kanna betur
hvemig þessi dreifitækni fellur að lífrænni ræktun og hvort nýta megi betur en nú er gert, t.d.
til uppgræðslustarfa, það mikla magn sem fellur til á stómm búum sem eru með takmarkaða
fóðurframleiðslu.
SAMANTEKT
Tækjabúnaður til niðurfellingar á búfjáráburði var reyndur hjá bútæknideild RALA 1998-99. Hann er hannaður
af norska fyrirtækinu MOI A/S í samvinnu við Landbúnaðarháskólann að Asi í Noregi og hefur verið í þróun í
nær áratug. Aðferðin byggir á að með háþrýstingi og þar til gerðum dreifibúnaði er áburðinum komið niður í 5-
10 cm jarðvegsdýpt án þess að rista upp svörðinn (DIRECT GROUND INJECTION, skammstafað ,,DGI“
tækni). Ástæður fyrir þeirri þróunarvinnu eru af ýmsum toga, s.s. til að auka hagræðingu við reksturinn, þróun á
tækni sem nýtir lifrænan úrgang betur og hefur jaftiframt bætandi áhrif á jarðveginn. Þá er talið að megnið af
uppgufun köfnunarefnis i andrúmsloftið komi frá ffamleiðslu á landbúnaðarvörum og að stjómvöld muni leggja
auknar áherslur á að ráða bót á því. Dýpt niðurfellingarinnar ræðst bæði af dæluþrýstingnum og þéttleika jarð-
vegsins. Áburðar-„vasarnir“ sem myndast eru 7-8 cm langir (langsnið) og um 2 cm breiðir (þversnið). Magn
áburðar svarar oft til um 45m7ha. Einnig var aðeins kannað hvemig til tekst með niðurfellingu á smágrýttum
melum. Engin vandkvæði virtust vera á því, en greinilegt er að grjótið má ekki standa sem neinu nemur upp úr
yfirborðinu. Niðurfellingin ein og sér tekur aóeins um 0,5 mín á tonn. Nettó afköstin við niðurfellinguna
mældust þvi sem svarar til um 6,2 tonn af þurrefni á klst miðað við 5-6% þurrefni. Til að ná hámarksdýpt þarf
um 90 kW dráttarvél, en á minni hraða dælunnar nægir um 75 kW. Erlendar rannsóknir benda til að minnka
megi tap af ammoníaki um 70% með DGI-tækni. Ennffemur að aflþörfin minnki um 50% miðað við
hefðbundnar aðferðir og engar teljandi skemmdir verði á sverðinum. Einnig kemur ffam að við vatnsblöndunina