Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 294
286
þetta fyrirkomulag verið reynt á örfáum stöðum. Hálmdýnan er búin til þannig að nægilegu
magni af hálmi er bætt á reglulega, þannig að dýnan haldist þurr og gerjun í henni og hiti á
hæfilegu róli. Hæfilegt er talið að hiti í hálmdýnu sé 40-45°C. Sé hálmurinn vel þurr, sem er
algjört skilyrði, má reikna með að hálmnotkunin sé eitthvað nálægt 5-8 kg/kú á dag. Mikil-
vægt er að bera vel undir í upphafl til þess að dýnan verði ekki þétt og loftlaus. Skipuleggja
þarf aðstöðina þannig að dýnan geti hækkað eftir því sem líður á innistöðutímann. Að vori
þarf síðan að vera hægt að dreifa þessum hálmblandaða skít i flög og plægja hann niður.
Ókostur þessara fjósa í samanburði við legubásafjós er fyrst og fremst sá að legusvæðið
er ekki varið, þ.e. að kýmar liggja í einni kös. Hver kýr þarf a.m.k. 4—5m2 legupláss. Dýnan er
hins vegar mjúk og notaleg að liggja á. Eins og í legubásaíjósum eru aðalhlutar þessara fjósa
legusvæði, fóðursvæði og mjaltasvæði og um umferð kúnna milli þessara svæða gildir það
sama og sagt var um legubásaíjósið.
NOKKRAR LYKILSTÆRÐIR í FJÓSUM
í reglugerð 621/1997 er tilgreint lágmarksrými fyrir nautgripi af íslensku kyni á innistöðu:
Báscifjós og básajjós meó mjaltabás:
• Básbreidd, miðja/miðja milligerð 110 sm
• Báslengd frá jötukanti að flór 140 sm
• Hæð jötukants, hámark 20 sm
• Hæðarmunur fóðurgangs/bása, a.m.k 6 sm
• Halli á bás 2-3%
Lausagöngufjós meó legubásum:
• Básbreidd, miðja/miðja/ milligerð 105-110 sm
• Báslengd 200-210 sm
Auk þessara reglugerðarákvæða hefur Byggingaþjónusta Bændasamtaka íslands notað
eftirfarandi viðmiðanir í legubásafjósum sem byggð hafa verið upp á síðkastið:
• Hæðarmunur básgólfs/flórs, rimla 15-20 sm
• Halli á bás 4-6%
• Báslengd (bás snýr að vegg) 220-240 sm
• Báslengd (básar snúa saman, tvöföld röð) 210 sm
• Básbreidd 110-115 sm
• Breidd göngusvæða (flóra):
• Legubás - veggur 180-200 sm
• Legubás - legubás 200 sm
• Legubás - fóðurgangur 280-300 sm
Með þessum básastærðum er það tryggt að hægt er að setja talsvert stærri kýr í fjósin
heldur en íslensku kýmar em núna án breytinga. „Notlengd“ legubásanna er einfaldlega stillt
með færanlegu röri ofan á milligerðunum. Báslengdina má þannig á hverjum tíma stilla fyrir
meðalstærð kúnna í hjörðinni.
KÖLD FJÓS EÐA EINANGRUÐ FJÓS
A undanfömum árum hefur krafan um ódýrari íjós orðið æ háværari í nágrannalöndum okkar.
Þá er þó ekki verið að slaka á kröfum um vellíðan kúnna heldur leitast við að finna aðferðir til
að gera byggingarnar ódýrari, m.a. með því að nýta sér'þá staðreynd að mjólkurkýr þola mjög
vel kulda, bara ef þær hafa notalegan og trekklausan stað að liggja á.