Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 300
292
ðfjárbú
nduð bú
iduð bú
irbú
1. mynd. Hlutfallið fjárfesting/afskriftir á meðalbúum árabilið 1996-1998. Myndin er bvggö á
tölum úr búreikningum (Hagþjónusta landbúnaðarins).
NÝTING BÚVÉLANNA
Örðugt er að meta nýtingu búvéla, því deilitala nýtingarinnar er tormetin. Hún er sá tími á
hverri verktíð, sem alls má nota til þess verks, er hlutaðeigandi vél vinnur. Koma þá til sögu
viðmið eins og
1. náttúrulegar aðstæður (ástand jarðvegs, spretta o.fl.),
2. veðurfæri á verktíðinni,
3. gæðakröfur bónda til verksins, •
4. tiltækt vinnuafl á búinu.
Öll meðaltöl verkstundafjölda verða því afar ónákvæm. Gera má tilraun til áætlunar:
Sumarið 1996 var vinna við heyskap skráð á 23 meðalfjölskyldubúum yngri bænda (Daði
Már Kristófersson og Bjami Guðmundsson 1998). Eftirfarandi tafla (1. tafla) er reiknuð á
grundvelli meðaltalna um vinnutíma við rúlluheyskap á þessum búum. Við gerð hennar er
gengið út frá 40, 60 og 80 ha heyskap (samanlögðum fleti túna slegnum í fyrri og seinni
slætti) og meðaluppskerunni 3,2 t þe./ha. í skráðum vinnutíma felst stillitími, en hvorki meiri
háttar bilanir/viðgerðir né langferðir með vélar. Neðst í töflunni er heildarvinnutími dráttar-
véla reiknaður eftir niðurstöðum könnunar nemenda bændadeildar á Hvanneyri árin 1996 og
1998 (óbirt gögn), en þar fylgdi notkunin (y, klst/ár) stærð sleginna túna (x, ha) aðhvarfs-
línunni y=213+8,0x (r2=0,73; P=0,001).
1. tafla. Árleg notkun helstu búvéla og tækja - reiknuð meðaltöl, klst.
Verk klst/t þe. 40 ha 60 ha 80 ha
Við slátt 0,24 31 46 61
Við heysnúning 0,31 40 60 79
Við rakstur 0,54 69 104 138
Við rúllubindingu 0,27 35 52 69
Við rúllupökkun 0,28 36 54 72
Dráttarvélar, öll vinna - 533 693 853