Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 302
294
Kostir
Gallar
Minni vélakostnaður Öðrum háður
Nýtískulegri vélar Lélegt viðhald - bilanir
Meiri vinnugæði Meiri áhætta - tafir á verki
Góðar vélar - mikil afköst Hætta á spennu á milli sameigenda/-notenda
Öryggi -t.d. ef slys eða
veikindi ber að höndum
Faglegt og félagslegt samneyti
Mikilvægt er að meta þessa þætti, hvoru megin sem eru, til verðs svo tengja megi út-
gjöldum vegna vélafjárfestingarinnar.
Form vélasamvinnu
Við samrekstur og samnýtingu búvéla má fara ýmsar leiðir. Þessar eru helstar:
1. Óformleg vélasameign nágranna, t.d. á rúllubindivél, mykjutaskjum o.fl. Aðilar (eigendur) eru
fáir, formsatriðin einnig. Samskipti byggjast á gagnkvæmu trausti.
2. Vélaeign búnaðarfélags. Tæki til ráðstöfúnar öllum meðlimum félagsins. Reglur um notkun og
gjaldtöku ýmist formlegar eða óformlegar. Tækin oftast úr flokki einfaldari og endingarbetri
véla (til jarðvinnslu, flutninga o.fl.).
3. Vélafélag. Formlegur félagsskapur (lögaðili) um vélaeign og -rekstur þar sem ljósar reglur hafa
verið settar um alla þætti eignar, reksturs, viðhalds og geymslu sameignarvélanna.
4. Vélaverktaki. Fyrirtæki eins eða fleiri einstaklinga sem á og rekur tilteknar búvélar og býður
vinnu sína fram gegn ákveðnu/umsömdu gjaldi.
5. Vélahringur. Formlegur hópur bænda sem bjóða vélar sínar öðrum til leigu þegar þeir eru ekki
að nota þær - gegn ákveðnu gjaldi. Miðlun véla er á hendi eins aðila.
Leiðir 1-4 eru allar vel kunnar hérlendis, en 5. leiðin - vélahringir - er það ekki, þótt hún
sé hins vegar vinsæl erlendis, t.d. í Þýskalandi og í Noregi þar sem hún þykir henta vel innan
afleysingahópa bænda.
INNLENDAR DÆMISÖGUR
Með viðtölum var gerð könnun á reynslu nokkurra aðila af vélasamnýtingu og verktakastarfi,
einkum við heyskap (Baldur Helgi Benjamínsson 1999). Rætt var ítarlega við einn búverktaka
og tvo verktökuaðila, en auk þess tvo notendur þjónustunnar. Búverktakinn hefur þjónustuna
að meginstarfi, en verktökubændurnir sinna henni með eigin búskap. Hvort tveggja flokkast
undir 4. lið hér á undan. Helstu reynsluatriðin, sem fram komu í könnuninni, voru þessi:
I. Reynsla verktaka
A
Félagslegir þœttir:
... Bændur ganga glaðir til þessa samstarfs, almenn ánægja með það. Ákveðin félagsleg
vakning hefur orðið meðal bænda sem sjá ýmsar tækninýjungar er þeim hugnast að hagnýta en
telja sig ekki geta fjármagnað kaup á eða nýtt með hagkvæmum hætti ella.
... Verktaki bendir viðskiptavinum sínum á að nýta fjármuni sem sparast við að nota þjónustu
hans í að bæta vinnuaðstöðu í gripahúsum og á öðrum stöðum er bændur vinna langtímum
saman, sem á móti getur verið liður í því að leysa vanda er tengist öflun vinnuafls til af-
leysinga.
... Verktaki leggur mikla áherslu á að viðskiptavinurinn sé ánægður með þá þjónustu sem
honum er í té látin, gæði vinnunnar, Qárhagslega hlið mála og skipulagningu alla.
Skipulagslegir þœttir:
... Mikilvægt að fá bændur til að slá nógu mikið í einu þannig að sem minnstur tími fari í
milliferðir á degi hverjum. Afköst vélgengisins eru svo gríðarleg.
... Meginatriðið er að vélin sé sem lengstan tíma við vinnu í einu.