Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 303
295
... Verktaki bendir á að þjónustusamningar við fasta viðskiptavini komi til greina en þeir verði
þá að greiða þann kostnað sem af samningunum hlýst.
... Verktaki telur að til að verktakavinna sem þessi gangi upp þurfi að vera nokkuð þéttbýlt,
annars fari of mikill tími til spillis.
Tœknilegir þœttir:
... Afar mikilvægt er að hugsa verkferilinn frá upphafi til enda, að vélgengið passi saman, af-
köst tækjanna séu í sem bestu innbyrðis samræmi, til þess að hámarka heildarafköstin.
... Verktaki leggur áherslu á mikil afköst og betri vinnugæði en tíðkast hjá bóndanum. Þetta er
einkum mikilvægt þegar lagt er inn á nýjar brautir, að koma með eitthvað allt annað og meira
en það sem tíðkast hefur hjá viðkomandi bónda.
... Eftir að ferbaggavélgengið var tekið í notkun er mun stærri hluti vinnunnar unninn á þeim
tíma dags er best hentar til vinnu, þ.e. eftir að heyið hefur náð að þorna umtalsvert en áður en
það fer að slá sig upp að kveldi.
... Þjálfun og sérhæfing vélamanna verður að vera mun meiri í verktakavinnu en hjá bændum
sjálfum.
Fjárhagslegir þœttir:
... Verðlagning þjónustunnar sé þannig að báðir aðilar hafi hag af viðskiptunum.
II. Reynsla verktökubœnda
A
Félagslegir þœttir:
... Verktökubændur þessir hafa búskap að aðalstarfi en sinna verktöku (rúlluheyskap) sam-
hliða honum. Hafa komið sér upp föstum viðskiptavinum og sjá um meginþorra rúllu-
bindingar sem unnin er á viðkomandi búum.
... Vélasamvinnan býður uppá félagslegt og faglegt samneyti við aðra bændur. Það eitt telst
nokkurs virði.
Skipulagslegir þœttir:
... Verktökubændur láta þennan heyskap ganga fyrir eigin heyskap, þótt viðskiptavinir leggi
nokkuð upp úr því að vita hvernig stendur á hjá verktökubændum.
Tœknilegir þcettir:
... Lengst af ein rúllubindivél í notkun. Nú keypt önnur, sem eykur afköst og rekstraröryggi.
Fjárhagslegir þœttir:
... Þessi liður í búrekstri er I rauninni liður í því að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn.
Líka að nýta betur þann vélakost sem til er, svo og vinnuaflið.
B
Félagslegir þœttir:
... Tveir bændur stofnuðu einkahlutafélag um eign og rekstur ferbaggavélar með fylgivélum
og unnu á búum nágranna.
... Verktökubóndi hefur af því nokkrar áhygajur að slakt gengi á sl. sumri hafi rýrt viðskipta-
vild fyrirtækisins meðal bænda á svæðinu.
... Verktökubóndi telur að bændum á þessu svæði, sem hafa fremur stór bú, sé mjög svo um-
hugað um sjálfstæði sitt, forðist því eftir fremsta megni að vera upp á aðra komnir varðandi
sinn búrekstur, jafnvel finnst honum jaðra við að beðið sé eftir því að eitthvað fari úrskeiðis.
Skipulagslegir þcettir:
... Fyrirtækið er í einkahlutafélagsformi og lætur bóndi afar vel af því fyrirkomulagi, segir
það vera mjög skilvirkt, skýrt og agað form, auk þess gefur það færi á frekari útvíkkun
rekstrarins. Kostur að rekstur fyrirtækisins er aðskilinn frá búrekstri eigenda fyrirtækisins.
... Skipulag verðskrár er með þeim hætti að kaupendum þjónustunnar er ívilnað fyrir að taka
mikið fyrir I einu.