Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 304
296
... Fyrirtækið leigir þær dráttarvélar sem til þarf af eigendum fyrirtækisins, þeir vinna einnig á
vélunum. Tímakaup vegna þessarar vinnu var frernur lágt sökum þess að verkefni urðu mun
umfangsminni en áætlað var í upphafi.
Tœknilegir þœttir:
... Búnaður á ferbaggavélinni virkaði ekki sem skyldi og er helst rakið til þess að tún sem
unnið var á voru öll fremur óslétt og mishæðótt. Vegna þessa urðu afköst við bindingu og
pökkun mun minni en reiknað var með í upphafi.
... Eigendur hafa nú ákveðið að skipta um ferbaggavél og binda vonir við að afköst vél-
gengisins muni aukast stórlega.
Fjárhagslegir þœttir:
... Verktökubóndi telur að verðlagningu á þjónustunni hafi verið í full mikið hóf stillt, bæði
vegna minni verkefna og einnig vegna þess að ýmsir kostnaðarliðir reyndust hærri en reiknað
var með í upphafi. Þá var talsvert viðhald á vélinni, sem ekki var gert ráð fyrir á 1. sumri
notkunar, olli það nokkurri gremju meðal hlutaðeigandi.
111. Reynsla notenda - afverktaka (A) og qf verktökubœndum (B)
A
Félagslegir þcettir:
... Vélasamvinnunni fylgir meiri frítími og jafnara vinnuálag, fjármunir fara nú til launa af-
leysingafólks sem áður fóru til kaupafólks. Rýmri tími til að sinna mjólkurframleiðslunni.
Minni áhyggjur af viðhaldi véla og tækja.
... Bóndi rekur harðan áróður fyrir að fleiri nýti sér þessa þjónustu. Það verði öllum til hags-
bóta.
... Telur viðskipti sín og verktakans ganga með ágætum, gengur glaður til samstarfsins. Vildi
þó meira öryggi, t.d. fastan þjónustusamning við verktakann.
Skipulagslegir þættir:
... Bóndi hringir í verktaka að morgni dags eftir að veðurspá liggur fyrir og ráðsiagar um slátt,
gjaman um 20 ha í lotu. Verktaki kemur síðdegis daginn eftir að slegið er. Binding tekur um 3
klst. Tvær lotur þarf til að Ijúka fyrri slætti.
Tœknilegir þœttir:
... Verktaki þarf að veramikill vélamaður, bæði laginn við notkun og viðgerðir.
... Mikil afköst eru lykilatriði, rétt beiting vélanna einnig.
Fjárhagslegir þættir:
... Fjárhagslegan ávinning sinn af verktakaforminu tekur bóndi vera a.m.k. 400 þús. kr. á ári.
Velur kvótakaup fremur en vélakaup, vegna mikils munar á arðsemi fjárfestinganna.
... „Við íslenskir bændur erum smábændur og í sjálfu sér ekkert við það að athuga, við
verðum bara að haga okkur í samræmi við það ...“
B
Félagslegir þœttir:
... Aukinn frítími. Finnst mjög æskilegt að geta „litið upp“. Ánægður með samstarfið.
Skipulagslegir þœttir:
... Bóndi gerir verkáætlanir í samráði við verktökubændur, hefur samráð við þá um tíma
sláttar og spildustærð sem tekin er fýrir.
Tœknilegir þœttir:
... Bónda finnst verkin vera vel af hendi leyst, ekki betur þótt hann sæi um þau sjálfur.
Fjárhagslegir þœttir:
... Lausleg áætlun sýnir að sparnaðurinn á þessu tiltekna búi gæti legið á bilinu 200-230 þús.
kr. árlega hið minnsta.