Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 305
297
UMRÆÐA - HVAÐ ATHUGA ÞARF?
Beina þarf athygli að búvélakostnaðinum í enn ríkara mæli en gert hefur verið. Nýtingu
flestra búvéla (heyvinnuvéla) má auka til muna frá því sem nú er - líklega tvöfalt-þrefalt að
jafnaði. Vélasamvinna og verktakastarf eru leiðir til þess séu bú ekki þeim mun stærri. í
þessari athugun er greint frá árlegum sparnaði búa, sem þessar leiðir nýttu, upp á a.m.k. 200-
400 þús. kr. Hliðstæðar tölur hafa komið fram í norskum rarmsóknum á þessu viðfangsefhi
(Ulvlund og Breen 1995).
Eigi að ganga til samnýtingar véla og verktakastarfs þarf að vanda undirbúninginn vel.
Ráðgjafarþjónusta bænda hefur hér arðbæru hlutverki að gegna. Vakin er athygli á handhægu
hjálpartæki sem bútæknisvið Rannsóknastofnunar landbúnaðarins hefur útbúið til mats á fjár-
festingarkostnaði búvéla (sjá heimasíðu Rala \vrv-v\u-ala.is/but'l. einnig mjög glöggum leið-
beiningum Ulvlund og Breen (1995) sem vel eiga við hérlendis.
Sérstaklega þarf að gæta að eftirfarandi þáttum:
1. Forsenda vélasamvinnu og verktöku er að báðir aðilar hafí hag af henni.
2. Vel þarf að vanda áætlun um fjárhagslegan grundvöll vélasamvinnu og verktöku.
3. Ganga þarf tryggilega frá formi vélasamvinnu og verktöku, þannig að öldungis sé ljóst hvar
ábyrgð aðila liggur, t.d. gagnvart greiðslu kostnaðar, úrlausn deilna, slitum samstarfs,
tryggingaábyrgð, og helst einnig gæðakröfum til verka sem unnin eru innan samnings.
4. Stjórnendur vélanna þurfa að kunna vel til viðkomandi verka og vera sérlega góðir vélamenn.
5. Vélasamvinna og verktakastarf gera miklar gæðakröfur til véla sem nota skal.
Líklegt er að bændum lítist misjafnlega á það að verða öðrum háðir með búverk sín. Það
krefst breytts hugsunarháttar, sem örugglega má þó lifa með sé valið samstarfsform við hæfi.
Sé efnaleg afkoma bænda höfð í huga þegar skoðaðar eru tölur um eignar- og rekstrarkostnað
búvélanna hvetur það til þess að kannaðir séu mismunandi kostir við vélvæðingu búanna. Þá
má bera saman við líklegan ávinning af vélasamvinnu. Hvort hann vegur á móti aukinni
áhættu og minna sjálfstæði verður hver og einn að meta fyrir sig.
HEIMILDIR
Baldur Helgi Benjamínsson 1999. Vélasamvinna í landbúnaði. Námsverkefni við Búvísindadeild (2e.), 24 s.
Bjöm Stefánsson 1970. Samvinna nágranna við búskap. í: Árbók landbúnaðarins 1970, 210-239.
Daði Már Kristófersson & Bjami Guðmundsson 1998. Vinna og kostnaður við heyskap. í: Ráðunautafundur
1998, 20-29.
Eiríkur Blöndal 1998. Kjörtimaáhrif áheyskap. í: Ráðunautafundur 1998, 30-34.
Hagþjónusta landbúnaðarins. Niðurstöður búreikninga, árin 1996-1998.
Pétur Jónsson 1993. Vélvæðing í íslenskum landbúnaði. Fjölrit Rala nr 162, 31 s.
Ulvlund, K.A. & Breen, T. 1995. Maskinsamarbeid ijordbruket. Det Kgl. Selskap forNorges Vel., 86 s.
Witney, B. 1988. Choosing and usingfarm machines. Longman Sci. & Technical, 412 s.