Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 306
298
RflÐJMRUTfl-UNDUR 2000
Fjölært rýgresi
Hólmgeir Björnsson
Rannsóknastofirun landbúnadarins
INNGANGUR
Fjölært rýgresi {Lolium perenne L.), öðru nafni enskt rýgresi, er gott fóðurgras. Fjölært
rýgresi er þolið gras og fljótt til eftir sáningu, auðvelt er að rækta af því fræ og er fræið því
ódýrt. Fjölært rýgresi er breytileg tegund sem er mikið ræktuð um vestanverða Evrópu til
margvíslegra nytja. Það er nytjað bæði til beitar og sláttar og í grasflatir, það er snemm-
sprottið, síðsprottið eða í meðallagi. Þegar talað er um að rýgresi sé þolið gras virðist átt við
að það þoli vel að vera slegið eða bitið, það þolir vel traðk, og það má nytja það oft að sumri
til sláttar eða beitar, en þó skal velja yrki með tilliti til nytja. Það þolir ekki vel veturinn
okkar, en það er líka vel þekkt sums staðar erlendis að það endist ekki lengi. Vegna þess hve
rýgresi er breytilegt gras eru kynbætur vænlegar til árangurs og það ætti að mega aðlaga að ís-
lenskum aðstæðum.
Fjölært rýgresi er líkt einæru rýgresi, sem mikið hefur verið ræktað til grænfóðurs hér á
landi, en er fíngerðara. Fjölært rýgresi er upphaflega tvílitna (2n), en á seinni árum hefur
fjölgað ferlitna yrkjum (4n), þau gefa ennþá betra fóður, en þolið er að jafnaði minna. Einnig
hefur fjölæru verið víxlað við'einært rýgresi, en einkum hefur víxlun við hávingul skilað
góðum árangri og eru blendingar þessara tegunda töluvert ræktaðir. Fræ af rýgresi er fremur
stórt og endurspeglar fræþunginn það hversu gróft grasið er. I grasflatir er sóst eftir fíngerðu
rýgresi og er þungi þúsund fræja tæp tvö grömm, rúm tvö af túnyrkjum ef um tvílitna rýgresi
er að ræða, en tæp fjögur grömm af ferlitna rýgresi, fræþunginn nærri tvöfaldast þegar erfða-
efnið í frumukjamanum er tvöfaldað, og grasið verður grófara.
Einar Helgason prófaði fjölært rýgresi um aldamótin og segir um rýgresi af Jaðri í
Noregi: „Sprettur vel og heldur sér allvel árum saman í feitum jarðvegi“ (Einar Helgason
1909). Næst kemur rýgresið við sögu á Atvinnudeild Háskólans 1946-54. Bestu yrkin fá
einkunnina 8-9 af 10 fyrir árangur, en flest fá lága einkunn (Sturla Friðriksson 1956). Næst
hefur rýgresi verið prófað á Korpu 1963-64 og 1966-67 og gáfu sum yrkin ágæta uppskeru
(Sturla Friðriksson 1967a,b). Nokkur yrki vora i báðum tilraununum, en þau sem gáfu mesta
uppskera í þeirri fyrri bragðust flest í þeirri seinni. Uppskera virðist aðeins hafa verið mæld
árið eftir sáningu og má líta á það sem vísbendingu um að lítið hafi farið fyrir því á öðru ári
frá sáningu. Næst spyrst til fjölærs rýgresis hér á landi í „furðugrasatilraun“ á Korpu, sumarið
1989 var nokkram tegundum, sem ekki var endilega vænst mikils af, sáð í tilraun sem svo var
kölluð. í henni vöktu mesta athygli þrjú kynbótanúmer af fjölæru rýgresi frá Noregi. Þau gáfu
ágæta uppskeru í fjögur ár, en drápust svo alveg fimmta veturinn. Ætla má að þau séu skyld
því rýgresi sem Einar Helgason taldi reynast allvel í upphafi aldarinnar. Meðaluppskeran í
fjögur ár var 80,4 hlcg/ha af þurrefni, meiri tvö fyrri árin en þau seinni (Hólmgeir Bjömsson
1991, Hólmgeir Björnsson og Guðni Þorvaldsson 1992, Hólmgeir Bjömsson og Þórdís Anna
Kristjánsdóttir 1993, 1994, 1995). Þessi árangur varð okkur vísbending um að ástæða gæti
verið til að prófa þessa tegund á ný. Á þessum áram var einnig sáð til prófunar dönskum kyn-
bótaefnivið að ósk þeirra sem kynbæturnar stunda, en sú prófun gaf ekki niðurstöður sem
ástæða er til að geta um hér.