Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 309
301
nær enginn á Sámsstöðum fyrra árið og á Korpu seinna árið. Mestur var hann á Möðruvöllum,
en það er þó að einhverju leyti vegna breytilegrar frjósemi lands sem veldur meiri tilrauna-
skekkju. Niðurstöður þaðan eru nokkuð frábrugðnar öðrum og því sýndar sérstaklega í 2.
töflu, t.d. eru þýsku yrkin tiltölulega uppskerulítil bæði árin og Einar fyrra árið. Á Möðru-
völlum var seinni sláttur sleginn tiltölulega snemma fyrra árið og töluvert spratt eftir að slegið
var, svo mikið að skellur mynduðust að vori þar sem mest var sprottið. Þó getur það einmitt
skýrt mikla uppskeru á 2. ári á Möðruvöllum hve snemma var slegið fyrra árið.
Rýgresi gefur mjög þéttan og jafnan svörð, það er fljótt til og er því öflugt í samkeppni
við annan gróður. Gróðri var eytt áður en tilraunalandið var unnið fyrir þessar tilraunir og
uppskeran er því nær hreint rýgresi. Þessu til staðfestingar voru tekin sýni til tegunda-
greiningar í 1. sl. á 2. uppskeruári í 3 tilraunum. Sýnin voru greind í rýgresi, annað gras, og
annað, sem aðallega er tvíkímblaða iilgresi. Uppskera þurrefnis af innblönduðum gróðri var
0,5 hkg/ha af grasi og 0,4 hkg/ha af öðru á Korpu. Á Sámsstöðum voru samsvarandi tölur 1,6
og 0,6 og á Þorvaldseyri 2,5 og 2,8 hkg/ha af innblönduðu grasi annars vegar og öðrum gróðri
hins vegar. Sem hlutfall af uppskeru 1. sl. er innblöndunin samtals 3% á Korpu, 10% á Sáms-
stöðum og 30% á Þorvaldseyri. Þótt rýgresið hefði orðið fyrir verulegum hnekki um veturinn
og væri mjög seint til var svo lítið um annan gróður að hann náði elcki yfirhöndinni á Sáms-
stöðum og Þorvaldseyri. Eftir fyrri slátt spratt vel og í seinni slætti bar lítið á þessari inn-
blöndun. Litlu sem engu munaði á innblöndun eftir yrkjum.
Því má ekki gleyma að fleiri grastegundir en rýgresi geta gefið mikla uppskeru. í 3. töflu
eru til samanburðar meðaltöl þriggja grastegunda annarra úr tilraunum sem gerðar voru
samtímis á Þorvaldseyri. Þarna hefur beringspuntur gefíð jafnmikla uppskeru og rý-gresi 1997
og meira úr því. Sennilega er jarðvegur eins og á Þorvaldseyri kjörlendi beringspunts. Einhver
munur er vafalaust vegna landmunar, áburður var meiri á rýgresið en hinar tegundimar 1997
vegna þess að það var þríslegið, en á hinn bóginn hefur það dregið úr sprettu rýgresisins að
vera slegið þrisvar, og einnig það að vætu skorti eftir 1. sl. Þegar gert er upp á milli tegunda
verður að taka tillit til fóðurgæða.
3. tafla. Uppskera fjögurra grastegunda í tilraunum á Þorvaldseyri, þe. hkg/ha. Tegundimar voru í aðskildum til-
raunum nema vallarfoxgras og beringspuntur voru saman í tilraun.
Slegið: 25.6. 1997 2.9. Alls 23.6. 1998 25.8. Alls 25.6. 1999 25.8. AIIs
Hávingull 42 34 75 47 38 85 39 29 68
Vallarfoxgras 56 27 82 52 29 81 37 23 60
Beringspuntur 50 49 99 53 51 104 36 40 77
Rýgresi, þríslegið ‘97 48/11 40 99 17 54 71
VETRARÞOL
Þau rýgresisyrki sem prófuð voru reyndust mjög misjafnlega vetrarþolin. í flestum til-
raununum hefur gefíst gott tækifæri til að raða þeim eftir vetrarþoli. Þeim hefur í aðalatriðum
borið vel saman og því er auðvelt að draga af þeim ályktanir. Þó hefur verið nokkur munur á
því eftir árum hvort tvílitna eða ferlitna yrki hafa orðið fyrir skemmdum. Áföll af hörðum
vetri koma allt öðru vísi fram á rýgresi en öðrum fjölærum grastegundum sem við ræktum.
Það grisjast og oft mun vera um kal af völdum frosts eða vetrarkulda fremur en svellkal að
ræða. Líkiega hefur lítið reynt á svellþol nema e.t.v. á Hvanneyri og Sámsstöðum. Rýgresi
getur virst líflítið að vori, en sé eitthvert líf að sjá er nokkuð öruggt að það kemur til þótt það
spretti þá seinna en annað tún. Það er líklega þetta sem átt er við þegar talað er um að rýgresi