Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 310
302
sé þolið gras, það hefur mikla getu til að ná sér aftur þótt nærri því sé gengið. Rýgresi sem
kemur óskemmt undan vetri er hins vegar fljótt til. Þegar t.d. vallarfoxgras eða hávingul kelur
(svellkal) er það aldauða og kemur ekki upp aftur. Ef kalið grær samt er það vegna þess að
annar gróður eins og t.d. vallarsveifgras, varpasveifgras eða hnjáliðagras kemur inn í eyðuna.
I 4. töflu eru niðurstöður mats á vetrarþoli dregnar saman, engu yrki sleppt. Yrkjunum er
raðað í hverri tilraun um sig, þolnast nr 1 o.s.frv., og meðaltal raðgildanna reiknað, þó þannig
að tilraunirnar á Hvanneyri og Möðruvöllum er látnar vega hálft á við hinar.
4. tafla. Yrkjum raðað eftir vetrarþoli, 1 þolnast, í hverri tilraun um sig. í meðaltali raðgilda vega tilraunimar á
Möðruvöllum og Hvanneyri hálft á við hinar.
Korpu Sáms- stöðum Þorvalds- eyri Möðru- völlum Hvann- eyri Vegið meðaltal
Svea 2n SW 1 1 i 1 i 1
Einar 4n Pla. 2 3 2 2 2 2,2
Lilora 2n Lip. 4 2 4 3 3,5 3,3
Liprinta 2n Lip. 5 4 3 5 3,5 4,1
Tetramax 4n DP 3 6 5 4 6 4,8
Baristra 4n Bar. 6 5 6 6 9,5 6,2
Napoleon 4n DP 7 8 7 7 6 7,1
FuRa 9001 4n Pla. 8 9 9,5 8 9,5 8,8
Rov 4n Rijk. 9 10 9,5 9 6 9,0
AberMara 2n Aber. 11 7 9,5 11 9,5 9,4
Prior Rý.xháv. Aber. 10 11 9,5 10 9,5 10,1
Veturinn 1995-96 var mildur og lítið reyndi á vetrarþol. Þó kom fram í tilrauninni á
Korpu hver 1-2 veilustu yrkin eru. Veturinn 1996-97 var annar vetur tilraunanna á Korpu og
Sámsstöðum og þá er rýgresið veikara fyrir. A Korpu var um vorið að sjá umtalsvert kal á
veilustu yrkjunum og einnig á Liprinta. Ekki var þó um dauðkal að ræða og veilustu yrkin
voru þau sem gáfu mesta uppskeru í 2. sl. A Sámsstöðum lifnaði rýgresið seint og seinna en
annað gras. Þegar borið var á 5. maí mátti þó greina að Svea var ekkert kalin og nokkurt líf
mátti greina í flestum þeim yrkjum sex sem seinna reyndust þekja vel og uppskera var mæld
af í 1. sl. Þau hafa líklega verið í svipuðu ástandi þama um vorið og þau sem lakast lifðu á
Korpu. Það fór þó svo að jafnvel lakari yrkin gáfu góða uppskeru í 2. sl., en töluvert var um
aðkomugróður því að í suma reiti höfðu myndast varaniegar skellur, e.t.v. vegna svellkals.
Líklegt má telja að kuldakafli, sem kom í fyrri hluta nóv. 1996, hafi valdið þessu kali. Frostið
var töluvert meira á Hellu en á Korpu og á flatlendinu fyrir neðan Fljótshlíðina er væntanlega
frosthætta.
Veturinn 1997-98 var rýgresinu mun harðari. Hann var þó mildur framan af, en svo gerði
tvo frostakafla á auða jörð á Suðurlandi, um 3 daga í janúar og frá lokum febrúar fram eftir
mars. Fyrra frostið kom á rý’gresið grænt á Korpu. Á Norðurlandi var snjór yfir öllu og til-
raunin á Möðruvöllum virðist ekki hafa orðið fyrir vemlegum skemmdum af þessu frosti. Þó
var þar mikið um kal eða dauðar skellur um vorið, en þær virtust vera þar sem mikið gras var
óslegið um haustið eins og áður er getið. Skellumar voru því mestar þar sem frjósemin er
mest, enda fékkst sú sérkennilega niðurstaða að uppskeran varð því meiri sem þekja rýgresis
var minni, ekki bara árið á undan heldur einnig sama sumarið. Á Þorvaldseyri vom
skemmdirnar mestar. Á Korpu var tilrauninni lokið, en þó var borið á og kal metið. Svea kom
áberandi best undan vetri og reitimir gátu e.t.v. talist viðunandi tún. Einar var mun lakari og
önnur yrki máttu teijast ónýt. Á Korpu voru einnig þrjú norsk númer önnur í sérstakri tilraun
ásamt Einari. Eitt þeirra kom mun betur undan vetri en Einar og einnig mun betur en Svea og