Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 316
308
íremur hæg og líkari því sem áður hefur fengist á 2. ári, sbr. 1. töflu. Hafa má í huga að það er
talið draga úr endurvexti ef rýgresi er mikið sprottið þegar það er slegið. T.d. hefur mátt sjá
þess merki að Svea hefur sprottið minna en önnur yrki í 2. sl. þegar uppskera var mest í 1. sl.
Það hefur dregið úr uppskeru alls að slá fjórum sinnum þrátt fyrir meiri áburð, enda var
spretta sumarsins 1999 tæplega svo mikil að tilefni væri til að slá svo oft. Skjólsáð árið á
undan hefur aðallega gefið uppskeruauka i 1. sl., grasið hefur farið fyrr af stað. Helstu skýr-
ingar á þessum áhrifum eru annars vegar að sláttur að hausti hafi dregið úr sprettu rýgresis án
skjólsáðs 1999, en það hefur oft komið fram að seinn sláttur dregur úr uppskeru árið eftir.
Hins vegar að komstubburinn hafi hlíft við kulda vetrarins og komið því farið betur af stað.
Forði næringar gæti líka hafa losnað úr stubbnum. Enn má nefna meira illgresi í reitum án
korns, en þess gætti þó ekki í allri tilrauninni og þessi áhrif virðast hafa verið óveruleg. Það
sem mælir á móti fyrri skýringunni, þótt hún styðjist við reynslu úr mörgum öðrum tilraunum,
er það að lítill munur var á því grasi sem var skilið eftir á rót um haustið (8. tafla), og ekki
slcipti máli þótt rýgresi væri slegið 21. sept. í tilraun nr 765-98 (9. tafla). Ein helsta skýringin
á áhrifum af slætti haustið áður er að það séu næringaráhrif, einkum nituráhrif (Hólmgeir
Bjömsson 1998). Á reitum með komi hefur rýgresið átt í samkeppni við kornið um nitur, en
gæti þó hafa geymt meiri forða til vetrarins.
RÝGRESI ER GOTT FÓÐURGRAS
Vinsældir rýgresis helgast af því að saman fer mikil vaxtargeta og orkuríkt fóður. Fá má gott
gras til sláttar og beitar allan vaxtartímann. Fóðurgæðin skýrast af því að rýgresi er blaðríkt
gras. Þegar á líður verður frumuinnihald, þ.e. þurrefni innan frumuveggja, meira en t.d. í
vallarfoxgrasi, meira af sykrum sem em auðmeltar og gera fóðrið orkuríkt (Osboum 1980).
Þegar rýgresi skríður eykst hlutur stöngla og meltanleikinn fellur.
Sýni voru send í nir-mælingu (nir=nærinnrautt ljós) á meltanleika, en einnig þurfti að
mæla allmörg sýni in vitro til að kvarða mælinguna. Sýnin höfðu að jafnaði verið þurrkuð við
80°C. Valin voru sýni úr hverjum slætti á 1. ári í yrkisprófununum, eitt af hverju yrki. Þó var
aðeins mælt á 4 sýnum úr 2. og
3. sl. á Sámsstöðum. Einnig var
mælt á sýnum úr öllum sláttum á
12 reitum í tilraun nr 764-98.
Reitirnir eru allir úr annarri
endurtekningunni. I henni var að
jafnaði lítill arfi í reitum. Teknir
vom allir reitir þar sem rýgresi
var sáð með 200 kg/ha af korni
og einnig af reitum án skjólsáðs
úr tveimur seinni sláttutíma-
liðunum (a3 og a4, sjá 13. töflu).
Niðurstöður em sýndar í 14., 15.
og 16. töflu. Einnig var mældur
meltanleiki á tveimur sýnum sem
voru tekin 1.9. 1999 úr rýgresi,
sem var sáð um vorið án skjól-
sáðs, og illgresi hreinsað úr.
Meltanleiki Svea var 81% og
Baristra 83%. Innifalin í staðal-
14. tafla. Meltanleiki, % af þurrefni, í yrkisprófiinum á 1. ári, með-
altal 6 yrkja, nema 4 yrkja í 2. og 3. sl. á Sámsstöðum. Staðalfrávik
1,53.
Slegið, dags. 1. sl. 2. sl. 3. sl.
Korpu 19.6., 23.7., 30.8. 77,2 78,1 76,7
Sámsstöðum 12.6., 16.7.. 29.8. 77.4 77,5 77,0
Þorvaldseyri 12.6., 11.7.. 2.9. 78,0 78,7 71,6
Möðruvöllum 2.7., 19.8. 80,4 71,2
15. tafla. Meltanleiki, % af þurrefni, í yrkisprófunum á 1. ári, með- altal 4 staða í 1. og 2. sl. og 3 staða í 3. sl. Lilora og Tetramax voru ekki mæld í 2. og 3. sl. á Sámsstöðum. Staðalfrávik 1.53.
l.sl. 2. sl. 3. sl. Meðaltal
Svea 2n 77,6 75,7 74,2 76,0
Liprinta 2n 75,7 74,8 74,3 75,0
Lilora 2n 77,0 75,2 74,7 75,9
Einar 4n 81,5 77,9 76,5 78,8
Baristra 4n 80.0 76,5 74,5 77,2
Tetramax 4n 77,7 77,6 74,8 77,0