Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 317
309
fráviki, sem gefið er í töfluheitum, eru ýmis víxlverkunarhrif sem flest eru lítil, en niðurstöður
úr tilraun nr 764-98 benda til að staðalfrávik reiknað á endurteknum sýnum sé lægra en einn.
16. tafla. Meltanleiki, % af þurrefni, í tilraun nr 764-98 sumarið 1999. Reitum sáð með og án korns er ekki
haldið aðgreindum í seinasta slætti, 30.8. Staðalfrávik 1,56. Tölumar eru meðaltal tveggja mælinga, nema
fjögurra 7.6. og í tveim meðaltölum frá 30.8.
Áður slegið 7.6, 7.6. 16.6. 24.6. 5.7.
Slegið 7.6. 16.6. 24.6. 5.7. 16.7. 23.7. 28.7. 3.8.
Með komi 57,8 71,8 71,2 78,4 77,8 72,6 76,4 78,1
Án koms 79,0 78,8 71,3 75,4
Slegið 30.8., mislangt liðið frá næsta slætti á undan 76,2 77,5 78,0 79,1
Nær allar þessar niðurstöður sýna háan meltanleika og margar þeirra eru umtalsvert hærri
en meltanleiki vallarfoxgrass við skrið. I niðurstöðum sem Hólmgeir Bjömsson og Jónatan
Hermannsson (1983) tóku saman var hann 73,2% að meðaltali, en fyrir skrið getur hann verið
mikið meiri. í yrkisprófunum var rýgresið mikið sprottið í 1. sl. en meltanleikinn ekki tekinn
að falla svo að greina megi, enda var víðast slegið snemma og stöngulhlutfall ennþá lágt. Lík-
legt er að rýgresið sé blaðríkara hér á iandi og haidi meltanleikanum betur en víða erlendis
þar sem það vex við hærri hita, en einnig skiptir birta og ljóslota máli. Meltanleiki ferlitna
rýgresis er hærri en tvílitna eins og vænst var, en það er þó einkum norska yrkið Einar sem
ber af. Það er einnig athyglisvert að uppskerumesta yrkið, Svea, er fyllilega til jafns við önnur
tvílitna yrki.
í tilraun nr 764-98 var nánast enginn munur yrkja að meðaltali ólíkt því sem vænta mátti,
Baristra hærri sem nemur aðeins 0,1 einingu. Einhver víxlverkunarhrif eru þannig að ýmist er
hvort yrkið er hærra, en þau eru þó ekki umtalsverð borið saman við óvissu mælingarinnar að
öðru leyti. Sú niðurstaða í 16. töflu sem mesta athygli vekur er lágur meltanleiki á reitum þar
sem korn var skjólsáð sumarið áður. Skýringin mun vera að reitirnir voru ekki slegnir um
haustið og grasið var grænt um vorið. Þetta gras virðist hafa verið orðið trénisríkt eins og gras
verður þegar langt er liðið frá næsta slætti á undan. Þessi áhrif hafa ekki horfið nema að hluta
til er leið á júirí, enda spratt rýgresið hægt.
Meltanleiki í 2. og 3. sl. lækkar eftir því sem lengra líður milli slátta, sjá 1. mynd þar sem
sýndar eru niðurstöður úr 14. og 16. töflu. í sláttutímalið al í tilraun nr 764-98 er 3. sl.
táknaður sem 2. sl. og 4. sl. sem 3. sl. Á sama hátt er samband uppskeru og daga milli slátta
(1. og 13. tafla) sýnt á 2. mynd. Samkvæmt einfaldri aðhvarfsgreiningu fellur meltanleikinn
um 0,30±0,06 einingar á dag með auknu bili milli slátta, og á sama degi er meltanleikinn
1,7±0,9 einingum hærri í 3. sl. en 2. sl. og staðalfrávikið er 1,6. Ef sláttum er ekki haldið að-
greindum er aðhvarfsstuðullinn 0,26. Á sama hátt eykst uppskeran um 106±36 kg/ha á dag
með auknu bil milli slátta og hún er 16±5,4 hkg/ha lægri í 3. sl. en í 2. sl. og staðalfrávikið er
10 hkg/ha. Aðhvarfsgreiningin skýrir augljóslega ekki nema hluta þess breytileika sem er,
einkum í 2. sl. Ef dreifing punktanna á 1. mynd er skoðuð sést að meginhluti punktanna fellur
þétt að lítið hallandi línu, sem fellur um 0,12 einingar á dag, en neðan hennar liggja fjórir
punktar. Punktana neðst til hægri, frá Þorvaldseyri og Möðruvöllum, er auðvelt er að skýra
með því komið hafi verið nokkuð fram yfir skrið, hlutur stöngla orðinn verulegur og meltan-
leikinn tekinn að falla ört. Erfiðara er að skýra gildin frá Korpu 23.7. og 28.7. 1999. Þessir
reitir voru slegnir í júní áður en mikið var sprottið, 16.6. og 24.6., og líklegt er að stöngul-
myndun hafi verið lítið eða ekki hafm. Stönglarnir hafa þá ekki verið slegnir og því fengið
góðan tíma til að vaxa og þroskast áður en slegið var seint í júlí. Meltanleikinn verður líkari