Ráðunautafundur - 15.02.2000, Qupperneq 319
311
Rýgresið hefur að jafnaði verið prótínríkt nema helst þegar uppskeran er orðin yfir 40
hkg/ha (2. sl., sjá 13. töflu) eða langt er liðið frá næsta slætti á undan (a2 30.8.). Heyrt hef ég
talað um að rýgresi sé helst til prótínríkt gras með tilliti til fóðrunar og er þá sjálfsagt miðað
við að uppskeran sé ekki meiri en 20-30 hkg/ha þegar slegið er. Mismunur á prótíni í reitum
með og án korns 30.8. er ekki marktækur.
Upptaka niturs er meiri á reitum með komi en án sem nemur 13,0=4,5 kg/ha. Saman-
burður á upptöku eftir mismunandi sláttukerfi (al ... a4) er óviss því að þau eru á aðskildum
stórreitum og sá mismunur sem fram kemur getur verið vegna landmunar. Eins og vænta
mátti er upptakan mest í al þar sem mest var borið á.
RÝGRESl ER BLAUTT GRAS
Fjölært rýgresi er jafnan vatnsmikið og þarf því langan þurrktíma (Balasko o.fl. 1995). Fer-
litna rýgresi er blautara en tvílitna, oftast hefur munað um einum til tveimur hvað þurrefnis-
hlutfallið er lægra í því ferlitna. í 18. töflu er meðaltal þurrefnis í tilraun nr 764-98 í hvert
sinn sem slegið var sumarið 1999. Fyrst var gróður enn gisinn og spretta hæg. Þá var grasið
þurrefnisrík, einkum á reitum án skjólsáðs. Slegið var í mikilli bleytu 23.7. og skýrir það lágt
hlutfall þá. Grunur leikur á að nokkurt vatn tapist við sýnitöku þegar slegið er í blautu, þurr-
efnishlutfall mælist of hátt og uppskera verði því ofmetin. Gæti það skýrt það að uppskera alls
(13. tafla) og N-upptaka (17. tafla) mældist meiri í a3 en í a2. Þegar seinast var slegið, 30.8.,
var þurrefnishlutfallið því hærra sem lengra var liðið frá næsta slætti á undan þótt saman fari
meiri uppskera. Á tilraunareitum er þurrefnishlutfallið hins vegar því lægra sem sprettan er
meiri ef reitirnir eru að öðru leyti sambærilegir. Hærra þurrefni eftir því sem grasið er eldra er
vísbending um lægri meltanleika, sjá 16. töflu. Rétt er að taka fram að rýgresi hefur að jafnaði
verið þurrefnisríkara í yrkisprófununum þótt mikið væri sprottið og meltanleiki bendi ekki til
trénunar. í Svea hefur þurrefni oftast verið 16-20%. í ferlitna rýgresi er þurrefnið jafnan
minna, að meðaltali 1,6 einingum lægra hjá Einari en Svea, en munurinn fer yfir 2,0 þegar
þurrefni í Svea er um og yfir 20%.
18. tafla. Þurrefnishlutfall Svea og Baristra á mismunandi sláttutímum i tilraun nr 764-98 sumarið 1999.
7.6. 16.6. 24.6. 5.7. 16.7. 23.7. 28.7. bo
Svea 21.8 19,0 15,8 13,9 13,6 12,7 15,4 14,7
Baristra 20.6 17,4 14,9 12,7 12,2 11,9 13,6 13,2
Slegið 30.8.. mislangt liðið frá næsta slætti á undan
Svea 17,6 16,4 15,4 14,9
Baristra 13,1 14,2 14,5 12,9
Til samanburðar við rýgresið er í 19. töflu þurrefni í nokkrum grastegundum á Korpu
sumarið 1999 og uppskera þeirra. Þótt ekki sé nema tvisvar um það að ræða að slegið sé sama
daginn og samanburður því óbeinn eru þessar niðurstöður nokkur stuðningur við þá skoðun
að rýgresi sé blautt gras. Á Sámsstöðum var Adda vallarfoxgras í tilrauninni með rýgresinu
og þar munaði litlu á Öddu og Svea, að meðaltali í þrem sláttum 1996 var 18,8% þe. í Svea
og 19,6% í Öddu, og 1997, þegar rýgresið spratt ekki vel, var hlutfallið lægra í Öddu en Svea.
Það munar því ekki miklu á vallarfoxgrasi og tvílitna rýgresi ef hvort tveggja er slegið fremur
snemma.
Gras þarf að liggja lengur á velli eftir því sem það er blautara og hætta er á að mjög blautt
gras verkist ekki sem skyldi ef mikið er á. Einnig má nefna að í Hollandi er talið að sprettu
seinki, og þar með t.d. beit á endur\;öxtinn, um 0,8 til 1 dag fyrir hvern dag sem hey liggur á