Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 320
312
velli. Nefndar eru þrjár ástæður,
Ijósið kemst ekki niður í svörð-
inn, skemmdir af umferð véla og
dreifing áburðar dregst (van Burg
o.fl. 1980). Það er einmitt þetta,
hvað forþurrkunin tekur langan
tíma ef mikið er sprottið, sem er
ein helsta ástæða þess að menn
leggja áherslu á að láta rýgresi
eklci spretta um of áður en slegið
er.
N'ÝIR SIÐIR KOMA MEÐ
NÝJUM GRÖSUM
19. tafla. Hlutfall þurrefnis í nokkrum grastegundum á Korpu
sumarið 1999 ásamt sláttutíma og uppskeru, þe. hkg/ha.
Sle gið Þe. % Hkg/ha
Vallarfoxgras 1. sl. 6.7. 19,3 48,4
Beringspuntur 1. sl. 6.7. 22,0 34,3
Vallarfoxgras 1. sl. 19.7. 24,1 66,6
Beringspuntur l.sl. 19.7. 24,3 48,3
Vallarfoxgras 1. sl. 14.7. 14,4 60,0
61% vallarfoxgras l.sl. 5.7. 19,0 35.6
50% vallarfoxgras l.sl. 6.7. 22,2 41,9
Háliðagras 1. sl. 21.6. 20,3 26,7
Háliðagras 2. sl. 19.7. 17,1 21.5
Háliðagras 3. sl. 30.8. 14,8 21.9
Hávingull I.sl. 6.7. 20,1 47,5
Fjölært rýgresi á ekki að nytja eins og vallarfoxgras. Hentugt er að sá því með byggi, en þá
gefur það ekki nytjar sáðárið og komi það grænt undan vetri getur meltanleiki verið lítill fram
eftir vori líkt og um síðslægju væri að ræða. Sáð einu sér getur það gefíð eina góða uppskeru
sáðárið. Ef veturinn verður því ekki mjög erfiður mun það verða á undan öðru grasi um vorið.
Þá þarf að slá snemma og bera á eftir slátt, oítast ætti að þríslá fyrsta árið eða slá og beita allt
að íjórum sinnum. Til greina kemur að beita rýgresið um vorið og lengja þar með beitar-
tímann þau ár sem rýgresi er fljótt til, þótt þau yrki sem hér hafa verið prófuð séu ekki sérstak-
lega ætluð til beitar. Vorbeit getur þó orðið til þess að slætti seinki. Þá verða stönglar orðnir
þroskaðri við slátt, en meltanieiki rýgresis fellur ört eftir skrið. Rýgresi getur náð mikilli
sprettu að vorinu áður en það skríður án þess að tapa fóðurgildi og því má taka mikla
uppskeru í 1. sl. þegar vel gengur, en erfitt getur þá orðið að verka það svo vel sem skyldi
vegna milcils vatnsmagns. Hæð rýgresis hefur ekki verið mæld í tilraununum, en það vex þétt
og er sennilega eklci mikið meira en 20 sm á hæð þegar á að slá það ef uppskeran á ekki að
verða meira en 20-30 hkg/ha í hverjum slætti. Önnur viðmiðun um heppilegan sláttutíma gæti
verið að ekki skuli líða meira en 30-40 dagar milli slátta og þá þarf að slá eða slá og beita
rýgresi þrisvar ef fyrst er slegið í júní. Til þess að fullnýta vaxtargetu rýgresisins fyrsta
sumarið má búast við að það verði slegið eða beitt nokkuð seint, t.d. um eða eftir mánaða-
mótin ágúst/september, og mun bitna á upphafi sprettu næsta vor. Því verður oft ekki unnt að
nytja rýgresi nema tvisvar á 2. ári. Þó að rýgresi komi illa undan vetri mega menn ekki vera of
fljótir á sér að afskrifa það. Ef eitthvert líf leynist í sverðinum má vænta þokkalegrar uppskeru
þótt eklci spretti að ráði fyrr en jafnvel í júlí, og þá verður hægt að slá tvisvar eða slá og beita.
Rétt er að gera ráð fyrir endurvinnslu ef svörðurinn er gisinn á 2. ári þótt vel hafi sprottið.
Ekki er hægt að reikna með að rýgresi endist lengi og er það líka reynslan víða erlendis, og
ferlitna endist skemur en tvílitna (Balasko o.fl. 1995).
Mikið var borið á rýgresið í tilraununum, 180, 220, 260 N kg/ha eftir því hvort slættir
voru tveir, þrír eða fjórir. Þetta er meiri áburður en mælt er með, en rýgresi árið eftir sáningu
er þó eflaust sú grastegund sem hvað best nýtir mikinn áburð, enda nýtir það vaxtartímann vel
ef sprettan fer snemma af stað. Ef draga á úr áburði liggur beinast við að bera minna á að vori,
t.d. 80-100 í stað 120 kg/ha. Bæði hollenskar og breskar tilraunir hafa sýnt að það má breyta
skiptingu áburðar á slætti allmikið án þess að það hafi áhrif á uppskeru alls (Prins o.fl. 1980,
Morrison 1980). Spurning er hvaða áhrif það hefur á vetrarþol. Erfítt er að prófa mismunandi
kerfí áburðar og sláttutíma í tilraunum nema þær verði mjög umfangsmiklar.
Bændur hafa nú þegar fengið nokkra reynslu af ræktun fjölærs rýgresis og ört bætist við