Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 321
313
hana á næstu árum. Það fræ sem Rala dreifði var svo lítið að ekki dugði í nema lítinn blett,
oftast minna en hálfan hektara, svo lítinn að sumum bændum þótti ekki taka því að nytja hann
öðru vísi en túnið í kring. Aðrir hafa sáð í stærri stykki, en því miður áttu þeir ekki kost á að
sá þolnustu yrkjunum sem prófuð hafa verið. Rýgresi þrífst ekki nema framræsla sé góð, en
raki verður að vera nægur ef það á að nýta vaxtartímann. Það virðist viðkvæmt fyrir hörðu
frosti á auða jörð, sérstaklega ef á undan hafa farið hlýindi.
Nú í vor verður vonandi hægt að fá fræ af Svea, því yrki sem skarað hefur fram úr með
þol, gefíð mesta uppskeru, heldur vel meltanleikanum og er fljótt til með afbrigðum. Að ári
má svo vonast eftir að norska yrkið Einar komi á markað. Það hefur gefið Svea lítið eftir með
endingu og uppskeru, það er ferlitna og hefur tekið öðrum fram hvað varðar meltanleika. Til
greina getur komið að nota enn um sinn önnur yrki, sem ekki hafa reynst eins þolin, en hættan
er sú að reynslan verði ekki nógu góð og menn hverfi frá ræktun þessa ágæta grass án þess að
hafa kynnst því besta. Alls ekki ætti að sá yrkjum sem ekki hafa verið prófuð hér á landi nema
hægt sé að sýna fram á að þau hafi reynst þolin í samanburði við þau yrki sem hér hafa verið
reynd.
HVAÐ ER FRAMUNDAN?
Þeim rannsóknarverkefnum sem hér hefur verið sagt frá telst lokið, nema hvað væntanlega
verða reitir úr tilraunum nr 764- og 765-98 nýttir til tilrauna næsta smnar og ný tilraun er í
gangi með kom sem skjólsáð. Hér eftir verða ekki skipulagðar tilraunir með sáðskipti nema
tekið verði til athugunar hvort rýgresi eigi að vera með og fjölært rýgresi er í tilraunum með
smára. Framboð yrkja á markaði breytist nokkuð ört þegar um er að ræða tegund eins og fjöl-
ært rýgresi og því má ekki líða mjög langt áður en leitað verður eftir nýjum yrkjum til
prófunar.
Vallarfoxgras er ekki lengur eina grasið sern til greina kemur þegar rækta á tún sem gefur
hágæðafóður. En það eru fleiri tegundir en fjölært rýgresi sem koma til greina. Hávingull
hefur oft verið í tilraunum og hann hefur í rauninni reynst mjög vel, nema hvað hann þolir
svellalög illa, þá dauðkelur hann. Hann hentar betur til að slá tvisvar heldur en vallarfoxgras
og á vel heima í blöndu með rauðsmára. Vallarsveifgras er tegund sem alltaf reynist vel, en
vrki þess em hvert öðm nokkuð ólík, og beringspunti mætti gefa meiri gaum. Háliðagras
verður væntanlega endurmetið á næstu árum, en hálíngresi, túnvingull og snarrótarpuntur
njóta ekki mikils álits eins og er. Það eru því mikil rannsóknarverkefni framundan í grasrækt
og vonandi að okkur takist að þoka einhverjum þeirra áfram.
ÞAKkARORÐ
Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri lagði tii land undir tilraunir, undirbjó það til sáningar og annaðist um-
hirðu og vörslu. Að öðru leyti sáu starfsmenn jarðræktarsviðs Rala. fastráðnir starfsmenn og sumarfólk, um alla
framkvæmd tilrauna á Korpu, Sámsstöðum og Þorvaldseyri. Starfsmenn tilraunastöðvar Rala á Möðruvöllum
sáu um tilraunina þar og Ríkharð Brynjólfsson sá um framkvæmd tilraunarinnar á Hvanneyri nema sáningu.
Nitur í sýnum var mælt hjá Efnagreiningum Keldnaholti og Tryggvi Eiríksson og Eyjólfur Ömólfsson á Fóður-
sviði Rala mældu meltanleika. Öllum þessum aðilum eru færðar þakkir fyrir framlag þeirra til þessa verks.
Guðna Þorvaldssyni, Jónatani Hermannssyni og Þórdísi A. Kristjánsdóttur er enn fremur þakkaður lestur á liand-
riti og fjölmargar góðar ábendingar.
I-IEIMILDIR
Balasko, J.A.. Evers G.W., & Duell, R.W. 1995. Bluegrasses, Ryegrasses, and Bentgrasses. í: Forages (ritstj.
Barnes, F.B., Miller, D.A. & Nelson, C.J.). 5lh edn, Vol. I: An Introduction to Grassland Agriculture. lowa State
University Press, Ames, Iowa: 357-371.
Einar Helgason 1909. Gróðrarstöóin í Reykjavík. Skýrsla um árið 1908. Búnadarritid 23: 229-239.