Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 323
315
RRÐUXflUTHFUNDUR 2000
Samstarf milli íslands, Færeyja og Grænlands í landbúnaðarrannsóknum
Guðni Þorvaldsson
Rannsöknastofrun landbúnaóarins
INNGANGUR
íslendingar hafa um langt árabil tekið þátt í íjölþjóða samstarfi á sviði landbúnaðar. Þar hefur
norrænt samstarf lengst af vegið þyngst, þótt vægi þess hafi minnkað í seinni tíð. Þetta sam-
starf hefur fyrst og fremst byggst á sameiginlegum fagráðstefnum og fundum þar sem menn
hafa kynnt viðfangsefni sín og niðurstöður. Þessir fundir hafa einnig skapað tengsl manna á
milli sem svo hafa nýst þeim á ýmsan hátt í starfi. í sumum tilvikum hefur þetta samstarf
einnig leitt til sameiginlegra rannsóknanærkefna.
Næstu nágrannar okkar eru litlar þjóðir, Færeyingar og Grænlendingar. Samstarf milli
Færeyinga og íslendinga í landbúnaðarmálum hefur til skamms tíma ekki verið mikið, þrátt
fyrir að Sigurður Sigurðsson (1926) hafi fyrr á öldinni hvatt til aukins samstarfs milli
þjóðanna á þessu sviði.
Við höfum hins vegar haft meiri afskipti af landbúnaði Grænlendinga á þessari öld. Á
árabilinu 1915-1934 voru kindur fluttar frá íslandi til Grænlands og einnig nokkur hross
(Sigurður Sigurðsson 1938). Þá hafa nokkrir íslendingar stundað raxmsóknir og leiðbeiningar
á Grænlandi. Árin 1921-1923 dvaldi ungfrú Rannveig Líndal á Grænlandi. Hún kenndi þar
tóskap og matreiðslu sauðfjárafurða (Sigurður Sigurðsson 1938). Árið 1931 fór Sigurður
Stefánsson til Grænlands og starfaði lengi við sauðfjárræktarbú, bæði í Eystri- og
Vestribyggð. Á árunum 1982-1990 var svo Þór Þorbergsson ráðunautur á Grænlandi.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins gerði árið 1976 samning við grænlensk stjómvöld um
rannsóknir á grænlensku beitilandi, svo og um meðferð og ræktunarmöguleika sauðfjár
(Bjöm Jóhannesson o.fl. 1985). Undir stjóm Ingva Þorsteinssonar vom á árunum 1977-1981
gerð gróðurkort af Eystribyggð og beitarþol úthagans ákvarðað (Ingvi Þorsteinsson 1983).
Enn fremur gerðu Ingvi Þorsteinsson og Bjöm Jóhannesson jarðræktartilraunir á nokkrum
stöðum. Á sama tíma hóf Stefán Scheving Thorsteinsson rannsóknir á sauðfé Grænlendinga,
sem er íslenskt að uppruna eins og áður segir.
Árið 1994 var skipuð vestumorræn samstarfsnefnd um jarðrækt með fulltrúum frá íslandi
(Guðni Þorvaldsson), Grænlandi (Kenneth Hoegh) og Færeyjum (Peder Haahr). Tilgangurinn
með skipun þessarar nefndar var að þessar þjóðir gætu skipst á reynslu og þekkingu á sviði
jarðræktar og e.t.v. urrnið sameiginlega að einhveijum verkefnum.
í framhaldi af því var verkefni, sem hér verður kynnt, hleypt af stokkunum. Markmið
þess voru eftirfarandi:
1. Að prófa mismunandi tegundir og stofna grasa í þessum löndum, m.a. með það í huga að athuga
í hvaða mæii niðurstöður tilrauna í einu landi nýttust í öðrum. Samnýting niðurstaðna getur
sparað umtalsverða fjármuni.
2. Að stuðla að samskiptum vísindamanna, ráðunauta og kennara í þessum löndum.
3. Að prófa hvort hægt sé að nota sameiginlegan gagnagrunn við efnagreiningar með NIR tækni
(Near infrared reflectance) fyrir öll löndin. Ef hægt er að nota sama grunninn í öllum löndunum
sparar það mikið fé.
4. Að afla þekkingar um samspil plantna og hita (þroski, sprettuhraði, uppskera og næringargildi
fóðurs) með það í huga að geta spáð fvrir um það sem gerist í plöntunni með hitabreytingum.