Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 324
316
EFNI OG AÐFERÐIR
Sumarið 1995 var sáð til fjögurra tilrauna á eítirfarandi stöðum:
• Kollafirði í Færeyjum.
• Upernaviarsuk á Grænlandi.
• Narsarsuaq á Grænlandi.
• Korpu á Islandi.
Þrír þessara staða eru tilraunastöðvar, en tilraunin í Narsarsuaq er gerð á túni bónda
nokkurs þar í grenndinni. Ekki var hægt að sinna þeirri tilraun eins vel og hinum, vegna fjar-
lægðar frá tilraunastöðinni. Eftirfarandi tegundum og yrkjum var sáð í fjórum blokkum:
Tegund Yrki
Vallarsveifgras Lavang og Fylking
Háliðagras Seida
Valiarfoxgras EngmoogVega
Að auki var sáð á Korpu língresi (Leikvin), túnvingli (Leik), snarrótarpunti (Unnur) og
beringspunti (Norcoast).
Reitastærð var 32 m2 í Færeyjum og á Grænlandi, en 46 m2 á Korpu. Reitunum var skipt í
tvo helminga, annar var uppskorinn samkvæmt tilraunaplaninu, en hinn hlutinn geymdur til
notkunar árið eftir og einungis sleginn síðsumars. Árið eftir snérist þetta við. Þetta var gert til
að eyða sláttutímaáhrifum ársins á undan.
Fylgst var með þroskaferli grasanna frá því snemma á vorin þar til síðla sumars. Arin
1996 og 1997 var uppskera mæld fimm sinnum í tilraununum, fyrst þegar vallarfoxgrasið var
10 sm hátt og eftir það með tveggja vikna millibili. I fyrstu fjögur skiptin var uppskeran mæld
með klippum, en í fimmta skiptið var það sem eftir var af reitunum slegið með sláttuvél. Við
hvern sláttutíma var þroskastig metið og hæð grasanna mæld. Dagsetningar skriðs og
blómgunar voru skráðar. Allt illgresi var hreinsað úr sýnum sem átti að efnagreina.
Árið 1998 var fyrri sláttur á Korpu slegin á tveimur mismunandi tímum (15.6. og 30.6.)
og endurvöxtur mældur. Þetta ár voru tilraunimar slegnar einu sinni á hinum stöðunum.
Hér á eftir verður helstu niðurstaðna getið, en niðurstöður munu birtast í Fjölriti RALA
síðar á þessu ári.
NIÐURSTÖÐUR
Þroskaferill
Veðurfar var ffernur hagstætt á tilraunatímanum, þó varð nokkuð kal í tilrauninni í Upemav-
iarsuk vorið 1997. Hiti yfir sprettutímann var svipaður á þremur af þessum fjórum stöðum,
Upemaviarsuk skar sig verulega úr með lægri hita (munurinn var 2-3 gráður í maí og júní).
Munur á skriðtíma var ekki mikill, en vallarfoxgrasið blómstraði tveimur vikum síðar í
Upemaviarsuk en á hinum stöðunum. Um það bil sömu hitasummu þurffi frá skriði til
blómgunar á vallarfoxgrasi á Korpu og Grænlandi (450 daggráður), en í Færeyjum þurfti
færri daggráður.
Uppskerci
Vallarfoxgras gaf mesta uppskeru á öllum stöðunum þegar slegið var einu sinni. Uppskera
vallarfoxgrass var við síðasta sláttutímann að meðaltali 74,2 hkg þe./ha, vallarsveifgrass 43,2
hkg og háliðagrass 45,2 hkg. Háliðagras óx hraðar að vorinu en hinar tegundimar og ætti að
slá tvisvar eins og vallarsveifgras. Árið 1998 voru öll yrkin slegin tvisvar á Korpu og gáfu
þau þá öll svipaða uppskeru.