Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 325
317
Meðaluppskera (meðaltal allra yrkja) var svipuð á öllum tilraunastöðunum (60 hkg
þe./ha), nema hvað hún var lægri í Narsarsuaq. Það stafar af vandamálum í ræktuninni þar,
annað hvort var borið á of seint eða þá að sníkjudýr (t.d. grasmaðkur) ollu skemmdum á upp-
skerunni.
Ekki reyndist tölfræðilega marktækur munur á vallarfoxgrasyrkjunum Engmo og Vega
og samspil þeirra við staði var heldur ekki marktækt. Hins vegar var samspil þessara yrkja við
ár marktækt, sem og munurinn milli ára. Þetta bendir til þess að vaxtarskilyrðin á öllum
stöðunum séu fullnægjandi fyrir bæði yrkin, en það geti hins vegar verið breytilegt eftir ár-
ferði hvort gefur meiri uppskeru. Þetta gefur einnig til kynna að nýta megi niðurstöður til-
rauna með þessi yrki milli landanna.
Það var meiri munur á vallarsveifgrasinu. Lavang sprettur betur snemma á vorin en
Fylking. í heildina kom Fylking betur út í Færeyjum, en Lavang var betra í Upemaviarsuk.
Þetta er í góðu samræmi við eldri niðurstöður frá Grænlandi. Munurinn á þessum yrkjum var
ekki marktækur á Korpu og í Narsarsuaq.
Áhrif veðurþátta á sprettuhraðann voru metinn. Ekki fengust marktæk áhrif hjá vallar-
foxgrasi og háliðagrasi, en hins vegar vom áhrif hita og úrkomu á sprettuhraða vallar-
sveifgrass marktæk. Hitastuðullinn var 13 kg/dag (SE=7 kg) fyrir hverja gráðu (°C), sem er
svipaður og áður hefur fundist í íslenskum gögnum (Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir Bjöms-
son 1990, Guðni Þorvaldsson 1998). Úrkomustuðullinn var hins vegar heldur lægri en fengist
hefur á Korpu (Guðni Þorvaldsson 1998), eða um 90 kg fyrir hvem mm upp að 1,1 mm. Það
er ekki óeðlilegt að hann sé breytilegur, því úrkoma er ekki beinn mælikvarði á nýtanlegt vatn
í jarðvegi.
Meltcmleiki
Meltanleiki var að jafnaði heldur lægri á Korpu en hinum stöðunum, sem má skýra með því
að hiti var ívið hærri þar fyrri hluta sumars.
Meltanleiki vallarfoxgrass og háliðagrass var svipaður fyrri hluta sprettutímans, en
meltanleiki háliðagrassins féll heldur hraðar. Meltanleiki vallarsveifgrass var hins vegar lægri
allan tímann, en féll heldur hægar. Að meðaltali féll meltanleiki háliðagrass um 0,27
prósentueiningar á dag yfir sprettutímann, meltanleiki vallarfoxgrass um 0,24 einingar, en
vallarsveifgrass um 0,22. Meltanleiki Lavang var ívið hærri en Fylkingar snemmsumars, en
þetta snérist við seinni hlutann. Þá virtist Engmo hafa heldur hærri meltanleika en Vega seinni
hluta sumars. Fleiri mælinga er þó þörf til að skera úr um þetta.
Samband falls á meltanleika og hita var reiknað. Yrkjum vallarfoxgrassins var slegið
saman, en hin reiknuð hvert fýrir sig. Ekki fannst marktækt samband hjá háliðagrasi og
vallarsveifgrasi. Hjá vallarfoxgrasi var stuðullinn 0,048 (SE=0,016), sem þýðir að fyrir hverja
gráðu (°C) sem hitinn hækkar fellur meltanleikinn hraðar sem nemur 0,048 einingum á dag.
Þetta er sami stuðull og áður hefur fundist í gögnum frá Svíþjóð og íslandi (Guðni Þorvalds-
son 1987, Guðni Þorvaldsson og Britta Fagerberg 1988, Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir
Bjömsson 1990, Guðni Þorvaldsson 1992). Þessar mælingar em gerðar við mun lægri hita en
mælingamar í Svíþjóð og gefur það vísbendingu um að hitaáhrifm séu línuleg frá mjög lágum
hita upp í 20-30°C. Meðalfall meltanleikans var 0,24 einingar á dag og á þeim tíma var með-
alhitinn 9,4°C. Meltanleiki vallarfoxgrass ætti samkvæmt þessu að standa í stað við 4,5°C.
Aðrar niðurstöóur
Ýmsar aðrar mælingar vom gerðar í tilraununum, s.s. á jarðvegi, gróðurfari, þroskastigi
grasanna, próteini og steinefnum í uppskemnni. Þá var reynt að meta hvort nýta megi sama
gagnagrunn fyrir öll löndin við NIR mælingar. Kynning á þeim niðurstöðum, svo og ítarlegri