Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 327
319
fiflSUNRUTflfiJKDUFS 2003
Líftækni í landbúnaði
Einar Mantyla
Rannsóknastofnun landbímadarim
INNGANGUR
Líftækni hefur fest rætur í landbúnaði víða um heim. Einkum á það við um plöntur þar sem
ný þekking og tækni hefur gengið til liðs við hefðbundnar kynbætur. Þetta yfirlit um líftækni
einskorðast við beitingu þess í plöntum, en þar er notkunin lengst komin. Með erfðatækni
hafa opnast möguleikar til yfirfærslu einstakra erfðavísa fyrir þekktum eiginleikum í nytja-
plöntur. Með þessu fæst aukin nákvæmni í kynbótum þar sem erfðaefnið sem innleitt er í nýja
afbrigðið er gjörþekkt og það fylgja ekki kynstrin öll af öðrum óþekktum erfðavísum með í
kaupunum, eins og raunin er í hefðbundnum kynbótum. Tæknin gerir það einnig kleift að
sækja efnivið til kynbóta út fyrir hefðbundin tegundamörk. Ræktun nytjaplantna sem eru kyn-
bættar. eða erfðabættar, með þessari nýju tækni er komin í notkun víða um heim og eru þar
Bandaríkin, Kanada, Argentína og Kína fremstir í flokki. í Bandaríkjunum einum er áætlað að
árið 1999 hafi verið sáð með erfðabættum útsæði í yfir 40% af maís ekra, 50% bómullar akra,
og 45% sojabaunaakra (14 milljón hektarar). Tölur fvrir 1999 hljóða upp á að um 28 milljón
hekturum um heim allan séu ræktaðar erfðabættar plöntur og hefiir því verið spáð að um-
fangið eigi eftir að fara upp í 80—90 milljón hektara á næstu 5 árum. Vöxtur slíkrar ræktunar
mun þó að einhverju leyti ráðast af því hvernig viðskiptasamningum EB og Bandaríkjanna
reiðir af.
FYRSTA KYNSLÓÐ ERFÐABÆTTRA NYTJAJURTA
Víðtækastri útbreiðslu, enn sem komið er, hafa náð plöntur sem eru færar um að brjóta niður
illgresiseyði og plöntur sem framleiða bt-toxín sem er náttúrulegt efni úr bakteríum sem fer
illa í maga skordýra. Ástæðan fyrir því að þessir eiginleikar voru með þeim fyrstu á markað
var bæði tæknilegs og viðskiptalegs eðlis, þetta eru eingena eiginleikar sem eru tæknilega
minna krefjandi á kynbótastiginu en fjölgena eiginleikar og þeir féllu vel að markaði stórra
efnaframleiðenda á sviði landbúnaðarefna (agrochemicals). Talsverð reynsla er nú komin á
þessa ræktun, einkum vestanhafs og sýnir hún að með þessu móti hefur verið unnt að minnka
magn illgresiseyðis og skordýraeiturs sem úðað er á akra.
Vörn gegn illgresiseitri
Bændur í Bandaríkjunum nota nú 10—40% minna af illgresiseitri við ræktun erfðabættra soja-
bauna en við venjulega ræktun og uppskera 6% meira. Ræktendur erfðabættrar repju (Canola)
í Kanada sprauta nú um 50% minna af illgresiseyði á akra sína en áður, fá meiri uppskeru og
betri gæði á lokaafurðinni sem er olía unnin úr fræjunum. Ennfremur hefur verið unnt að
minnka jarðvegsvinnu og þannig draga úr rýmun og rakatapi jarðvegs.
Vöm gegn ásókn skordýra
Plöntur sem framleiða bt-toxín, sem er náttúrulegt efni úr bakteríum og fer illa í maga skor-
dýra, standa til muna betur að vígi gegn skordýraplágum sem leggjast á plönturnar en ella. í
kjölfar skordýra fylgja sveppasýkingar þar sem skordýrin opna sveppum leið inn i plöntuna.