Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 328
320
Sveppirnir framleiða ýmis eiturefni, svo kölluð mycotoxín, sem spilla fóðri og matvælum. Bt-
plönturnar veita piöntunum vöm fvrir ágangi skordýra og fyrir bragðið hefur dregið mjög úr
sveppasýkingum og mycotoxín innihaldi afurðanna, eða allt upp í 90% minnkun á fumónisíni
sem m.a. veldur nýrnaskemmdum í dýrum, heilarýrnun hjá hestum, dauða fiðurfés og hugsan-
lega krabbameini í vélinda hjá mönnum, og allt að 70% minnkun á hinu eitraða og krabba-
meinsvaldandi aflatoxíni. Þetta hefur haft í för með sér aukna uppskeru, og ömggari afurð til
fóðurs og fæðu, þar sem verulega hefur dregið úr mycotoxín mengun afurðanna. Bændur sem
rækta Bt-nytjajurtir þar vestra nota 50% minna af skordýraeitri en þeir gerðu áður og í
bómullarræktinni einni er notkun skordýraeiturs talin hafa dregist saman um 1000 tonn á
árinu 1998, og sennilega talsvert meira á árinu 1999 þar sem ræktun erfðabættra plantna jókst
milcið á milli ára. Þegar haft er í huga að um og yfir 80% af öllu því sem úðað er á akrana
lendir á jörðinni en ekki á plöntunum, þá verður að telja það töluverðan umhverfislegan
ávinning þegar tekst að draga svo vemlega úr notkun eiturefna í landbúnaði. Sama virka efiiið
(Bt-toxín) er notað innan lífrænnar ræktunar þar sem plöntur eru úðaðar með sjálfum
bakteríunum ásamt öllu þeirra erfðaefni.
Beiting þessarar tækni hefur haft mikinn rekstrarlegan ávinning í för með sér fyrir
bændur þar sem sparnaður í orku, tækjakosti og efnanotkun hefur lækkað ræktunarkostnað
sem nemur 15-350$/ha lands og uppskera aukist sem nemur 5-10%. Þetta skýrir vinsældir og
útbreiðslu þessarar tækni meðal bænda þar sem ræktun hefur verið hafin.
ÖNNUR ICYNSLÓÐ ERFÐABÆTTRA NYT.TAURTA
Aukin fólksfjölgun gerir kröfu um aukna og virkari fæðuframleiðslu svo fæða megi þá 6
milljarða sem við bætast fram til 2020. Ef regnskógamir og önnur óspillt náttúra sem eftir er
eiga ekki að gjalda þess verður að rækta fóður og fæði með hærra næringargildi á því
ræktunarflatarmáli sem í notkun er, og nota þolnari afbrigði á jaðarsvæðum til framleiðslu.
Sameindalíffræðilegar rannsóknir hafa á síðustu 10-15 árum aukið gífurlega við
þekkingu manna á líffræði og lífeðlisfræði planma, þar á meðal viðbrögðum plantna við
streituvöldum úr umhverfmu s.s. sjúkdómsvöldum og óhagstæðum skilyrðum eins og kulda.
þurrki, seltu og rnengun. Þau erfðabættu afbrigði sem nú eru að líta dagsins ljós eða eru fyrir-
sjáanleg innan tíðar byggja á þessum rannsóknum og aukinni þekkingu á efnaskiptaferlum
plantna. Hagnýting þessarar þekkingar gerir kleift að bæta sjúkdómsvamir og streituþol
plantna og auka næringargildi þeirra.
A nkia sjúkdómsþoi
Töluvert hefur orðið ágengt hvað varðar sjúkdómsþol plantna, einkum hefur tekist vel upp
með að veita plöntum vörn gegn veimsýkingum, en veirur herja á plöntur rétt eins og okkur
mennina. Þannig hefur tekist að gera plöntur ónæmar fyrir ýmsum tegundum veira með því að
láta plönturnar framleiða einstök brot af veirunni í sér og má líkja árangrinum við bólu-
setningu. Sameindalíffræðilega séð er borin kennsl á veiruna sem er í þann mund að fara að
sýkja plöntuna, og veirunni gert ókleift að fjölga sér. Nýlegar rannsóknir benda til þess að
góðan árangur slíkrar “bólusetningar” megi rekja til þess að við hana virkjist náttúrulegar
varnir plantnanna og komist í viðbragðsstöðu. Veiruþolnir stofnar nytjaplantna eru víða
komnir í notkun, og dæmi eru um að slíkar bólusetningar hafi getað komið í veg fyrir út-
rýmingu plöntutegunda á svæðum þar sem skæðir veirufaraldrar hafi stungið sér niður, og
þannig viðhaldið líffræðilegum fjölbreytileika í umhverfmu. Gott dæmi um þetta er bólu-
setning papaya trjáplantna á Hawai sem voru á leiðinni að þurrkast út á eyjunum sökum
veirusjúkdóms sem á þær herjaði.