Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 330
322
Hafa menn kannað kosti kartaflna, bauna, tómata og banana í þessu tilliti. Dýratilraunir hafa
sýnt að bólusetning á þennan máta er möguleg og virkar. Segja má að þetta sé útvíkkun á
grasalækningum.
Sjáljbœr framleiósliferli
Ef litið er til þeirrar framleiðslugetu sem býr í landbúnaði er ekki að undra að mönnum hafi
komið í hug að nýta plöntur til framleiðslu á öðru en matvælum eða fóðri. Framleiðsla verð-
mætra efna í plöntum hefur þá kosti að ræktunin er ódýr og vélvædd uppskerutækni er fyrir
hendi í nútíma landbúnaði. Með litlum tilkostnaði má auka ræktunina þurfi meira hráefni, sem
er lítið mál miðað við stækkun verksmiðju í sama tilgangi. Þetta opnar alveg nýja möguleika
á sjálíbærum, umliverfisvænum framleiðsluferlum í iðnaði þar sem bændur sjá um fram-
leiðslu hráefnisins með ræktun og uppskeru en úrvinnsluiðnaður vinni verðmætin úr hrá-
efninu. Þetta þýðir í raun að þama liggja afar spennandi möguleikar fyrir nýsköpun bæði
innan landbúnaðar og iðnaðar. Verðmætin geta í þessu tilviki verið t.d. lyfvirk efhi, ensím
ýmiskonar eða lífrænar fjölliður (plast). Þetta nýstárlega framleiðsluferli hefur þegar verið
reynt og lofar góðu. Með þessu móti hefur m.a. tekist að lækka tífalt framleiðslu kostnað á
sýklavirkum smápeptíðum, sem menn binda vonir við að geti tekið að hluta við af fúkka-
lyfjum.
Öryggi malvœlunnu
Hér hefur verið rakin notkun líftækni í landbúnaði. Þó þessi stutta umijöllun sé hvergi
tæmandi vona ég að hún veiti mönnum nokkra innsýn á þetta vaxandi svið landbúnaðar. Ekki
hefur gefist færi á að fjalla um þá tortryggni sem um þessar mundir ríkir í Evrópu í garð
þessarar tækni. Orsakir hennar eru flóknar og ekki byggðar á vísindalegum grunni. Vert er að
nefna að Evrópubandalagið hefur veitt yfir 3 milljörðum króna í rannsóknir á öryggi erfða-
bættra matvæla og áhrifa þeirra á umhverfið, er þá ótalið framlag stórþjóðanna á þessu sviði,
Bandaríkjanna og Kanada. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið á einn veg, ekkert hefur
komið fram sem bendir til þess að þessar afurðir séu á neinn hátt óhollari en hliðstæðar af-
urðir. Yfir 30 þúsund útitilraunir víðsvegar um heim og reynsla af 28 milljón hektara ræktun
erfðabættra plantna í íjórum heimsálfum, víða um árabil, ætti að geta gefið talsverðar upp-
lýsingar um áhrif þeirra á umhverfið. í Bandaríkjunum fer hvert nýtt erfðabætt afbrigði í
gegnum eftirlitsstofnanir eins og Fæðu og lyfjaeftirlitið (Food and Drug Administration) og
Umhverfisvemdarstofnunina (Environmental Protection Agency) sem taka tillit til öryggis
matvælanna, áhrif á umhverfið og aðrar lífverur. Ekkert kemst í notkun sem ekki stenst fylli-
lega kröfur þessara eftirlitsstofnana. I Evrópu eru rannsóknirnar enn ítarlegri. Erfðabættar
afurðir hafa verið rannsakaðar í þaula út frá öryggis sjónarmiðum. það sama er ekki hægt að
segja um hefðbundin matvæli.
Mörg sóknartækifæri liggja í beitingu líftækni til framleiðslu á bættum og nýjum
afurðum með sjálfbæmm og umhverfisvænum hætti og auka gæði í matvælaframleiðslu.
Ennfremur liggja slíkir möguleikar til nýsköpunar í landbúnaði og iðnaði að það væri
ábyrgðarhluti að kaima þá ekki til hlítar.