Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 331
323
RRÐUNflUTflfUNDUR 2000
Kalskemmdir í túnum á síðustu öld - og framtíðarhorfur
Bjarni E. Guðleifsson
Rarmsóknastofnun landbimaóarins
Og
Bjöm L. Örvar
McGilIháskóla. Montreal. Kanada
ORSAKIR KALSKEMMDA
Plöntur verða íyrir margs konar álagi að vetri sem valda kalskemmdum. Má þar neína frost
og svell, en einnig geta smásæjar lííverur ráðist á plönturnar undir snjónum og dregið úr við-
námsþrótti þeirra gegn kalskemmdum eða jafitvel drepið þær. Rannsóknir sýna að svell em
langalgengasta orsök kalskemmda í íslenskum túnum (Bjami E. Guðleifsson 1975), en trjá-
gróður skemmist hins vegar oftast af völdum frosta (Haukur Ragnarsson 1964, Þröstur Ey-
steinsson o.fl. 1994). í 1. töflu er reynt að flokka kalskemmdir eftir orsökum (Bjami E. Guð-
leifsson 1997).
Svellkal má aðal-
lega rekja til hlákukafla
um miðbik eða fyrri-
hluta vetrar er leys-
ingarvatn ffýs í svell,
sem liggja síðan ffarn á
vor. Ástæða svellkals er
enn óljós, en hin al-
menna skýring, sem
byggir á fýrirliggjandi
rannsóknum, er talin sú
að öndunarefni safnist
fyrir í plöntunni og að
sum þeirra, aðallega koltvísýringur, nái þeim eitrunarmörkum er dugi til að drepa frumumar
(Andrews og Pomeroy 1979, Bjarni E. Guðleifsson 1997). Vegna tíðra svellkalskemmda hér á
landi hafa menn einnig velt fyrir sér hvort sérstakar aðstæður á Island ýti frekar undir svell-
kalið. Hér hafa menn einkum staðnæmst við þætti eins og áburð og súran og þéttan jarðveg,
sem kynnu að rýra þol plantnanna.
Nú hafa komið ffam upplýsingar sem gætu bent til þess að orsakir svellkals væm aðrar en
þær sem hér hafa verið nefndar. Nýjar rannsóknir sýna að ýmsir álagsþættir, eins og til dæmis
sjúkdómsálag, kuldi og flóð, valda myndun svokallaðra súrefnis-radikala, sem geta verið
fmmunum skaðlegir og jafnvel drepið þær. Hugsanlegt er að þessir súrefnis-radikalar kunni
einnig að vera hinn eiginlegi skaðvaldur i svellkali. Fmmur sem lifa í umhverfi með súrefni
hafa yfir að ráða vamarkerfi sem á að sjá um að eyða súrefnis-radikölum sem stöðugt
myndast í frumunni, ýmist vegna ytri áreita (svo sem kuldi eða flóð) eða vegna efnahvarfa
innan hennar. Þetta vamarkerfi samanstendur af ýmsum ensímum og efnasamböndum (s.s.
askorbínsýra) sem við eðlilegar aðstæður kemur í veg fyrir frumuskemmdir og dauða (Foyer
o.fl. 1994). Við „óeðlilegar“ aðstæður, eins og þegar plantan er undir svelli, kemst súrefni
1. tafla. Flokkun kalskemmda (injury) og áætluð tíðni þeirra í túnum og trjá-
gróðri á íslandi.
Álag (stress) Streita (strain) Kalskemmd (injury) Hlutdeild í íslenskum túnum, % Hlutdeild í íslenskum tijám, %
Holklaki Þomun Klakakal 1 8
Þurrkur Þomun Þurrkal 2 5
Frost Frysting Frostkal 5 85
Forðaskortur Orkuþurrð Horkal + ?
Flóð Kö&un Flóðkal + ?
Svell Loftleysi Svellkal 90 -
Sveppir Rotnun Rotkal 2 ?
Bakteríur Frysting Gerlakal ? 2