Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 336
328
• Rækta heilbrigðar jurtir. Þarna skiptir máli að vaxtarskilyrðin séu plöntunni hentug, bæði
hvað varðar jarðveg og áburð. Einnig er mikilvægt að ofbjóða ekki plöntunum í meðferð, t.d.
með ofbeit eða röngum sláttutíma. Veiklaðar jurtir hljóta að standast álag verr en þær sem eru
frískar. Því er ffumskilyrði að jarðvegur, áburður og meðferð (sláttur) séu þannig að jurtirnar
veiklist ekki óeðlilega. Vitað er að þéttur jarðvegur veldur lélegu rótarkerfi, að mikill N-áburður
veldur miklum haustvexti og lélegri hörðnum, að skortur á áburðarefnum dregur úr þrótti og
sömuleiðis lágt sýrustig jarðvegs og að snemmsláttur rýrir þol vallarfoxgrass.
• Nota þolnari jurtir. Tegundir eru augljóslega misþolnar. Svellþolnasta grastegundin, snarrótar-
puntur, er jafnframt minnst eftirsótt til fóðurs. Hins vegar er vallarfoxgras, sem er besta fóður-
tegundin, minna svellþolin. Menn hafa lengi bundið vonir við að með kynbótum mætti auka
svellþol vallarfoxgrass, en það er dapurlegt að enn er norska Engmo vallarfoxgrasið, sem kom á
markað upp úr 1950, með því svellþolnasta og fáir stofnar taka því fram. Hefðbundnar grasa-
kynbætur hafa því litlu skilað á nærri hálfri öld. Hugsanlegt er að nýjar aðferðir í plöntulíftækni
geti aukið svellþol helstu nytjaplantna okkar.
Allir ofangreindir þættir geta haft áhrif á umfang kalskemmda, mismikil eða kannski
heldur mislítil áhrif, og enginn einn þáttur virðist þar afgerandi. Þegar tún hefur hins vegar
kalið standa menn frammi fyrir því að vinna túnið upp og sá grasi í það aftur, en m.a. vegna
þess að sáðgresi hefur lifað illa hafa margir bændur gefist upp á endurræktun. Einnig hefur
verið reynt að sá grasfræi beint í óunninn svörð, en það hefur einungis tekist í yngstu túnin,
1-3 ára (Bjarni E. Guðleifsson 1999).
FRAMTÍÐARHORFUR
Tíðar og umfangsmiklar kalskemmdir hér á Islandi sanna að hér er um alvarlegt vandamál að
ræða. Ofangreindar ábendingar geta allar skilað okkur einhver fet áleiðis að því marki að eyða
kalskemmdum, en engin þeirra hefur þó skipt sköpum. Er þetta þá vágestur sem við verðum
að búa við? Það er mjög líklegt að við sem búum hér á norðurmörkum ræktunarsvæðis
vallarfoxgrassins verðum að gera það, miðað við óbreyttar aðstæður. Hér verða þó nefndir
tveir þættir sem hugsanlega gætu komið til hjálpar.
• I fyrsta lagi þarf að stórauka jarðvegsrannsóknir hér á landi. Það er ótrúlegt hve lítið við vitum
um áhrif íslensks jarðvegs á plöntur. Það er alls ekki útilokað að einhverjir þættir í nýtingu
okkar á þessum sérstæða lífræna eldfjallajarðvegi valdi því að grasplöntur standist illa vetrar-
álagið. Þetta gæti líka tengst þeim vandamálum við endurræktun og ísáningu sem hér hafa verið
nefnd (Bjarni E. Guðleifsson 1986, 1999).
• I öðru lagi er hugsanlegt að hægt verði að auka svellþol grasa með nýjum aðferðum líf-
tækninnar. Þessar aðferðir eru miklu fljótvirkari en hefðbundnar kynbætur og bvggja á því að
erfðaefni sem talið er geta bætt til dæmis álagsþol (sbr. ákveðin gen í radikala-varnarkerfínu) er
flutt yfír í nytjaplöntuna í vefjaræktun. Með vali og hormónameðferð er svo hægt að rækta upp
fullvaxna plöntu sem tjáir þetta nýja gen í miklum mæli. Síðan er athugað hvort hinn nýji stofn
er þolnari en viðmiðunarstofninn. Upphaflega voru þessar aðferðir eingöngu bundnar við
tvíkímblöðunga, en á allra seinustu árum hefur tekist að þróa sambærilegar aðferðir fyrir ýmsa
einkímblöðunga, eins og maís og hrísgrjón. Vera má að þessi nýja og fljótvirka tækni geti nýst
kynbótum á vallarfoxgrasi, en nú þegar hafa verið þróaðar aðferðir til að vefjarækta vallar-
foxgras (Björn Örvar og Bjami E. Guðleifsson, óbirtar niðurstöður).
HEIMILDIR
Andrews, C.J. & Pomeroy, M.K 1979. Toxicity of anaerobic metabolites accumulating in winter wheat seedlings
during ice encasement. Plant Physiology 64: 120-125.
Bjarni E. Guðleifsson 1973. Um kal og kalskemmdir. III. Tíðni og útbreiðsla kalskemmda á íslandi. Ársrit Rœkt-
unarfélags Noróurlands 70: 30-50.
Bjarni E. Guðleifsson 1975. Um kal og kalskemmdir. IV. Samband veðurfars og kalskemmda. Ársrit Rœktunar-
félags Noróurlands 72: 45-64.