Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 338
330
RRÐUNRUTflfUNDUR 2000
Hagkvæm gróffóðurframleiðsla á kúabúum
Ingvar Björnsson
Landbimaðarháskólanwn á Hvanneyri
INNGANGUR
Á liðnum árum hefur miklum gögnum verið safnað í landbúnaðarrannsóknum um nýtingu
túna, uppskeru, sprettu, efnamagn og endingu, ásamt áhrifúm meðferðar og áburðar á þessa
þætti. Allmargar tilraunir hafa einnig reynt að tengja saman hráefnið sem fellur til við slátt,
verkun þess og fóðrun gripa til afúrða.
Einstakar tilraunir varpa ljósi á ákveðna þætti búrekstursins, en oft hefúr reynst erfitt að
setja niðurstöðumar í stærra samhengi og átta sig þannig á áhrifum þeirra á heildarrekstraraf-
komu búsins. Til þess að meta hvaða skipulag jarðræktar skilar bestum rekstrarárangri verður
eftirfarandi að liggja fyrir:
• Kröfumar sem bústofninn gerir til gróffóðursins við mismunandi afurðastig og ffamleiðslu-
aðstöðu.
• Hvers konar gróffóðri mismunandi skipulag jarðræktarinnar skilar.
• Kostnaður við og tekjur af mismunandi jarðræktarskipulagi.
Á vordögum 1999 hófst umræða um að safna saman upplýsingum um fóðuröflun og
fóðrun með það fyrir augum að kanna hagkvæmni mismunandi jarðræktarskipulags á kúa-
búum. Undirbúningsvinna hófst um Jónsmessuleytið og vinna við Excel-líkan á haustdögum.
í þessari grein eru fyrstu niðurstöður vinnunnar kynntar. Verkefnið er styrkt myndarlega af
Framleiðnisjóði landbúnaðarins og unnið í samvinnu við Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
Bændasamtök íslands, Landssamband kúabænda og Hagþjónustu landbúnaðarins.
GÆÐI GRÓFFÓÐURS
Verðmæti og gæði gróffóðurs haldast yfirleitt í hendur. Gæði gróffóðursins felast í eigin-
leikum þess til þess að nýta sem best afkastagetu þeirra gripa sem þess neyta. Gæði gróf-
fóðursins taka því mið af kröfum þess búsmala sem éta á fóðrið og gæðamælikvarði því ekki
einhlýtur. Fyrir mjólkurkýr felast gæði í því að fóðrið nýtist þeim vel til afúrðamyndunar og
gæðafóður þarf því að vera orkuríkt og lystugt.
Fjölmargir þættir ráða efnamagni og meltanleika túngrasa og annarra fóðurjurta við slátt,
s.s. þroskastig, veðurfar áburðargjöf, tegundir og stofnar.
Meltanleiki tegunda er mismunandi, bæði hvað varðar gildi hans á ákveðnum tímum og
fall á sprettutíma (Hólmgeir Bjömsson og Jónatan Hermannsson 1983, Ríkharð Brynjólfsson
1996). Próteinmagn og magn steinefha er ennfremur mismunandi (Guðni Þorvaldsson og
Hólmgeir Bjömsson 1990, Hólmgeir Bjömsson og Friðrik Pálmason 1994, Ríkharð Brynjólfs-
son 1996). Snemmslegið vallarfoxgras er yfirburðafóður með tilliti til meltanleika, en meltan-
leiki þess fellur hraðar en annarra tegunda er líður á sprettutímann, ef undan er skilið háliðagras.
Vallarsveifgras heldur meltanleika sínum betur en aðrar tegundir er líður á sprettutímann, sem
helgast af vaxtarhegðun þess, en það fer síður í kynvöxt en önnur grös. Snarrót hefur lakastan
meltanleika og mjög lágt fóðurgildi, einkum er líður á sprettuferilinn. Á milli vallarfoxgrass og
snarrótar liggja svo tegundir á borð við língresi, túnvingul og beringspunt, en háliðagras er
nokkuð sér á báti og það verður að slá mjög snemma ef ásættanleg gæði eiga að nást.